Vikan


Vikan - 17.09.1970, Qupperneq 16

Vikan - 17.09.1970, Qupperneq 16
SMÁSAGA EFTIR INGIBJÖRGU JÖNSDÖTTUR Þetta er sorgarsaga. Sagan um mig. Allar sögur um mig hljóta að vera sorgarsögur — þær gætu ekki orðið annað. Ég flý erfiðleikana. íSg get ekki horfzt í augu við þá, svo ég legg á flótta. Flóttaleiðirnar eru óendanlega margar. Svefntöflur eru ein þeirra, áfengið önnur. Sjórinn eða bílaumferðin. Jafnvel rakvélarblaðið. Oftast nær flý ég samt inn í hugarheim minn, þar sem allt er eins og það á að vera — að því er mér finnst. Ekki öðrum. Það er að segja, með öðrum, á ég við þá, sem neyðast til að búa með mér. Eg get ekki tekið veruleikann eins og hann er, og því skyldi ég gera það, meðan ég get flúið til jólalandsins, þar sem stjörnurn- ar hanga á trjánum og allir elska alla? Eg hef margsinnis reynt að að- vara sjálfa mig, en það er til einskis. Núna síðustu dagana hef ég sagt sjálfri mér, að Jón Jóns- son væri stórhættulegur. Það undarlega er, að ég hugsa aldrei neitt um þessar aðvaran- ir. Eða eigum við heldur að segja, að ég hirði ekki um þær? Ein flóttatilraunin enn. Jón Jónsson er yndislegur maður. Hann er vingjarnlegur, gáfaður, fallegur, skemmtilegur og að öllu leyti traustur maður. En hann er kvæntur. Hann er kvæntur mér. Er það ekki hræðilegt fyrir hann Jón Jónsson? Það er alls ekki hans sök. Þetta er allt mér að kenna. Ég plataði hann einhvern veginn til að gift- ast mér og síðan hefur hann al- drei litið glaðan dag. Vitanlega bjóst ég við því í upphafi, að ég myndi alltaf hafa íbúðina hreina, matinn á borð- inu, sokkana stoppaða, skyrturn- ar í skápunum og allt lífið í föstum skorðum. Börnin áttu að vera litlir englar, sem brostu hrein og fín til pabba síns á kvöldin, og ég var fallegasta konan í heiminum með stjörnur í augunum og blóm í hárinu, alltaf þegar hann leit á. mig. Þarna sjáið þið enn eitt dæmi þess, hvernig ég flý til jólalands- ins og trúi því, að hugarheimur- inn sé sannur. Vitið þið, hvers vegna hann er það ekki? Það er af því að lögtaksmenn koma á laugardagsmorgnum. Og laugardagsmorgnar eru öðruvísi en aðrir morgnar. Þá skín sólin bjartar, kuldinn er heitari, sykurinn saltari og kan- ellinn líkist engifer. Á laugardagsmorgnum getur allt gerzt. Þá koma lögtaksmennirnir. Á hverjum laugardagsmorgni vef ég sloppnum fastar utan um náttkjólinn, og inni í náttkjóln- um er ég. Eg sezt við stóra borð- ið og reyni að flýja aftur, svona eins og ég er vön, og inni í mér öskrar hryllingurinn, sem vill flýja ókvæðisorð og segir mér að fara út. Ég á ekki að vera heima á laugardagsmorgnum, þá koma lögtaksmennirnir eins og þið vitið svo vel. Ég ímynda mér stundum, að gluggarnir segi öllum frá hryll- ingnum, sem lifir innra með mér. Með gluggunum á ég vitanlega við augun á mér. Eiga þau ekki að vera speglar sólarinnar? Og er ekki spegill eins konar gluggi, sem hægt er að opna og loka? Eða er það einn hugarheimurinn enn? Ef maður reyndi að myrða konu eða kona reyndi að kála manni, myndu veinin vekja alla til umhugsunar og þeir myndu hringja í lögregluna og prestinn og lækninn og sjúkrabílinn og allt þetta sem alltaf er hringt í til einskis. Veinin og öskrin, ókvæðisorðin, hræðslan og ótt- inn myndu vekja alla til um- hugsunar um viðbjóðinn, sem fram færi þarna fyrir innan gluggana, og góðborgararnir myndu vakna. Af hverju vaknar aldrei neinn, þegar ég er að myrða mig? Eða eigum við heldur að nota orðið kála? Það minnir á svo margt skemmtilegt, skal ég segja ykk- ur. Á kjöt í káli, á kál í garði, á kálf sem er nýsloppinn út á vor- in og kann sér engin læti. Á litl- ar lappir sem kunna ekki að ganga. Á fyrstu sporin. Á langa limi. Á álappahátt. Á hlaup og flótta. Á kálhöfuð. Á mig. Ég elska orðið að kála. Sögnina réttara sagt. Ég er stundum hrædd við mig, þegar ég lít í spegil. Augun í mér — gluggarnir eru svo harð- ir. Alveg eins og tinna. Ég er mjúk og meir inni í mér. Svaka- voðagahræðihryllilega mjúk. En gluggarnir líkjast tinnu. Og þó ekki. Tinna er svört. Gluggarn- ir eru grænir. Kannski minna þeir meira á gler. Ég