Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 23
Savalle aka úr bænum, svo mér væri óhætt að fara til High Trees, ef ég vildi laga eitthvað til áður en Nicholas og móðir hans kæmu heim. Ég varð að kaupa ýmislegt smávegis og á leið minni út úr búðinni rakst ég á frá Danby. Hún mældi mig út með frekju- legu augnaráði, sem minnti mig töluvert á frænda hennar, Joel Weir. Svo sagði hún, hátt svo allir heyrðu: — Góðan dag, ung- frú Buckley! Hvernig líður frú Savalle? — Vitið þér það ekki, hittið þér hana ekki við og við? spurði ég. •— Hvernig ætti ég að gera það, þar sem ég er ekki lengur í vistinni -— yðar vegna! svar- aði hún. — Jæja, þér fenguð vilja yðar framgengt, og ég óska yður til hamingju! Þetta var mjög óþægilegt, því að búðin var full af fólki. Ég flýtti mér út. Ég tók upp vör- urnar í eldhúsinu á High Trees og kom þeim fyrir og gekk inn í dagstofuna. Það var ljót sjón sem blasti við mér þar. Lamparnir voru allir rifnir niður og lágu á gólf- inu, meira og minna brotnir og sömuleiðis allar postulínsstytt- urnar. Púðarnir voru sundur- tættir, jafnvel litla klukkan, sem hafði staðið á arinhillunni, var spörkuð í sundur. Hún hafði greinilega fengið æðiskast og bramlað allt sem hún náði í. Ég varð miður mín, en reyndi að laga til. Ég lagði brotin af postulínshlutum frú Mede í pappakassa með hlutunum úr klukkunni og silfurstyttu, sem Savalle hafði greinilega sparkað í sundur með fótunum. Mér varð hugsað til Nicholas, sem ég vissi eiginlega ekki mik- ið um. Hann var svo hlédrægur og dulur, en samt hafði ég orð- ið vör við hjartahlýjuna og ég vissi líka að hann gat verið skemmtilega glettinn. Ég lagði ennið við kalda gluggarúðuna og horfði út á sjó- inn, þar sem sólin speglaði sig í sléttum haffletinum. Skyndi- lega varð mér ljóst hvers vegna ég hafði ekki orðið vonsvikin þegar Stuart brást mér. Það var vegna þess að ég hafði aldrei verið ástfangin af Stuart, aðeins leikið mér að þeirri hugsun að verða einhvern tíma konan hans. Og nú stóð ég andspænis ein- hverju innra með mér sjálfri, til- finningum, sem höfðu ósjálfrátt vaxið, mér varð ljóst að ég elsk- aði mann, sem ég gæti aldrei fengið að njóta, ég elskaði Nic- holas! Savalle hafði aftur og aftur ásakað mig fyrir að vera ást- fangin af honum, það gerði mig feimna og vandræðalega, enda var það ásetningur hennar. Hún ætti bara að vita að hún hafði á réttu að standa! Hún hafði lika sagt að hún hataði mig. vegna þess að Nic- holas elskaði mig, en þar skjátl- aðist henni. Nicholas hafði elsk- að hana af öllu hjarta, en hún hafði aðeins fært honum sorg og vonbrigði. Hann var örugglega búin að fá nóg af honum fyrir lífstíð. Eg gat ekki breitt yfir skemmdarverk Savalle. Nicholas og móðir hans myndu taka strax eftir því. Þegar Nicholas kom inn í stofuna, fannst mér sem kveikt væri á öllum ljósum. Annað yrði það aldrei, sagði ég við sjálfa mig. Ég fann sárt til þess að þurfa að segja þeim hvað Savalle hafði aðhafzt meðan þau voru fjarverandi. Nicholas leit í kringum sig og sagði rólega við móður sína: — Nú er ég búinn að fá nóg og þú líka! Savalle getur farið aftuv . til London og búið með hverjum sem hana lystir, öllum