Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 4
Munnur á mismœli, en maður
leiðrétting orða sinna.
íslenzkur málsháttur.
Jane Fonda mótmælir
Stúdentar i Bandaríkjunum
mótmæltu harðlega stríðinu í
Vietnam og Kambódíu, eins og
kunnugt er af fréttum. Þau mót-
mæli urðu dýrkeypt, kostuðu
mannslíf, og aðgerðir lögreglunn-
ar verkuðu eins og olía á eld. Á
meðal ræðumanna við mótmæla-
aðgerðir við Columbíuháskóla í
Suður-Carólínu var leikkonan
unga og efnilega, Jane Fonda,
sem við sjáum á þessari mynd
brýna raustina kröftuglega.
☆
Tízkuklipping
fyrir Ijón
Linda, tuttugu og eins árs
gömul hárgreiðslustúlka, sem
vinnur á stofu rétt hjá Milton
Mowbray-dýragarðinum í Mið-
Englandi, fékk fyrir skömmu
þennan óvenjulega viðskiptavin
í heimsókn. Þetta er átta mánaða
gamalt karlljón og heitir Phar-
vah, og það þurfti að klippa og
snyrta á honum makkann fyrir
sumarið. Linda sagði á eftir að
aldrei hefði hún haft jafn þolin-
móðan viðskiptavin og Pharvah.
Þriðju dyr til vinstri
Maður nokkur leitaði eftir gist-
ingu á litlu sveitahóteli. Þetta
var síðla nætur og veitingamað-
urinn var argur yfir því að vera
vakinn. Hann sagði því með
þjósti: „Nr. 26 er laust. Farið
upp á aðra hæð og fylgið gang-
inum, unz komið er að súlunni.
Þá eru það þriðju dyr til hægri“.
— Maðurinn þreifaði fyrir sér
þolinmóður upp stigann, og síð-
an hélt hann inn ganginn, unz
hann rak sig harkalega á súluna
og gaf frá sér öskur. „Gott“,
hrópaði veitingamaðurinn að
neðan. „Nú eru það þriðju dyr
til hægri“.
Abdallah dró stoltur hring á
fingur sinnar fjögurra ára gömlu
brúðar, og œttfólkið óskaði þeim
langlífis og margra barna ...
Heimsins yngstu
Rómeó og Júlía
Yngsti Romeó í heimi bæði
fyrr og síðar mundi vera Abdall-
ah Ahmed E1 Sal, ellefu ára að-
eins og til heimilis í Beirút í
Líbanon. Þessi ungi sveinn felldi
glóandi ástarhug til frænku sinn-
ar fjögurra ára gamallar, og heit-
ir sú Imane Farid Chemaly. Vildi
hann þegar fá þessa ungu dömu
Baritónsöngvarinn Sherill Miln-
es í hlutverki Macbeths, en í því
náði liann hylli Vínarbúanna.
STUTT
OG
LAG-
GOTT
Þá fyrst finnur drengurinn,
að hann er orðinn maður,
þegar hann tekur eftir því,
að stúlka hefur veitt því
athygli, að hann er að
gefa henni gaum í laumi.
fyrir konu og snerist við önd-
verður er reynt var að fá hann
ofan af þeirri fyrirætlan.
Fjölskyldan vissi ekki sitt
rjúkandi ráð og sendi Abdallah í
dvöl í aðra borg, í von um að
þetta ryki úr honum. En hann lét
sig hvergi. „Ég gleymi Imane al-
drei,“ sór hann. Hann fékk móð-
ur sína um síðir til að lofa því að
vera stöðugt góð við Imane, er
þau síðar hefðu gengið í hjóna-
band. Þegar hann sá stúlkuna
næst, tók hann hönd hennar í
sína og sór í heyranda hljóði við
Alla að eiga hana eða enga ella.
Fjölskylda hans var samt ekki
að baki dottin og reyndi jafnvel
að leiða hug Abdallah frá Imane
með því að fá aðrar stúlkur til
að reyna að fleka hann, en hann
lét sem hann sæi þær ekki. Þá
gafst fjölskyldan upp og Abdall-
ah og Imane trúlofuðust opinber-
lega.
Svo var trúlofunarveizla hald-
in, ungu hjónaleysin settu upp
hringa og skiptust á loforðum um
eilífa ást. Eftir öllu að dæma
bíður þeirra Abdallah og Imane
því langt og farsælt hjónaband
— nú er fyrir löngu úr tízku að
deyja úr ást, eins og Rómeó og
Júlía létu sig hafa á sínum tíma.
Ný stjarna
á óperuhimni Vínar
Hann kom, söng og sigraði. Það
á við um hinn unga bandaríska
barítón Sherill Milnes, er hann
kom í fyrsta sinn fram í Vínar-
óperunni. Þar söng hann Mac-
beth í samnefndri óperu Verdis.
Hljómsveitarstjóri við þetta
tækifæri var Karl Böhm, sem
heldur sérstaklega upp á þessa
óperu. Christa Ludwig söng með
fegurstu messósópranrödd hlut-
verk Lady Macbeth.
Krítikin sagði meðal annars:
„Hann hefur sórfallega lýrisk-
dramatíska barítónrödd, söng-
tæknin er alveg makalaus og
hann leikur af mikilli greind og
innlifun.“
Þetta hafði prófessor Karl
Böhm fundist, er hann var í New
York í marz í fyrra og hlustaði
og horfði á þennan myndarlega
söngvara í Metropolitan. Þar
söng Milnes hlutverk Luna greifa
í Trúbadúrnum. Þá réð Böhm
hann til Vínar.
Sherrill Milnes er bóndasonur
frá Iowa. Hann lærði í bernsku
á fiðlu og píanó og fór að læra
söng á tólfta aldursári. Hann
hafði um skeið hugsað sér að
verða læknir, en hætti við það til
alirar hamingju fyrir óperuheim-
inn. t Teatro Nuova í Mílanó söng
hann í Rakaranum í Sevilla og í
Lundúnum fór hann með hlut-
verk Barnaba í La Giaconda. Þar
vakti hann engu minni hrifningu
en í Vín, en í þeirri höfuðborg
söngsins hefur hann hugsað sér
að starfa um ófyrirsjáanlega
framtíð.
4 VIKAN
31. tbl.