Vikan


Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 37

Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 37
„Já, tvímælalaust, og mig lang- ar til að vitna í frú Margaret Me- ad, frægan, bandarískan mann- fræðing, en hún sagði nýlega við rannsóknarnefnd bandarísku öld- ungadeildarinnar: —- Með banninu á marijuana sköðum við land okkar, lög okk- ar og tengslin milli kynslóðanna. Bannið er í sjálfu sér miklu hættulegra en óhófleg notkun lyfjanna, því marijuana er skað- laust nema þegar það er notað í óhófi, en allt sem notað er í ó- hófi er skaðlegt.“ ó.vald. Eyjarskegginn sem eignaðist keisaradæmi Framhald af bls. 23 framabrautir. Hann gekk í hóp jakobína, sem voru hinn róttæk- ari armur byltingarmanna. En fljótt ofbauð honum óregla sú og blóðsvall, er byltingunni fylgdi, og kom að lokum svo að hann fékk á henni hálfgerða and- styggð. Hann var alla tíð maður alvöru og reglu. Búrbónana fyr- irleit hann þó enn hjartanlegar en jakobína. Lúðvík fjórtándi var eiginlega eini Frakkakóng- urinn, sem hann bar nokkra virð- ingu fyrir. Hann hækkaði smámsaman í tign í hernum, og árið 1793 var hann orðinn höfuðsmaður. Sem slíkur tók hann þátt í umsátrinu um Toulon, sem Bretar höfðu hernumið, raunar með samþykki borgarbúa, sem voru í konung- hollara lagi. í þeirri viðureign vakti hann í fyrsta sinn á sér at- hygli svo nokkru næmi, og er talinn hafa átt drjúgan þátt í að flæma Breta úr borginni. Eitt brezku herskipanna, sem voru á sveimi útifyrir ströndinni land- hernum til styrktar, var freigát- an Agamemnon, undir stjórn kapteins er hét Horatio Nelson. Hann leit á alla Frakka sem óþol- andi óværð og hafði með vel- heppnuðum æfingaaðferðum gert sióliða sína svo harða, „að þeir hræddust ekki fallbyssukúlur fremur en matbaunir,“ að hann sjálfur sagði. Þeir Napóleon áttu eftir að fá að reyna með sér oft- ar. Skömmu síðar varð Napóleon hershöfðingi, en bjó engu að síð- ur við þröng kjör, trúlega sum- part fyrir þá sök að hann hefur varið tekjum sínum til fram- færslu fjölskyldu sinnar, sem var fjölmenn og blásnauð. Allavega var hann á þessum árum illa klæddur og meira utanveltu en nokkru sinni, er hann var að reyna að þreifa fyrir sér meðal fína fólksins í París. Þá hafði Robespierre verið steypt og Bar- ras, voldugasti maður þjóðstjórn- arinnar, sem þá tók við, var mestur ráðamaður í landinu. Það var hann, sem bjargaði Napóleoni loksins úr vesaldómn- um. Þessi ungi og útnesjalegi herforingi hafði lengi ' ónáðað hann með allrahanda beiðnum um frama, og þar eð pilturinn hafði sýnt góða hæfileika við Toulon, datt Barrasi að lokum í hug að gott væri að hafa hann í bakhöndinni, að minnsta kosti við viss skítverk, sem tiginmann- legri hershöfðingjar teldu neðan virðingar sinnar. Konungssinnar í París höfðu gert uppþot og lýðveldið unga var í bráðri hættu. Napoleoni var fengið það hlutverk að sundra upp- þotsmönnum, og gerði hann það með því að skjóta nokkrum fallbyssukúlum á múginn. í þakklætisskyni setti Barras hann yfir ítalíuherinn og gifti honum fyrrverandi ástkonu sína, Joséph- ine de Beauharnais, fallega og óvenju sjarmerandi en fremur grannvitra kreólu frá Vestur- Indíaeynni Martinik. Hún var eina konan sem Napóleon elskaði nokkurtíma svo heitið gæti, þótt hann að vísu væri henni nokkuð misgóður og héldi stundum fram- hjá henni, en það endurgalt hún honum raunar í sömu mynt. Um nokkurra ára skeið hafði hið byltingasinnaða Frakkland verið jafumkringt óvinum og Rússar voru fyrst eftir að þeir gerðu sína byltingu, en þegar hér var komið var þeim tekið að fækka; eftir voru aðeins Bret- land, að því sinni eins og yfir- leitt lífið og sálin í öllum banda- lögum gegn Frökkum, og Austur- ríki og Napólí. f ítölsku herferðinni, sem hófst í marz 1796 og var lokið haustið 1797, sýndi Napóleon í fyrsta sinni að ráði hvað í honum bjó sem hershöfðingja, og sumir segja betur en nokkru sinni síð- ar. Sérstaklega kunni hann vel að beita stórskotaliði, enda var það hans sérgrein. Hann var ó- trújega snar í snúningum og vann lotningu og hylli hermanna sinna svo algerlega, að varla þótti einleikið. Hann talaði oft um hermennina með fyrirlitn- HiíflR ER DRKIN HflNS NOfl? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Siðast er dregið var hlaut verðlaunin: Hulda Maggy Gunnarsdóttir, Laugarnesveg 54, Reykjavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Helmili 51. Örkin er á bls. 51. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.