Vikan - 18.12.1969, Side 48
Húsid med
jérniilidunum
Eric hringdi strax daginn eftir.
Hann hafði sem sagt tekið orð
min bókstaflega og ekki skilið
það sem ég reyndi af veikum
mætti að gefa honum í skyn.
Hann var mjög ræðinn og
skemmtilegur í símanum. Því
varð ekki neitað, að hann var
gæddur miklum persónutöfrum.
Síðdegis á miðvikudaginn og um
kvöldið átti að halda veizlu á
ströndinni og hann vildi, að ég
kæmi með honum. Til þess að
binda sem fyrst endi á samtalið
sagði ég já.
— Hvar eigum við að hittast
spurði hann ákafur. — Ég bíð
fyrir utan járnhliðið. Klukkan
hvað?
— Þrjú.
— Allt í lagi. Taktu náttföt og
tannbursta með þér. Svo strjúk-
um við, sagði hann hlæjandi.
Ég vaknaði næsta morgun og
óskaði þess heitt og innilega, að
veðrið væri slæmt, svo að ekk-
ert yrði úr veizlunni á strönd-
inni. En það sást ekki skýhnoðri
á himni, og smátt og smátt gerði
ég mér ljósa þá staðreynd, að
ég yrði að fara út með Eric og
taka þátt í þessari veizlu á
ströndinni. Eini kosturinn við
það var sá, að ég hafði alla tíð
haft mikið yndi af að sóla mig
á baðströnd.
Ég fór og þetta varð dýrlegt
kvöld. Loftið var heitt, hafið
næstum spegilslétt og raddir
okkar bergmáluðu í kyrrðinni.
Þetta var sama fólkið og ég hafði
hitt áður, vinir Erics, kátt fólk
og frjálslegt, sem auðvelt var
að umgangast eftir stutta við-
kynningu. Við hlógum og ærsl-
uðumst, syntum í sjónum og lág-
um í sólbaði í sandinum. Mér
fannst ég vera frjáls og ham-
ingjusöm. Ég var ástfangin af
dásamlegum manni og átti góðan
vin eins og Eric. Ég var ung og
kát og naut lífsins í fyllsta
máta.
Á leiðinni aftur til borgarinn-
ar sat ég þögul í bílnum. Eric
reyndi ekki að fá mig til að tala.
Hann vissi að ég naut þagnar-
innar og myrkursins og hafði
ánægju af að horfa á heiðgult
tunglið yfir haffletinum. Allt í
einu beygði Eric inn í hliðargötu.
— Hvert ætlarðu að fara,
spurði ég eftirvæntingarfull.
— Mér datt í hug að skreppa
heim. Þú getur verið róleg. Við
verðum áreiðanlega komin aftur
til Bellwood fyrir miðnættið.
— Hvað segja foreldrar þínir,
þegar þú kemur heim með blá-
ókunnuga manneskju á þessum
tíma dags?
— Að ég sé góður sonur, sem
taki stelpurnar heim með mér
til þess að prófa þær.
— Og kemur með nýja og nýja
stelpu á hverju kvöldi?
— Nei, bara á miðvikudögum.
Nú var gullið tækifæri til þess
að segja honum sannleikann um
mig og Rees, áður en lengra yrði
haldið. En ég gerði það ekki.
Sumarbústaður foreldra Erics,
Allesby-hjónanna, stóð í fjalls-
hlíð. Útsýnið þaðan var stórkost-
legt. Við drukkum heitt, sterkt
kaffi og spjölluðum saman. Móð-
ir Erics var lítil vexti og fagur-
limuð, með dökk augu og hafði
þétt en hlýtt handtak. Mér geðj-
aðist vel að henni strax frá
fyrstu stundu. Faðir hans var
fámáll, sat lengstaf þegjandi og
tottaði pípu sína. Öðru hverju
gerði hann stuttar en gáfulegar
athugasemdir, sem gjarnan voru
kryddaðar góðlátlegri kímni.
Mér fannst eins og ég væri
komin aftur í hlýtt og vinalegt
andrúmsloft eins og ég átti að
venjast heima hjá mér. Nú
fannst mér í svip eins og Bell-
wood væri fjarlægt mér og jafn-
vel óraunverulegt. En þegar mér
varð haugsað til Rees, þá fann ég
aftur, að ég var tengd honum
sterkari böndum en nokkrum
öðrum. Ég varð óróleg og kunni
ekki lengur við mig innan um
þetta vingjarnlega fólk. Eitthvað
ókennilegt afl dró mig að Bell-
wood. Ég stóð á fætur og sagði:
— Jæja, nú verð ég að fara.
Tim vaknar snemma á morgn-
ana.
— Já, alveg rétt, sagði Eric.
Ég er hérna með svolítið handa
honum. Hann hvarf um stund,
en kom síðan aftur með myndar-
legan pakka og bað mig að færa
Tim litla hann.
— Ég á enn mestallt dótið mitt,
síðan ég var lítill. Ég hef oft
verið að hugsa um, hvað ég ætti
að gera við þetta. Kannski ég hafi
nú eignast góðan erfingja að
bílunum mínum.
— Tim verður sveimér hrif-
inn af þessu, sagði ég lágt. —
Honum er mjög annt um það,
sem honum er gefið og gætir
þess vel að skemma það ekki.
Kannski stafar þetta af því, að
heimur hans er svo takmarkað-
ur.
