Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 24
r
V
Engin sýn í veröldinni gat
verið dásamlegri: Nakin
stúlka í vatni, sem
var gagnsætt eins og gler,
og umvafin þessu undarlega
sólarljósi. Hún var
sannarlega falleg, vöxturinn
eins og á myndastyttu ...
Þú lief'ur beðið mig, kæri vinur, að
segja þér frá áhrifum mínum og æv-
intýrum og umfram allt reynslu minni
í ástarmálum á þessu afríkanska
svæði, sem mig liefur svo lengi fýst
að lcynnast. Þú byrjar bréf þitt á því
að minnast á svörtu elskurnar mínar
og segist vera við því búinn, að ég
komi heim með stóra íbenholtslitaða
dömu, sem hafi gulan dúk sveipaðan
um höfuð sér og spóki sig í hvítum
klæðum.
Nújæja, röðin kemur að blökku-
stúlkunum, því að ef ég á að vera
hreinskilinn, þá hef ég liitt nokkrar,
sem vissulega hafa kveikt hjá mér
löngun. Atvikin höguðu því þannig,
að fyrstu reynslu mína í þessum efn-
um öðlaðist ég við mjög óvenjulegar
aðstæður.
í síðasta bréfi þínu skrifaðir þú:
„Þegar ég veit, hvernig menn elska í
einhverju landi, þá þekki ég sjálft
landið svo vel, að ég mundi treysta
mér til að lýsa því, enda þótt ég hefði
aldrei séð það“. Nújæja, ég get full-
vissað þig um, að í þessu landi elska
menn aldeilis ferlega. Allt frá fyrsta
degi finnst manni eins og maður sé
orðinn fórnarlamb skjálfandi þrár,
einhvers konar spennings. Maður
verður óstyrkur frá toppi til táar og
allt stafar þetta af því, að ástarþrá
manns hefur verið vakin upp eins og
írekast er unnt, Þetta getur byrjað
óskcip sakleysislega með einum litlum
kossi á hönd stúlku, en fyrr en varir
er maður gagntekinn ólýsanlegri
girnd.
Við skulum reyna að skilja hvorn
annan rétt. Ég veit ekki, hvort það,
sem þú kallar ást milli tveggja hjartna,
tveggja saklausra sálna, þetta, sem
öllum finnst væmið nema viðkomandi
aðilum, það sem stundum er kallað
platónsk ást, — ég veit ekki hvort
það getnr gerzt undir þessum bláa
24 VIKAN 31-tbl-