öðvum en mér! É'g sá svipinn á frú Mede. Hún var angistarfull hans vegna, en vissi að það þýddi ekki að ræða þetta frekar. Nicholas var búinn að fá nóg af Savalle. — Hvar er hún núna? spurði hann. Ég veit það ekki. Liam hringdi og sagðist hafa séð hana aka burt frá Seabridge í morg- un. Að loka barn inni í garð- húsinu! Þvílíkur hryllingur! Hann var náfölur af reiði. — Þetta er ekki mannlegt! Mér fannst einkennilegt að finna nú svona til með mannin- um, sem ég hafði í upphafi haft ímigust á. Nú hefði ég viljað fórna öllu, til að geta vafið hann örmum og tjáð honum ást mína. Skyndilega sagði hann í æst- um rómi: — Ég vil ekki lengur fórna sálarró minni, hamingju og framtíð á þennan hátt. Það hljóta að vera sjúkrahús ein- hvers staðar í heiminum, þar sem ég get fengið að njóta starfs- krafta minna. Hann leit á móður sína. — Ég veit hve mikið þú hefur lagt upp úr því að ég starfaði við sjúkra- húsið í Meyerbridge, en það er of dýru verði keypt með því að láta Savalle eyðileggja líf okkar. — Þú hefur rétt fyrir þér, sagði frú Mede lágt. Síminn hringdi síðdegis. Það var Savalle, sem sagði frú Mede að hún ætlaði að vera nokkra daga í London hjá kunningjum sínum. Við vorum ánægð þegar við settumst að kvöldverðarborðinu. Jaínvel Nicholas bar það með sér að honum hefði létt mikið við ákvörðun sína. Ég hafði hugsað mér að skreppa til Tarn daginn eftir, til að sjá hvort allt væri í lagi þar og senda mömmu og Ian póst- inn. Mér til mikillar undrunar bauðst Nicholas til að aka mér þangað. Það var notalegt að sitja við hlið hans á leiðinni til Tarn. Þegar við sveigðum inn um hlið- ið og ókum heimkeyrslunar milli alparósarunnanna, lyfti hann brúnum. — Þér hljótið að sakna þessa staðar, sagði hann. Já, Tarn er yndislegur staður, svaraði ég, — en ég hef gott af því að reyna eitthvað annað. Ég hef reynt að snúa mér að alls konar störfum, en ég er búin að komast að því að ég get aðeins stundað heimilisstörf, ég er víst ekki hæf til annars. - Aðeins! hafði hann eftir mér. — Ég held að bezti eigin- leiki hverrar konu sé að skapa notalegt heimili. Rödd hans var bitur. Ég bauð honum inn og náði í eitthvað að drekka handa honum. Stofan var í bezta standi, en ég saknaði óreiðunnar, sem venjulega var í kringum okkur mömmu og Ian. Ég sýndi Nicholas garðinn, stein- beðin, sem við mamma höfðum svo mikla ánægju af, — lilju- tjörnina og styttuna, sem Ian hafði keypt sem vígslugjöf, þeg- ar húsið var tilbúið. - - Hér er allt fullt af minn- ingum, sagði hann, — og aðeins góðum minningum. Finnst yður gaman að fást við.garðyrkju? — Það er það skemmtilegasta sem ég veit! Ég var hamingju- söm vegna þess að hann var hjá mér. En ég vissi að það myndi ekki vara lengi, ást án atlota, var eins og morgunþoka. En samt var þetta svo Ijúf tilfinn- ing, svo allt öðruvísi en þær til- finningar, sem ég hafði borið til Stuarts. Hann brosti hlýlega til min og áður en varði hafði hann lagt arminn um axlir mér. — Hvaða tilfinningar berið þér til Stuarts Kimberley? Ég er ekki eins hrifin af honum og ég hélt, sagði ég hrein- skilnislega. Framhald á bls. 43. ss. tbi. VlKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.