Rétt áður en við komum að
járnhliðunum ók Eric inn við
vegkantinn og lagði bílnum í
skugga trjánna við múrinn. Hann
sneri sér síðan að mér.
— Hvenær kemurðu aftur frá
bróður þínum? Geturðu hringt í
mig þá?
Ég vildi ekki tala um fríhelg-
ina mína. Ég óskaði þess heitt, að
hún væri þegar liðin. Mest af öllu
þráði ég samt að ganga inn um
stóra hliðið á Bellwood og sjá
að Rees beið eftir mér.
Ég rétti út höndina eftir hand-
fanginu, en í sama bili tók Eric
utan um mig og þrýsti kossi á
varir mínar, ekki lengi og ekki
ákaft, en fast og ákveðið. Andlit
hans var þétt upp að mínu. Augu
hans glitruðu eins og mánaskin
á vatni. Ég fann á þessari stundu,
að Eric var ekki kærulaus og
léttlyndur glaumgosi eins og
flestum virtist við fyrstu kynni
af honum. Þvert á móti var hann
alvörumaður.
— Ég vildi bar sýna þér með
þessu, að mér er meiri alvara en
þú ef til vill heldur, Carol. Ég
vil ekki þvinga sjálfum mér upp
á þig, en ég vil fá eitt tækifæri.
Veittu mér það, Carol! Ég má
ekki til þess hugsa, að þú fórnir
lífsgleði þinni og lokir þig inn-
an þessara fangelsismúra. Ég
fyllist af hatri og reiði, þegar ég
hugsa til þess, að þú skulir þurfa
að fara þarna inn í kvöld.
— En hvers vegna, Eric? Þetta
hús er hvort tveggja í senn
vinnustaður minn og heimili um
þessar mundir. Er nokkuð ein-
kennilegra að skilja við mig hér
en fyrir utan eitthvert hótel eða
íbúð í blokk?
Hann reyndi að hafa hemil á
rödd sinni, en það fór ekki á
milli mála, hversu bitur og gram-
ur hann var. Hvers vegna gat
hann ekki verið eins og hann
var í upphafi? Ég þarfnaðist
einmitt vinar eins og Erics.
Loksins hleypti ég i mig kjarki
og sagði:
— Mér er mjög annt um þig,
Eric. Ég vona, að við getum ver-
ið vinir. En ekkert meira.
— Það er nú alltaf nokkuð og
spor í áttina, sagði hann glað-
lega og var aftur orðinn eins og
hann átti að sér.
Við fórum út úr bílnum,
settumst stundarkorn á bekk og
gengum síðan að hliðinu. Hann
þrýsti á bjölluhnappinn. Ég gat
ekki komið í veg fyrir, að hann
héldi fast utan um mig. Eftir
nokkrar mínútur heyrðum við
bíl koma frá Bellwood og litlu
síðar opnaðist hliðið sjálfkrafa.
— Sesam, sesam, opnist þú,
sagði Eric glaðlega. — Eftir
fimm mínútur verður prinsess-
an mín orðin að öskubusku aftur.
Bílljósin færðust stöðugt nær,
unz bíllinn stanzaði við hliðið.
— Það er óþarfi að þú komir
út úr bílnum, Roberts, kallaði
ég.
Á sama andartaki sá ég, að
Roberts var ekki í bílnum held-
ur — Rees.
Hann minntist ekki einu orði
á Eric og ég var allan tímann að
hugsa um, hvort hann hefði ekki
séð, hvernig Eric hélt utan um
mig og hvort hann væri ekki
æfareiður og afbrýðisamur. Til
þess að reyna að koma í veg fyr-
ir hugsanlegar grunsemdir, sýndi
ég honum hug minn í verki í
ríkara mæli en nokkru sinni
fyrr. Ég lét höfuð mitt hvíla við
öxl hans. Mér hitnaði í framan.
Ég hlýt að hafa blóðroðnað.
— Ertu að fela þig, Carol?
spurði hann. — Þú ert eitthvað
svo skömmustuleg.
É'g leit beint framan í hann.
— Nei. Ég er bara svo glöð
yfir því að vera komin heim
aftur. Mér finnst vera heil eilífð
síðan ég fór.
— Ennþá lengur hefur tíminn
verið að líða hér hjá okkur. Þú
veizt ábyggilega ekki hvað þú
ert orðinn okkur mikils virði. Þú
ert sannarlega ómissandi hér í
húsinu. Þú ert sál þessa einmana-
lega húss okkar, ef hægt er að
komast þannig að orði, — hjarta
þess. ...
Við gengum inn í bókaher-
bergið. Þar stóðu drykkjarföng
á borði og notaleg tónlist hljóm-
aði um herbergið. Það var orð-
in föst venja hjá okkur að njóta
kvöldanna saman á þennan hátt.
Érr vildi ekki eiga neina fri-
helgi. Enda þótt ég vildi það og
mér bæri nokkur skylda til að
heimsækia Mindv og Elliott og
bÖT-nin beirra, en samt fannst
mér sú hugsun næstum óbæri-
leo að burfa að fara frá Bell-
wood. þótt ekki væri nema i
stuttan tima.
Þegar ég hvíldi i fangi Rees og
við buðum hvort öðru góða nótt,
fvrir utan dvrnar mínar á föstn-
dagskvöidið. átti ég mér þá ósk
48 VIKAN “•tbl-