Vikan - 30.07.1970, Page 23
Enn einu sinni heyrðist El-
myr hrópað í hanastélsveizl-
um og enn einu sinni sást ar-
istókratísk hliðarmynd hans
beygjast er varir hans snurtu
gimsteinum skreyttar hendur
útlægra konungsdætra.
Hvaða máli skipti þá þótt
mánaðarlaunin frá Fernand
væru heldur lág. Hann fékk
nú aftur næði til að mála ó-
fölsuð verk og þénaði auka-
pening á þeim.
Eftir árangursríka ferð til
Japans keypti Fernand sér
hús við Avenue Henri-Martin
í París; hafði það hús áður
verið í eigu Hassans konungs
í Marokkó. Kaupverð kofans
var eitthvað á fjórða tug
krónumilljóna, og auk þess lét
Fernand innrétta hann upp á
nýtt fyrir næstum tuttugu
milljónir. Þrjú baðherbergi
voru í húsinu og kranarnir í
])eim allir úr gulli. Venjulega
sáust fjórar lúxuskerrur fram-
anvið hliðið og heyrði til tíð-
inda ef þeim var parkerað rétt.
Þar var rauði kádiljákurinn
hans Fernands, Alfa Romeo
Réals og oftast einar tvær
Corvettes til reiðu fyrir hina
og þessa unga gesti þeirra fé-
laga, sem allir voru karlkvns.
Sumarið 1965 kvaddi EI-
myr allt í einu dyra á lúxus-
villu sölustjóra síns. Honum
brá illilega. Allir veggir voru
þaktir rauðu brókaði eða
rauðu flaueli sem spennt var
innan í forgvllta rarnrna. Loft-
in í herbergjunum voru lögð
gulli og meðal húsgagnanna
var tröllaukið ítalskt marm-
aramatborð. Og í þessum yfir-
hlöðnu herbergjum héngu
listaverk Elmyrs, og fór lield-
Hvernig gat Elmyr de Hory orðið slíkur snilldarfalsari? Var það svona
auðvelt að plata sérfræðinga listaheimsins? En ástæðan til þess að
Elmyr tókst að koma þúsundum falsaðra málverka í listasöfn og sýn-
ingarsali Evrópu og Ameríku var einfaldlega sú að hann var enginn
fúskari. Hann var snillingur — á sinn hátt.
FRAMHALDSFRÁSÖGN UM LISTAVERKAFALSARA ALDARINNAR
ÞRIÐJA OG SÍÐASTA GREIN
ur lítið fvrir þeim innan um
allt gullið og litadýrðina. _
Hann reyndi að leiða Fern-
and fyrir sjónir að listsalar
sem kynnu sitt verk legðu
áherzlu á að umhverfið yfir-
gnæfði ekki listaverkin. ,,Það
levnir sér svo sem ekki að þú
ert nýríkur,“ andvarpaði El-
myr.
„Það eru viðskiptamenn
mínir lika,“ svaraði Fernand,
sem hafði mikið gaman af
ógeðssvipnum á Elmyr. En
hann flýtti sér bó að ná nokkr-
um hundrað dollara seðlum
upp úr vösunum og stinga að
Elmyr, svo að hann færi sem
fyrst.
„Þeir kærðu sig ekki um að
ég væri lengi í París, og seinna
frétti ég hversvegna,“ sagði
Elmyr síðar. „Þeir vildu ekki
að ég sæi nýja bílinn hans Ré-
als, rjómalitaðan, sérhannað-
an Alfa Romeo, klæddan inn-
an með rauðu skinni. Eg
frétti síðar að hann hefði kost-
að átta þúsund dollara, og að
sjálfur hefði Fernand þá ver-
ið nýbúinn að kaupa sér lúx-
uskerru og auk þess minka-
pels á móður sína, þá bölvaða
kerlingarhrotu!“
Eftir þessa snöggu heim-
sókn gái'u þeir félagar Elmyr
nýjan Mustang. En launa-
hækkun fékk hann ekki.
„Við vorum tilneyddir að
halda honum fátækum,“ sagði
Réal síðar. „Annars hefði
hann gefizt upp. Hann þurfti
eitthvað til að reka á eftir sér.
Jafnskjótt og hann hafði eign-
ast eitthvað af peningum gat
hann ekki skilið að hann
þyrfti að vinna. Svo að í stað-
inn fyrir að moka í hann pen-
ingum ákváðum við að senda
honum gjafir á borð við hand-
sjónvarpstæki, eða rauðan
sportbíl. Hann gladdist alltaf
við slíkar gjafir. Hann var
eins og barn.“
Ein gjöfin var La Falaise,
stórfenglegt herrasetur með
útsýn yfir Miðjarðarhafið og
sundlaug í trjágarðinum.
Auðvitað réði Fernand allri
tilhöguninni.
„Þú átt að hafa stórt svefn-
herbergi og aðliggjandi vinnu-
stofu,“ sagði liann. „Þetta á
að vera þannig að fólk geti
kíkt inn þegar því dettur í
hug. Og svo áttu að hafa
fallegan trjágarð og útigrill.
Og hversvegna ekki dálitla
álmu út úr, ef við skyldum
líta við og ekki vilja búa á
hóteli. Sú álma á öll að inn-
réttast í rauðu, því að það er
uppáhaldslitur minn. Hafðu
engar áhyggjur af kostnaðin-
um!“
„Já, en mér líst ekki á
þetta,“ sagði Elmyr. „Eg
kemst ekki einu sinni eins og
er af með það sem ég fæ.“
„En það erum við, sem tök-
um á okkur alla áhættuna,“
áminnti telagi hans hann.
Og Elmyi' gafst upp fvrir
förtölum Fernands, alveg eins
og hann hafði gert fyrir þrem-
ur árum, er þeir gerðu við-
Framhald á bls. 39.
Elmyr de Hory í villunni á Ibiza, þar sem listmálarar, rithöfundar og prinsar voru daglegir gestir.
31. tbi. VIKAN 23