Vikan


Vikan - 30.07.1970, Side 3

Vikan - 30.07.1970, Side 3
31. tölublaS - 30. júlí 1970 - 32. árgangur I ÞESSARI VIKU í þessu blaði birtir Vikan sérstaka sumarsögu, iétta og skemmtilega, og munu fleiri slikar fylgja á eftir. Þessi saga er eftir engan annan en sjálfan meistara smásagnanna, Guy de Maupassant. Hún heitir Marroca og fjallar um ástarævintýri höfundar í Afríku. „Hann er tákn þess sem koma skal i Ameríku. Sumir vilja líkja honum við John F. Kennedy. Hann hefur mikla persónutöfra til að bera, er víðsýnn og fær fólk til að hlusta á sig." Þannig hefst grein um blökkumanninn Carl B. Stokes, fyrsta þeldökka borgarstjórann í Bandaríkjunum. Hann stýrir stórborginni Cleveland í Ohio-fylki, og því er spáð að hann verði varaforsetaefni demókrata 1976. í júnímánuði síðastliðnum dvaldist hér á landi hárgreiðslumeistarinn Perry Wangsmo á vegum Hárgreiðslumeistarafélags íslands og fyrirtækisins Halldórs Jónssonar hf. Hann kom hingað til að kynna islenzkum hárgreiðslukonum helztu nýjungar í klippingu, litun og hárgreiðslu. I þessu blaði birtum við margar myndir af Perry Wangsmo, þar sem hann er að greiða þekktum islenzkum stúlkum frá Módelsamtökunum. Hin óvenjulega ferð Thor Heyerdahls yfir Atlantshafið þvert og endilangt á papirusbátnum Ra II, tókst giftusamlega og hefur vakið mikla athygli. Fylgzt var með ferðum bátsins stöðugt um allan heim og leiðangursmönnum fagnað, er þeir tóku land heilu og höldnu. í næsta blaði birtum við itarlega grein um Heyerdahl og hina sögulegu ferð hans. Við höldum áfram að birta palladóma um alþingismenn. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum er tekinn til meðferðar og Lúpus segir miskunnarlaust kost og löst á þeim. Ævinlega er beðið með mestri óþreyju eftir dómum um þá stjórnmálamenn, sem fremstir eru í sínum flokki og fyrirferðamestir í þjóð- málabaráttunni. Um einn slikan verður fjallað í næsta blaði: Gylfa Þ. Gislason, ráðherra og formann Alþýðuflokksins. Smásagan í næsta blaði er eftir Karen Brasen og nefnist „Gula slæðan". Hún segir frá ævintýri auðugs kaupsýslumanns og fátækrar stúlku. Þau hittast í járnbrautarlest og kynni þeirra verða stutt, en ærið söguleg. I NÆSTU VIKU FORSÍÐAN Tízkufræðingar segja, að skraut og útflúr i austurlenzkum stil muni setja svip sinn á klæðnað kvenfólksins i náinni framtíð. Þessi tízkumynd, sem kemur beint frá París, styður vissulega þá tilgátu. í FULLRI ALVORU RÉTTUR NEYTENDA Fyrir skemmstu birtist í dönsku vikublaði niður- staða rannsóknar, sem blaðið lét gera á öllum þeim tegundum þvottalagar sem er á markaði þar í landi. Það var býsna athyglisvert að lesa þessa skýrslu, sérstaklega þar sem hún leiddi í Ijós, að í sumum tegundunum reyndist vera allt að 90% vatn. Þetta leiddi hugann að hagsmunum neytenda og hversu nauðsynlegt er að þeir gæti réttar sins, m.a. með þvi að láta fara fram hlutlausar rannsóknir á gæðum ýmissa vörutegunda. Ef rétt er á málum haldið geta neytenda- samtök verið ótrúlega sterk og komið mörgu góðu til leiðar. Nægir i því sambandi að minnast á samtök neytenda í Bandarikjunum og hinn hugrakka og ötula forvígismann þeirra, Ralph Nader. Hann er orðinn næstum goðsagnakenndur krossfari í þrotlausri baráttu sinni fyrir málstað neytenda. Honum hefur tekizt að fá iðnjöfrana til þess að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir. Þrátt fyrir þungan róður hefur starf hans þegar borið þann árangur, að miklu meira tiliit er tekið til hagsmuna og álits 203 milljón neytenda í Bandarikjunum en áður var. Ralph Nader, sem er 36 ára gamall, hefur oft verið kallaður „friðsamur byltingarseggur". Hann beitir þeim einu vopnum, sem hverjum þegn nútimaþjóðfélags eru tiltæk, lögunum og al- menningsálitinu. Hann heldur þvi fram, að hann sé alls ekki andvígur kaupsýslumönnum og iðn- jöfrum, heldur sé hann aðeins „með fólkinu", eins og hann kemst að orði. í nýlegri grein, sem vikuritið Time birti um þennan skelegga mál- svara og baráttumann almennings segir m.a. svo: „í rauninni er Ralph Nader aðeins að kenna okkur um þegnskapinn í hinni elztu mynd hans. Hann er að vekja athygli á þvi, að einstaklingur- inn getur komið miklu til leiðar í frjálsu þjóðfé- lagi, jafnvel með því einu að bera fram kvartanir, sem byggjast á staðgóðum upplýsingum". Hér á landi er næstum með öllu ónumið land á þessu sviði. Þótt neytendasamtök hafi starfað hér um árabil, hefur verið furðu hljótt um starf- semi þeirra og árangurinn hlýtur að teljast næsta lítill. En það gefur auga leið, að hér engu siður en í öðrum löndum, er þörf á að vernda rétt neytendans; veita kaupsýslumönnum og framleið- endum nauðsynlegt aðhald frá hlutlausum sam- tökum, sem styðja kröfur sínar og kvartanir óyggjandi rökum. G.Gr VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Ól- afsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúst. 31 tbl- VIIvAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.