Vikan - 30.07.1970, Side 8
á
XTAJ.V4 REYMI i
Sól í draumi
Kæri þáttur!
Það má með sanni kalla það
kaldhæðni örlaganna, en stað-
reynd er það samt, að núna upp
á síðkastið, í þessu líka þokka-
lega sumarveðri, sem við höfum
haft, eilífum kulda, — hefur mig
ekki dreymt annað en sól og
blíðu. Ég nenni ekki að rekja
þér þessa drauma mína, enda
eru þeir hver öðrum líkir og
sumir fáránlegir. En mig langar
til að biðja þig að segja mér,
hvað sól í draumi táknar yfir-
leitt.
Með beztu kveðju.
Kulvís.
í ágætri draumráðningabók seg-
ir svo um sólina: „Dreymi mann
sól renna upp eða skína á heið-
um himni og finni yl og vellíð-
an af skini hennar, er það fyrir
ást, auði og virðingu, glæsilegri
framtíð. Og finnist manni sólin
Ijóma upp híbýli manns, er það
honum fyrir ábata, heiðri og
láni. Hnígandi sól boðar tap og
slæmar fréttir. En sjái maður
sólina ganga undir, hverfa af
lofti eða sortna, er það fyrir
manndauða og einhverjum mjög
slæmum fréttum. Blóðrauð sól
er fyrir manndauða. Margar sól-
ir lágt á lofti eru fyrir dauða
jafn margra manna og sólimar
eru í draumnum. Það boðar far-
sóttir að sjá sól í skýi eða móðu.
Að sjá sól hrapa er fyrir dauða
stórmennis. Myrkvuð sól er fyr-
ir dauða ættingja eða ástvinar."
Skrifað á hendur
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi um daginn. að ég
hefði farið í bíó með mömmu,
pabba og bróður mínum og vin-
kona mín var einnig með. í hlé-
inu fórum við, ég og vinkona
mín, út úr bíóinu og gengum að
strætisvagnaskýlinu, sem stend-
ur við Rauðarárstíg.
Inni í skýlinu voru nokkrir
strákar, þar á meðal hljómsveit-
armaður, sem við vinkona mín
könnumst báðar við. í draumin-
um fannst mér ég vera mjög
hrifin af honum. Við reyndum
að troðast til hans, því að hópur
af stelpum hafði myndast utan
um hann. Ég finn penna i vasa
mínum og við biðjum hann að
skrifa nafnið sitt á hendurnar á
okkur. Á höndina á mér teikn-
ar hann eitthvað og skrifar síð-
an fyrsta stafinn í nafninu sínu
á miðja teikninguna. Hann hafði
gert þetta með rauðu bleki. Þeg-
ar hann hafði lokið við að skrifa
á hendurnar á okkur, þá kysst-
um við hann fyrir. Síðan sezt ég
við hliðina á honum og ég fer
að láta vel að honum. Hverfa þá
allir og við erum tvö ein eftir.
Hann vill ekki vera lengur í
skýlinu, svo að við förum eitt-
hvað, ég man ekki hvert. Ég var
fús til að fylgja honum, því að
ég var mjög hrifin af honum.
Ég held, að honum hafi verið
eins innanbrjósts og mér. Mig
hefur áður dreymt þennan sama
strák, og vorum við þá saman
og mjög hamingjusöm.
Þegar ég ætlaði að fara heim,
vildi hann borga mér fyrir, ef
ég vildi vera lengur hjá honum.
Það var eins og hann væri
hræddur um að missa mig. Ég
var lengur hjá honum, en man
ekki hvort ég tók við peningun-
um.
Með fyrirfram þökk,
Stína.
PS. Hvernig er skriftin?
Það er víst draumur allra ungra
stúlkna að krækja sér í strák,
sem er í hljómsveit. Að nokkru
leyti er því hér um óskadraum
að ræða. En sú ósk rætist ekki,
enda er þessi ásókn í hljómsveit-
arstrákana bundin ákveðnu ald-
ursskeiði. Hins vegar boðar
draumurinn ástarævintýri, sem
gerist núna alveg á næstunni.
Þið verðið lukkuleg í bezta máta,
að minnsta kosti um tíma, en
tortryggni frá hans hálfu mun
há sambandi ykkar nokkuð.
Skriftin mætti vera betri.
Grá og guggin -
meS sólskinsbros
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi einkennilegan
draum í fyrrinótt. Hann er í
stuttu máli á þessa leið:
Mér fannst ég sjá andlitið á
sjálfri mér. Ég var eitt sólskins-
bros, en hins vegar ósköp grá
og guggin. En það einkennileg-
asta var, að ég var orðin rauð-
hærð, með rauðar augabrúnir og
rauð augnhár, en í verunni er
ég skolhærð með dökkar auga-
brúnir og augnhár.
