Vikan - 30.07.1970, Qupperneq 44
BYSSUSKOT MYRKR
Það er hægt að lata
hann fá í hendur
blað og blýant, lýsa
fyrir honum
glæpamanni, - og
hann teiknar eins
nákvæma mynd
af honum og Ijós-
myndavél hefði
verið að verki....
Skyndilega birtist
þéttholda andlit með
svarta yfirskeggsrönd
fram undan trjá-
runna, í aðeins tuttugu
metra fjarlægð frá
lögreglumönnunum...
44 VIKAN 31-tbl-
Andlit Georges Arevalo var
þeirrar tegundar, að auðvelt
hefði verið fyrir lögregluteiknar-
ann Ector Garcia í Los Angeles
að teikna það, og Garcia myndi
einnig hafa haft sanna ánægju af
því. En morguninn sem George
leit í spegilinn og snyrti skegg
sitt, grunaði hvorki hann né
nokkurn annan, að hann yrði sá
næsti, sem teiknarinn ætti eftir
að miða á — ekki blýanti, held-
ur byssu....
Þennan morgun, þ. 5. marz, leit
George í spegilinn og dáðist að
dökku skeggröndinni á efri vör
sér. Síðan hellti hann hárfeiti í
lófa sér og bar í þétt og hrokk-
ið hárið. Að svo búnu makaði
hann rakkremi á dökka skegg-
rótina á vöngunum.
í kvöld gæti svo farið, að hann
.fengi konuna sína til að snúa
aftur heim. Ellegar hann færi til
fundar við Mary — eða ein-
hverja aðra. Hann var bara viss
um, að allavega myndi sér ganga
vel. Augu hans ljómuðu af eftir-
væntingu og tilhlökkun, er hann
leit þau í speglinum. En hann
var eilítið óstyrkur. Hann komst
að raun um, að hann þyrfti ör-
litla hressingu. Örlítinn sopa til
að styrkja taugarnar, því að
hann var í senn undarlega óör-
uggur og viss . . . eins og hann
hefði grun um, að kvöld þessa
dags gæti alveg eins skilið við
hann dauðan. Hann bar á sig enn
meira rakkrem, og hann sveið í
hörundið. Hann dreypti á vín-
flöskunni, og það fór hlýr
straumur um hann allan. Hon-
um fannst hann vera fær í flest-
an sjó: rómantík, einvígi, hvað
sem var. Hann belgdi út brjóst-
kassann - - og dáðist að spegil-
mynd sinni.
Óneitanlega var hann allra
myndarlegasti maður; það fannst
honum sjálfum. Hann gældi við
þessa vitneskju, upp aftur og aft-
ur: að hann væri myndarlegur
karlmaður, sem sérhver kona
hlyti að láta hrífast af.
En það var þetta með konur:
þær gátu verið svo anzi þrjózk-
ar og illviðráðanlegar....
Á morgun átti hann að mæta
fyrir rétti, sökum þess hann
hafði ráðizt gegn konu sinni, sem
var óformlega skilin við hann;
sömuleiðis gamlan frænda henn-
, ar og reyndar fleiri ættingja.
Að rakstrinum loknum vætti
hann varir sínar með tungunni.
Hann fann fyrir saltbragði, sam-
blandi af rakspritti og svita; það
blandaðist vínbragðinu í munni
hans. Ekki sem verst bragð, þrátt
fyrir allt.
En áður en miðnætti kæmi,
atti George Arevalo eftir að
finna annað bragð: hið beiska
bragð af sínu eigin blóði....
Sólin var hnigin bak við öldur
Kyrrahafsins. Ljósin í Los Ang-
eles tindruðu eins og milljónir-
maurilda. Klukkan var orðin
átta að kvöldi, þ. 5. marz, er Are-
valo gekk inn í veitingahús ung-
frú Mary Loera. Dökk augu hans
skutu gneistum, og glottið um
munn hans var svo stirðnað, að
það líktist þjáningargrettu.
Göngulag hans var rólegt og var-
færið, eins og hann þarfnaðist
ýtrustu gætni við að bera það
magn af víni, sem hann hafði
þegar i sig látið.
„Komdu með mér, Mary,“
sagði hann. ,,Þú kemur með mér,
og ég skal sannfæra þig um,
hversu konunglega maður getur
skemmt sér “
„Setztu og jafnaðu þig,“ svar-
aði hún. ,,Þú hefur fengið einum
of mikið."