fann gler í fjörunni, þegar ég var lítil, og það var grænt eins og gluggarn- ir, sem ég sé í speglinum. Grænt og glært með engu að baki. Grænt og glært sagði engum neitt. Grænt og glært og vissi ekki neitt. Grænt og glært eins og ég. Nei, ég veit. Ég veit, að lög- taksmenn koma á laugardags- morgni. Af hverju koma þeir alltaf á laugardagsmorgnum? Af hverju sé ég ekki sjálfa mig í speglinum, þegar ég horfi í hann á morgnana? Eg er hrædd við spegilinn. Á kvöldin verð ég að hátta, þó að ég geti ekki sofnað. Ég verð að slökkva ljósin og breiða ofan á börnin. Ég er konan hans Jóns og ég elska hann, jafnvel þó gluggarnir séu glærir og grænir og ljúgi alltaf. Ég elska hann nú samt. En ég, sem elska hann og börnin, það er ég, sem er lokuð fyrir innan gluggana með riml- um. Ég sem kemst. aldrei út, fyrr en laugardagsmorgnar hafa ver- ið afnumdir. Af hverju koma lögtaksmenn aðeins á laugardagsmorgnum? Það eru rimlar fyrir gluggun- um. Einu sinni hélt ég að riml- ar væru til þess að litlu börn- in dyttu ekki út um þá og merð- ust og kremdust á stéttunum fyr- ir neðan. Þá hélt ég að rimlarnir væru öryggisráðstöfun, rétt eins og allt annað. Þeir minntu að vísu á fangelsi, en það skipti engu máli, þegar öryggi barnanna var i voða. Nú langar mig til að taka rimlana fyrir gluggunum, sem ég sé í speglinum, og sarga þá í sundur með naglaþjöl. Helzt bit- lausri þjöl. Bitlaus þjöl er lengur að sarga sundur rimlana en sú, sem bítur vel. Ég verð að nota bitlausa þjöl. Ég er sennilega masókisti. Eða sadisti. Hver veit hvað ég er? Ég er ég og ég sem er inni í mér og ég sem er inni í mér sem er inni í mér. Kannski eru þær fleiri líka. Ég þekki bara mig og mig, sem er inni í mér, og mig langar ekki til að þekkja fleiri meðan laugardagsmorgnar hafa ekki verið afnumdir. Er ekki hægt að halda kosn- ingar og afnema laugardags- morgna? Ekki lögtaksmenn. Þetta eru beztu menn. Þeir vilja líka kom- ast heim til konunnar sinnar og krakkanna og horfa í augu, sem eru brún, blá eða grá, en ekki græn og glær eins og flöskubrot í fjöru. Af hverju hafa ekki aðrir fægð augu eins og ég? Augu sem minna á eðalsteina og eru jafn fölsk og þeir? Er það af því að augu eru ekki speglar, ekki gluggar, ekki myndir, heldur augu sem eru notuð til að sjá og skoða og horfa og vera? Ekki bara svona augu sem eru tinna og ekki neitt og verða aldrei neitt. Af hverju er sykurinn súr? Eða sólskinið svart? Ég missti af strætó í dag. Það er hlægilegt að segja að ég hafi misst af strætó í dag. Ég missti af honum fyrir löngu. Ég missti af honum daginn. sem laugar- dagurinn var skírður laugardag- ur. Af hverju er laugardagurinn annars til? Er það vegna þess að lögtaks- menn þurfa að koma einhvern tíma? Vitið þið, hvernig það er.-- ' að missa af strætó, svona-' venjulegum strætó, en' ekki strætónum, serji ég missti af dagj' inn sem ég / fæddist? Þá fer mað- \ ur niður á torg og bíður og '“••..... bíður. Svo kem- ur strætóinn og hann ekur áfram. Bilstjórinn var að enda við að hlaupa inn til að fá sér kaffi. Það vissi það enginn. Farþeg- arnir gera ráð fyrir að strætó- stjórarnir fái sér ekki kaffi á hálftíma fresti eins og kaffikerl- ingar í heimahúsum. Það eru engir meiri kaffikerl- ingar en strætóstjórar. Þeir drekka kaffi allan daginn. Strætóstjórar, sem keyra stræt- ónum sem ég fer með, drekka svo mikið kaffi, að þeir gleyma að fara af stað á réttum tíma. Þeir láta okkur vesalingana bíða fyrir utan eða hafa bílinn opinn og það borgar ekki nema helm- ingurinn sem inn fer. Svona er fólkið falskt. Þarna sitja veslings strætóstjórarnir og drekka kaffið sitt og tíminn líð- ur, meðan farþegarnir laumast inn í vagninn með klofna miða eða borga alls ekki neitt. Og allt vegna þess að strætóstjórar drekka meira kaffi en kerling- arnar, sem drekka kaffið úti í glugga í Hafnarstrætinu rétt fyrir jólin. Svo koma strætóstjórarnir, sturta niður peningunum og leggja af stað með ofsahraða. Þeir aka yfir rauð ljós, gul ljós og græn ljós. Þeir hirða um 16 VIKAN 38. tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.