Vikan


Vikan - 17.09.1970, Qupperneq 9

Vikan - 17.09.1970, Qupperneq 9
 smnmw / j Fræg og vinsæl söngkona frönsk, Mireille Mathieu, sem þekkt er undir gælunafninu Parísarnæturgalinn, heimsótti íran nýlega, dvaldi þar í tvo daga og hélt söngskemmtanir viS mikið hrós og lófaklapp Persanna. Ljón munu nú útdauð í íran, og það hefur kannski verið þess vegna að Mireille tók með sér sex mánaða gamlan Ijónshvolp og færði keisarahjónunum að gjöf. Fara keisaradrottning, Resa krónprins og Faranas prinsessa voru ákaflega hrifin af þessu nýja húsdýri, eins og sjá má á myndinni til vinstri. Að sjálfsögðu var söngkonunni í staðinn boðið heim til keisarahjónanna, og sést hún með þeim á myndinni að neðan. Þótt einhverjum kunni að finnast afsprengi konungs dýranna nokkuð stórfenglegt kjöltudýr, þá er Mireille Mathieu greinilega hvergi smeyk. Og er hægt að hugsa sér mátulegra húsdýr fyrir keisarafjölskyldu? í Teheran hélt Parísarnætur- galinn tvær söngskemmtan- ir til styrktar nýju barna- heimili í borg- inni. Hún skipti um skrúða fyrir hvern söng, til vinstri er hún í skó- síðum skraut- búningi persneskum, til hægri búin eins og Parísar- róni (Clochard). Meðal áheyr- enda voru móðir Föru keisara- drottningar og Faranas prinsessa

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.