Vikan - 17.09.1970, Qupperneq 41
Day), hafði svikið loforð sitt vi<5
Manson, um að gefa út plötur
með vísum hans. Charlie Man-
son vissi að það voru komnir ný-
ir leigjendur í villuna, en það
skipti ekki máli. Þeir sem bjuggu
í húsinu áttu að deyja, það hvíldi
bölvun yfir húsinu.
Lögreglumennirnir yfirheyrðu
stúlkuna aftur og aftur og þá
fóru línurnar að skýrast. