Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 40
Cjó(f teppi - teppodreglor :: Við höfum iíka Nylonteppin frá SOMMER: Tapisom Luxe á íbúffir Tapisom Super á stigahús og skrifstofur % teppnlogiiir Suðurlandsbraut 6 Sími 11822 morði, sagði einn lögregluþjónn- inn. Fyrsta verk lögreglunnar var að komast að hvert þetta myrta fólk var. Það var strax náð í umboðsmann Sharon Tate, Willi- ams Tarrant. Hann gat strax gefið skýrslu um Sharon Tate og gesti hennar, en hann hafði ekki hugmynd um hver ungi maður- inn í bílnum var. Svo fór Tarr- ant heim til sín, en á leiðinni kastaði hann upp, hvað eftir annað. Hann hringdi til Polanski, sem var í síðdegisböði í London. Polanski hélt að þetta væri gabb og lagði símann á. Tarrant hringdi svo aftur og í það skipt- ið varð Polanski að trúa orðum hans. Það liðu tólf klukkutímar, þangað til nokkur fannst, sem þekkti piltinn í bílnum. Hann var átján ára trésmiður. Hann hafði þá fyrir nokkru tekið William Garretson upp í bílinn sinn og þeir urðu góðir kunn- ingjar. Þetta kvöld, 8. ágúst, datt honum í hug að heimsækja Garr- etson, og það varð hans bani. A laugardagskvöldið var Willi- am Garretson, sem þá var orð- inn allsgáður, tekinn fastur, sak- aður um morð á 5 manneskjum. Strax á laugardagskvöldið fóru kjaftasögurnar að ganga um Hollywood. Öllu var trúað og flestar sögurnar gengu út á helgi- siðamorð með ívafi af hryllings- sögum um eiturlyfjanautn og kynferðissvall. . . . Ekkert var of ótrúlegt til að segja frá og skrifa um, enda ekkert hryllilegra en verknaður- inn sjálfur. Á sunnudag var Garretson látinn laus. Lögreglan var þess fullviss að hann hafði ekki kom- ið nálægt þessu og sagt satt, þegar hann sagðist hafa haft segulband í gangi alla nóttina og þess vegna ekki orðið var við neitt óvenjulegt. Á sunnudagsmorgun þann 10. ágúst, fundust hjónin Leno og Rosemary LaBianca látin í villu sinni, nokkrum kílómetrum frá fyrri morðstaðnum. Þau höfðu verið myrt á sama hátt, með hnífsstungum. Á kæliskápshurð- ina var skrifað með blóði: „Svín“! Nú kom annað til viðbótar við kjaftasögurnar, — hræðsla. Frægt fólk, eins og Frank Sin- atra og Mike Nichols réðu líf- verði, til að gæta sín og fjöl- skyldnanna. Það voru seld fleiri vopn í Hollywood, heldur en í mestu kynþáttaerjum. Eftir viku vissi lögreglan ekki neitt, sem hægt var að benda á. „Við sýndum sálfræðingum og sálsjúkdómalæknum líkin, til að leita álits hjá þeim um morð- ingjann eða morðingjana." Flest- ir hölluðust að einhvers konar hálfgerðum trúarofstækismönn- um, en, eins og einn sálfræðing- urinn benti á, gat það passað um helminginn af íbúum Kaliforníu. í rauninni vissi lögreglan ekki annan en það að morðin voru framin einhvern tíma milli klukkan 22.00, þegar Garretson hringdi frá kofa sínum, til klukk- an 5.00, þegar hann reyndi að hringja aftur, en fann að síminn var bilaður. 19 lögreglumenn yf- irheyrðu 625 nágranna og veg- farendur, en urðu einskis vísari. Fyrsta sporið komst lögreglan á í lok september, sex vikum eft- ir morðin. Þá var lögreglan að gera könnun (sem hún gerði reglulega) hjá skellinöðruklíku, sem kallaði sig The Straight Satans, og sem einu sinni hafði haldið til á búgarði Spahns. Einn piltanna sagði að Charlie Man- son hefði verið að kalsa við sig um að gerast lærisveinn hjá hon- um. Það var daginn eftir morð- in og Manson hefði verið að skruma af því að hann væri ný- búinn að drepa fimm manns. Annar piltur í klíkunni sagði frá því að piltur og stúlka úr hópi Mansons hefði hælt sér af því að hafa drepið hljómlistar- mann í Topanga, eftir að þau hefðu pyndað hann og kvalið. Þau höfðu gert það eftir skipun spámannsins Charlie Mansons. Sama vitni bar að Manson hefði keypt nylonreipi, eins og það sem bundið var um hálsa Shar- on Tate og Sebrings. Lögreglan fór eftir þessum upplýsingum, en sá hængur var á að Charles Manson og allt hans hyski var horfið. Það var ekki fyrr en 16. októ- ber að lögreglan náði í Manson og hópinn hans af hreinni hend- ingu, þegar verið var að rann- saka nokkra bílþjófnaði í öðrum hluta fylkisins. Þá fundu þeir Manson, sem hafði falið sig í eldhússkáp, og 26 fylgifiska hans, pilta og stúlkur. Piltarnir voru vopnaðir skammbyssum og hníf- um. Stúlkurnar voru naktar eða klæddar bikinibuxum; •—• nokkr- ar þeirra voru vopnaðar hnífum, aðrar voru með smábörn. Níu þeirra, þar á meðal smá- börn, voru sett í fangelsi. Ein stúlknanna, Susan Atkins, sú sem gortaði af því að hafa drep- ið hljómlistarmann, gortaði líka af morði Sharon Tate við með- fanga sinn. Hún, tvær aðrar stúlkur og einn af piltunum höfðu framið morðin eftir fyrir- sögn Mansons. Og ástæðan fyrir þessum hryllingsmorðum? Man- son hafði dæmt Sharon Tate og gesti hennar til dauða, sagði stúlkan, vegna þess að sá sem hafði leigt villuna á undan þeim, Terry Melcher (sonur Doris 40 VIKAN 38- tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.