Vikan


Vikan - 18.12.1969, Page 44

Vikan - 18.12.1969, Page 44
ONSON Gaslampi TILVALIN TIL JOLAGJAFA Lóðar # losar ryðgaða bolta og rær * hreinsar og þurrkar rafkerti # losar málningu af við- kvæmum flötum * þíðir frosnar vatnsleiðslur * nothæfur sem suðutæki # og hentar við óteljandi fleiri verk. Just tha limited flame you need to atrip windowframes of pfilnf I of heating up. tifes when fixing or walis. Play • little he« oMroten witer It lles down to glvo a 'Butaen plpee. you'll have thent thtwod butnei' oftoct for many lebore- Innotiino. . toryuaoa. f Stillanlegur logi hvaða verk sem er. Einkaumboö: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. Reykjavík hring á sviðinu. En þá sá hann að Pennyway var kominn til Batshebu. Frank stökk af hestinum, þaut fram meðal áhorfenda og greip í kraga hins skjálfandi ráðsmanns. — Ha, aumi þræll! öskraði hann. — Ef þú svíkur mig, ertu dauðans matur En ef þú þegir og ert mér trúr, skaltu fá ríkuleg laun! Gleðilætin náðu nú hámarki. All- ir héldu að þetta væri liður af skemmtuninni. Það var aðeins Bats- heba sem ekki kunni að meta þetta. Hún sneri sér að herra Boldwood og sagði: — Ég er hissa á herra Pennyway, að hann skuli láta hafa sig í svona fíflalæti. Svo þagnaði hún. Lögreglu- menn voru nú komnir í leikinn, og reyndu að fanga hetjuna, sem barðist svo hraustlega. Hann dró sverð sitt úr slíðrum, sveiflaði því í allar áttir, og að lokum reyndi hann að ná til Ijóskersins í loftinu. Frank Troy hafði kunnað að beita sverði, hann var miklu fimari en þessi leikari. Minningarnar um sól- bjarta daginn milli hæðanna komu fram í huga Batshebu, og augu hennar urðu dökk af sorg. Lögreglan var rekin á flótta, Dick Turpin hafði sigrað, hann komst undan. Tryggi hesturinn bar hann áleiðis að bænum York. En fyrir framan kirkjuna fór hesturinn að skjögra. Dick Turpin stökk af baki. — Nem staðar hrausta hetja, söng Frank, og rödd hans hafði aldrei verið dýpri og hljómmeiri. Nú var hann laus við Pennyway. Batsehba hafði ekki borið kennsl á hann. Að minnsta kosti vonaði hann það! Og hann hélt söngnum áfram, lýsti átakanlega tryggð hestsins og sorglegum endalokum. Tárin runnu niður feitar kinnarnar á Cainy Ball, og allt í kring tók fólkið þátt í þessum angurblíða söng hetjunnar, og örlög hestsins. Svo var dauða- þögn. Frank gekk fram um nokkur skref, hesturinn stóð upp, og aðdáunar- hrópin kváðu við. Konurnar, og jafnvel nokkrir af karlmönnunum þurrkuðu sér um augun. Cainy snýtti sér í geysistóran vasaklút. Batsheba klappaði ákaft og Bold- wood leit á hana og brosti. Aug hans túlkuðu innilegar til- finningar hans, en enginn tók eftir því. Enginn nema Frank. Hann stökk á bak svarta hestinum og þeysti út af sviðinu. William Boldwood mundi varla hvenær síðast hafði verið haldin veizla á heimili hans. Það hafði ver- ið i tíð foreldra hans, en síðan hann tók við búsforráðum hafði hann ekki hirt um að halda samkvæmi. Sem betur fór vissi heimilisfólk hans að honum var mikið í mun að allt yrði upp á það fullkomnasta, svo allir gerðu það sem bezt þeir gátu. Það var engu til sparað og ekkert mátti vanta. Hvað var að sjá þennan mistiltein, hann var rytjulegur og án berjaklasa. — Cunning! kallaði hann. — Cunning! — Já, herra. Gamli brytinn kom í skyndi. — Þér verðið að ná í skárri mist- iltein, skipaði hann. — Eru örugg- lega nógu margir stólar? Hvernig er það með borðbúnaðinn? — Við höfum nóg af stólum, og ég held að borðbúnaðurinn sé líka í bezta lagi. Það vona ég að minnsta kosti. — Vonið? Vonið! Sendið strax til bæjarins og látið ná í fleiri stóla. Hér má ekkert vanta. Hér hafa ekki verið hátíðahöld síðan ég var á barnsaldri! — Nei, herra, það veit ég. — Hm. Boldwood lét sem hann sæi ekki brosið i augum gamla mannsins. Hann snerist á hæl og hljóp upp stigann. Það var kominn tími til að hafa fataskipti. En á leið- inni upp mætti hann ungum manni, leiguþjóni. Ungir menn vissu líklega allt um tízkuna. — Segið mér eitt, hvernig hnýta menn hálsbindin nú til dags? Vitið þér það? — Ég, herra? Nei, herra, það veit ég ekki. Boldwood yppti öxlum og hélt áfram upp stigann. Hann mátti ekki eyða miklum tíma í fataskiptin. Það var allt annað sem var meira áríð- andi. Hann einn hafði lykilinn að af- læsta herberginu. Hreingerninga- konurnar höfðu spurt eftir þessum lykli, en hann lét þær ekki hafa hann. Þetta var hans leyndarmál, enginn mátti vita hvað hann geymdi þarna. Það voru allar gjafirnar til Bats- hebu, einnig mjög fagur brúðar- kjóll. Margir kjólar í öllum uppá- haldslitum hennar, silkiskór, knippl- ingar og sjöl; — ósköpin öll af pökkum í öllum stærðum. Allir voru þeir snyrtilega vafðir, og á öllum stóð: Batsheba Boldwood. Hann leitaði að sérstökum pakka, fann hann og tók upp hringinn. Augu hans Ijómuðu. Hún átti að verða eiginkona hans. Hún hafði lofað að veita honum svar í kvöld. Hann stakk hringnum í vasann og flýtti sér niður. Batsheba vissi að nú komst hún ekki lengur hjá því að veita honum svar við spurningu hans, en hún var ennþá í jafn miklum vafa, jafn skelfd og áður. Það var notalegt að vera samvistum við William Bold- wood, láta hann þjóna sér taka á móti njálp hans og aðdáun. En að elska hann ,það var allt annað mál, — að verða konan hans . . . Nei, hún gat ekki einu sinni hugsað þá hugsun til enda — Gabriel, hvað á ég að gera? spurði hún í vandræðum sínum. — Ég get ekki frestað þessu lengur. Ég hefi verið að fletta biblíunni, til að finna einhver leiðbeiningarorð, en ég finn ekki neitt til að fara eftir. — Gefðu herra Boldwood loforð á þeim forsendum, sem hann hefir sjálfur stungið upp á, svaraði Gabri- el. Hann varð að taka á öllu sínu, 44 VIKAN 51-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.