„Eg er ekki drukkinn. Eg veit
vel hvað ég vil. Þú ert vinstúlka
mín, og ég er orðinn dauðleiður
á að búa á K.F.U.M...... Það er
enginn staður til að skemmta sér
á.“
Allt voru þetta hin mestu
ósannindi. Þessi stúlka var ekki
hans, og hún vissi nógu mikið
til að gera sér ljóst. að hana lang-
aði ekki hið minnsta til að verða
stúlkan hans. Hins vegar var
K.F.U.M. ágætur staður fyrir
hann, og þar hefði hann átt að
halda sig þessa stundina, en ekki
hér. En hún svaraði ekki öðru
en þessu: „ílg er engin vinstúlka
þín!“
2.
Hann rétti út höndina til að
grípa hana, en hún skaut sér
undan. Fastagestur veitingastof-
unnar, Carlos Carranza, 41 árs
gamall, fylgdist með þessum við-
skiptum; dökk augu hans urðu
kvik, er hann leit ýmist á stúlk-
una eða manninn. En Carlos
hafði síður en svo gaman af
svona uppsteyt. Hann skorti með
öllu þann skapofsa og þá at-
hafnalöngun, sem þessa stundina
brann í blóði George Arevalos.
Carlos var ekki á snöpum eftir
vandræðum, — en hann var
heldur ekki sá maður, að hann
sæti aðgerðarlaus hjá, þegar
stúlka var móðguð í viðurvist
hans. Hann rétti sig örlítið upp
í sæti sínu. þegar Mary vísaði
Arevalo á dyr.
„Þú ert drukkinn, maður. —
Hafðu þig út héðan úr minni
veitingastofu. Þú ferð — ellegar
éa hringi á lögregluna."
Eyru George Arevalos urðu
rauð sem tómatar, en dökkir
vangamir öskugráir af reiði.
„Ég skal fara. En — ég kem
aftur,“ tautaði hann. Hann ein-
blíndi á hana andartak, gretti
sig, og reikaði síðan hvatlega út.
Ungfrú Lorea yppti öxlum og
skellti í góm. Það var leitt, að
George skyldi ekki kunna að
stilla vínnautn sinni í hóf. Kann-
ske hafði hann áhyggjur af þvi,
að innan skamms þurfti hann að
mæta fyrir rétti, sökum þess að
hann hafði ráðizt á fyrrverandi
konu sína, gamlan frænda henn-
ar og tvö frændsystkini (annað
þeirra 14 ára gamalt barn) í
febrúar síðastliðnum. Bezt væri,
ef hann hefði nú vit á að fara
heim á K.F.U.M. og hugleiddi
þetta í bólinu, þangað til hann
gæti sofnað út frá því. Og satt
að segja var langlíklegast, að
hann gerði einmitt það.
Hún afgreiddi viðskiptavini
sína, þurrkaði af höndum sér á
svuntunni, en varð litið fram, er
hún heyrði dyrnar opnaðar....
George Arevalo var kominn
aftur.
Hann gekk óstyrkum skrefum
innar eftir gólfinu. „Ég sagði þér
að fara út úr mínu veitingahúsi,“
sagði hún.
Þá fór hann niður í vasa sinn
og dró upp skammbyssu.
Rödd hans var lág og ógnandi,
en hún heyrði vel, hvað hann
sagði:
„Þetta er byssan, sem ég ætla
að kála þér með!“
Viðskiptavinirnir fylgdust
mætavel með því sem fram fór.
Andartak virtist Mary stirðna.
En skyndilega beygði hún sig
niður, þar sem hún stóð fyrir
innan afgreiðsluborðið. En — á
þeirri sömu stundu hafði gest-
urinn hleypt af byssunni. Á eft-
ir varð dauðahljóð í veitingasaln-
um.
3.
Á bak við afgreiðsluborðið lá
Mary, hálfmeðvitundarlaus, og
henni fannst sem hjartað vagri
hætt að slá. Það var engu Hkara
en blóðrásin næmi staðar, andar-
taksstund, áður en vætla tók úr
skotsárinu á vinstri handiegg
og út á millum fingra hægri
handarinnar, sem hún hafði
ósjálfrátt gripið um sárið.
Nú var Carlos Carranza öllum
lokið. Hann skrapp til eins og
slanga, reiðubúinn að grípa byss-
una af manninum.
George Arevalo var drukkinn
og óstöðugur, en æsingurinn olli
því, að hann hélt fast um vopn-
ið, og hafði fingurinn á gikkn-
um. Þegar Carlos reyndi að ná