Ég vona, að þið getið ráðið
fram úr þessum draumi mínum,
þótt hann sé hvorki langur né
merkilegur.
Vertu blessaður og sæll, og ég
bið að heilsa Póstinum.
Björg.
Þessi stutti draumur táknar
breytingu á högum þínum, sem
hefur í för með sér mikið erfiði,
en veitir þér engu að síður gleði.
Þessi brevting verður ekki á
sviði ástamálanna, heldur lík-
lega í sambandi við nám og
skóla eða atvinnu. Kveðjan til
Póstsins er þegar komin til skila.
í UMSJÖN
ÖLAFS
BRYNJÖLFSSONAR
Fyrir skömmu gekkst enska
íþróttablaðið „World Sports“fyr-
ir skoðanakönnun meðal áttatíu
knattspyrnufréttamanna frá þrjá
tíu og fimm löndum, um hvern-
ig þeir myndu velja „Drauma-
lið“, sem skipað yrði leikmönn-
um er leikið hafa knattspyrnu
einhverntíma á síðastliðnum
tuttugu árum.
Mikill áhugi var fyrir þessari
könnun um allan heim, og hef-
ur nú verið séð svo um að úr-
slit hennar muni ekki falla í
gleymsku, því komin eru út frí-
merki, með mynd hvers hinna
ellefu kappa á, er valdir voru
í liðið. Það er ríkisstjórn Nicara-
gua sem gefur þau út og mun
trúlega hagnast vel á fyrirtæk-
inu.
Fréttamennirnir voru beðnir að
láta hugann reika aftur í tím-
ann um tuttugu ára tímabil, eða
allt til ársins 1950, er heims-
meistarakeppnin var endurvak-
in eftir síðari heimsstyrjöldina.
Skyldu þeir velja einn leikmann
LEV YASHIN. Hann hefur leikið í
Iandsliði Rússa i rúmlega 70 skipti,
m.a. í fjðrum heimsmeistarakeppnum.
Hefur verið aðalmarkvörður Dynamo
Moskva síðan árið 1949 er hann lék
sinn fyrsta leik, þá tuttugu ára gamall.
í hverja stöðu, en ekki máttu
þeir velja neinn samlanda sinn
í liðið.
Eftir að atkvæðin höfðu ver-
ið talin, kom í ljós að liðið var
þannig skipað: Markvörður: Lev
Yashin, Rússlandi (69 atkvæði);
hægri bakvörður: Djalma Sant-
os, Brasilíu (57 atkvæði); vinstri
bakvörður: Giacinto Facchetti,
Ítalíu (38 atkvæði); hægri fram-
vörður: Josef Bozsik, Ungverja-
landi (45 atkvæði); miðvörður:
Billy Wright, Englandi (38 at-
kvæði); vinstri framvörður:
Franz Beckenbauer, V-Þýzka-
landi (44 atkvæði); hægri út-
herji: Stanley Matthews, Eng-
landi (40 atkvæði); hægri inn-
BOBBY CHARLTON. Leikreyndasti
leikmaður enska landsliðsins með 105
landsleiki að baki, í þessum leikjum
liefur honum tekizt að gera 48 mörk
og er hann „markakóngur“ liðsins.
herji: Pele, Brasilíu (76 at-
kvæði); miðframherji: Alfredo
Di Stefano, Argentínu (68 at-
kvæði); vinstri innherji: Ferenc
Puskas, Ungverjalandi (44 at-
kvæði); vinstri útherji: Bobby
Charlton, Englandi (37 atkvæði).
Þó liðinu sé hér stillt upp eft-
ir hinni sígildu uppstillingu
1-2-3-5 aðferð, er óhætt að full-
yrða að hægt yrði að láta þetta
lið leika eftir 4-2-4, 4-3-3 eða
hvaða leikaðferð annarri sem er,
ALFItEDO DI STEFANO. Fæddur f
Argentínu og byrjaði að leika þar sem
atvinnumaður aðeins fjórtán ára gam-
all. Fór síðan til Columbíu og fimm
árum síðar gerðist hann leikmaður hjá
Real Madrid á Spáni og var hjá því
félagi í tólf ár.
eins og flestir þessara leikmanna
hafa gert á keppnisferli sínum.
Og hvílíkt draumalið er þetta
S VIKAN
31. tbl.