Vikan


Vikan - 17.09.1970, Síða 28

Vikan - 17.09.1970, Síða 28
Á dvalarheimilinu Sunnuborg. „Sjá, sumarið er í nánd.“ Esjan, fjall Reykvíkingsins brosir sínu fegursta brosi móti hækkandi sól. Valllendisteigar við hlíðarfót teygja sig upp í gráa skriðu og grænn nýgræðingurinn gægist forvitnislega upp úr þelanum. Kollurinn, sem í vetur var hvítur og kaldur, skartar nú ljósum silfurþráðum í brúnum Bjarni hefur þá náSargáfu að skilja hesta ekki lakar en menn. Sonur hans er líklegur til að vera sama sinnis. haddi, rétt eins og fagurhærð kona, sem vill gera sig ennþá eftirtektarverðari og yndislegri með því að leggja sér þessi til- brigði til fyrr en móðir náttúra býður þau fram. Svöl alda utan af hafinu mynnist blítt við fjöruna hans Benedikts frá Vallá. Hlý vorgolan andar létt í bjarma morgunsins. Borgin er að rísa af næturblundi. Og þótt ýmsir, sem hátt standa í met- orðastiga mannfélagsins hafi þegar fengið helgarfrí, eru aðrir komnir á stjá til að sinna amstri dagsins. Dvalargestirnir sem leggja leið sína á dagheimilið Sunnuborg virðast una sínu morgunhlut- skipti vel. Það er þægileg til- finning að fylgja litlu börnunum á þessari fyrstu morgungöngu og vera vitni að hinum ánægjulegu samskiptum þeirra við fóstrurn- ar, sem taka á móti þeim. Unga fólkið — skólaæskan — er ennþá á húsi, og kennararnir — gæzluliðið — eigra í morgun- sárinu á vinnustaðinn eftir því sem skyldan býður. Ekki veit ég hvað sagt verður um áhuga nemenda fyrir þeim aldagömlu sígildu fræðum, að Adam var útrekinn úr Paradís vegna eplaáts. — Auðvitað át hann epli að frumkvæði kon- unnar — og var þó Vilborgar- Á Kambabrún — frá vinstri: Sigurð- ur, Matthías, Haukur. tímabilið í þróunarsögu sam- skipta karls og konu þá langt undan. En víst er það, að bjart blik er í augum telpnanna, sem leiðast um leikvöllinn og eru nú að vaxa til vitundar um kvenleik sinn. Þa~ð er margt sem deilum .veld- ur í mannlegu samfélagi, og þá ekki sízt það, hvernig búa skuli vaxandi mann undir framtíðina og að mæta þeim verkefnum, sem þar bíða hans. En hver er svo margvís, að hann hafi vald á þeirri þekk- ingu, sem bezt kann að duga í samskiptum við framtímann ell- egar viti hverja kosti náttúran þá setur? Ef til vill verður allt annað en það, sem nú er hæst metið eftir talnakerfi giftudrýgst vega- nesti. Og kannski eru það fleiri en ég sem verða að sætta siv við fyrirsjáanlegan uppskerubrest á þeim manndómsakri, sem okkur var falið að sjá. Þessi dagur líður eins og aðrir dagar. Þótt einhver segi: ,.Sól. stattu kyrr,“ þegar hæst liómar um hádegi, verður hún fyrr en varir á vesturhimni. Svo koma þeir þrír saman, æskulýðsleiðtogarnir: Sigurður Jóelsson, Matthías Haraldsson og Haukur Ágústsson. Já. hann Haukur er oft búinn að bjarga minni sálarró í vetur. Hann tók mig stundum með sér austur yf- ir heiði, þegar hann fór til að syngja sálumessu með Selfyss- ingum. Mín útskagakennd krefst Björn Ágúst Björnsson: „Það er aldr- ei á vísan að róa, þegar maður á ekki kofann sjálfur.“ þess að losna öðru hvoru úr ein- angrun og viðjum borgarlífsins. Víst er ég varla nema hálf- menni samanborið við þessa ágætu starfsbræður mína. En það ber ekki á öðru en að ég sé tekinn fullgildur og reynist furð- 28 VIKAN 38- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.