Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 19
Charlie Manson brosir og segist vera saklaus. Topanga Canyon var rólegt sveitahérað og hefur lengi verið athvarf þeirra sem vildu hvíla sig frá erilsömu lífi í Hollywood. Og að sjálfsögðu varð staðurinn líka athvarf hippa. í spor þeirra fylgdu svo eiturlyfjaneytendur, taugasjúklingar og aðrir eirðar- leysingjar. Allt fólkið, sem býr í Topanga minnist komu Mansons. Hann kom í gömlum skólabíl, sem leit út eins og ruslahaugur og meðferðis hafði hann „fjöl- skylduna“, sem var aðallega unglingsstúlkur eða nýlega orðn- ar tvítugar. Já, hann vakti sannarlega at- hygli allra og þar á meðal hippa- leiðtogans, sem bjó þarna með Ijómandi fallegri konu. Manson heimsótti hann og sagði: -— Ég skal skipta við þig á sex af stúlkunum mínum á móti henni einni. Charlie Manson var lítill og rýr, með sítt skollitt hár. Hann hafði vinaleg augu og rödd hans var lágvær, að minnsta kosti um Sharon Tate í hlutverki sínu í „Dans blóðsuganna“. þetta leyti og hann tönnlaðist stöðugt á boðskap sínum. — Kærleikurinn er mestur, sagði hann stöðugt við stúlkurnár sín- ar. — Ef þú hefur engan til að elska, þá átt þú ekki neitt, Manson vissi vel hvað það var að lifa kærleikssnauðu lífi. Móðir hans var vændiskona, barnung, þegar hann fæddist. Hann vissi ekki hver var faðir hans og hann sá aldrei William Manson, manninn, sem móðir hans giftist, til að fá nafn handa syninum. I barnæsku bjó hann hjá ýmsum ættingjum og á barnaheimilum og í 13 ár af ævi sinni var hann á ýmsum stöðum, frá barnaheimilum til fangelsa. Hann var dæmdur fyrir þjófn- að, rán, yfirhilmingar, falsanir og hvíta þrælasölu. En samt sem áður segja nokkrar af stúlkun- um hans að hann sé mjög e’skulegur, enda elskaði hann þær af öllu hjarta. Manson var síspilandi á gítar og orti visur, sem hann reyndi að fá gefnar út, en án áranc'u>-s. Og hann hafði alltaf kvennabúr. Það voru venjulega fjórum sinn- um fleiri stúlkur en piltar í fvlgdarliði hans, og Manson réði einn. Hann settist að á búearði Spahns, í þriegja mílna fjarlæeð frá Topanga þorpinu. Þessi bú- garður hafði einu sinni verið notaður til að kvikmynda kú— ekamynd, en nú var þav r°ið- skóli. Eigandinn hét Georee Spahn og var áttræður. Hann var líka blindur og sagði frá því síðar að hann hafi verið svo hræddur að hann hafi »kki bc'— að að standa á móti Manson og hyski hans. Þarna var nóg húsrými fyrir Charles Manson og aðdáendur hans, stundum voru þarna 30 manns, sem tilbáðu Manson. Stúlkurnar voru allar frá heim- ilum, þar sem eitthvað var í ólestri oe Manson veitti þeim eins konar öryggi. sem þær bráðu. Hann varð föðurímynd hjá þeim og elskhuei um leið. — Þú ert reiður, vegna þ°ss að þú getur ekki gert það sama og ég, sagði hann við einn föður- inn, s°m revndi að fá dóttur sína til að snúa heim. Kvnlíf w lvkillinn að heimi Mansons. Hver stúlka sem vildi komast í félagsskap hans, varð að sænea með honum frá upp- bafi va-ð þet.tn al'»P’,t stóðlíf, allar stúlkurnar urðu að sænga með lærisveinunum og gestum sem að garði bar. ef Manson vildi sýna þeim eestum ágæti samlífsins. Hann hélt öllu þessu fólki ánægðu, með því að veita bví LSD að vild. — Ég fór aldrei fram á skýr- ingar hjá Charlie, sagði ein stúlkan eftir á, — ég gerði bara það sem hann sagði mér að gera. En í fyrravor fór boðskapur hans að taka á sig skuggalegri blæ. og hann þrumaði á móti Framhald á bls. 39 HVER VAR HÚN ÞESSI FAGRA KONA, SEM MYRT VAR 8. ÁGCST í FYRRA? ÆVISAGA HENNAR ER NÚ FLEST- UM KUNN. NÚ STANDA. YFIR RÉTTARHÖLD YFIR MORÐINGJUNUM í KALIFORNIU. FORINGI ÞEIRRA, HINN BRJÁLAÐI HIPPALEIÐTOGI CHARLES MANSON SEGIR: — ÉG VEIT HVAÐ ÉG GERÐI OG ÉG ER SAKLAUS. . . . ss. tbi. VIKAN 1!)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.