Vikan


Vikan - 18.12.1969, Side 43

Vikan - 18.12.1969, Side 43
tækifæri: í tíu ár höfum við orð- ið að komast af án Guðs, en nú hefur Bonaparte okkar blessað- ur gefið okkur hann aftur. Allt virtist ganga Napóleoni í haginn. Hann fékk meira að segja Breta til að semja við sig frið 1802, þótt það stæði ekki lengi. Og 1804 krýndi hann sig sjálfur keisara Frakka í dóm- kirkjunni í Rheims. Ekki mun hégómaskapurinn einn hafa knúð hann til þessa miðaldalega til- tækis, heldur mun það meðfram hafa verið hugsað sem mótleik- ur gegn bæði konungssinnum og byltingarmönnum, sem stöðugt plottuðu gegn honum og höfðu talsvert fylgi. Konung gat hann ekki gert sig; þótt það kynni að friða einhverja konungssinna, myndi það alveg trylla lýðveld- issinnana. Þar að auki fyrirleit hann sjálfur Búrbónana hjartan- lega, en Karl mikli var hans hetja. Ljómi keisaradæmisins var líklegur til að verða ofbirta í augum allra óánægðra og fá þá til að iáta sér orðinn hlut vel líka. En þann hrákalda desember- dag sem keisarinn nýi reif kór- ónuna úr höndum páfans og setti á höfuð sér sjálfur (þar hefndi hann Karlamagnúsar, en páfinn hafði læðst að honum á bæn í kirkju í Róm og sett á hann kór- ónuna), var hin skammvinna friðartíð hins nýja Frakklands byltingar, þjóðstjórnar, konsúla og keisara þegar á enda. Þegar árið 1803 hafði Bretland á ný lýst yfir stríði við Frakka. Margt bar á milli og helzt það, að Na- póleon hafði skilið friðarsamn- inginn í Amiens svo, að Bretar myndu þaðan af hætta að skipta sér af málefnum meginlandsins, en þaðan vildi hann fyrir alla muni bægja þeim, ekki síður en de Gaulle síðar. En Bretinn vildi auðvitað hafa þar hönd í bagga áfram. Og enn var farið að stríða. ☆ Fjarri heimsins glaumi Framhald af bls. 25 póstvagninn, og reyndi af alefli að hugsa út einhverja leið úr þessum ógöngum. Bjánaleg fíflafylkingin kom að minnsta kosti í veg fyrir að Pennyway kæmist til Batshebu. Ahorfendur hliðruðu ekki til, allir vildu sjá sem bezt, enginn mátti byrgja útsýnið! Feita konan og dvergarnir þvældust hvert um ann- að, en allt í einu sá Frank einhvern viðvörunarsvip í augum feitu kon- unnar. Skeggið var að detta af honum! Hann reyndi að þrýsta því föstu, en límið var orðið þurrt. An skeggs- ins var hann glataður! Hann keyrði hestinn sporum og þaut út um tjald- opið, þreyf skeggið af einum afl- raunamanninum, skellti því á sig og þeysti aftur inn á sviðið. Enginn tók eftir þessu, og hann þeysti aftur í Föstudagur: Fastir liðir eins og venjulega. Náttkjóll og-sloppur frá Marks og Spencer. Börnin mega ekki verða of sein í skólann. Morgunkjóll, auðvitað frá Marks og Spencer. Kennslustund í flugskólanum. Sportfatnaður frá Marks og Spencer. Verzlunarferð. Marks og Spencer vörur eru alltaf jafn freistandi. oTVlarks & Spencer* vörur fást í fataverzlun fjölskyldunnar (B w m w m AUSTURSTRÆTI “■tM- VIKAN 43 argus auglýsingastofa

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.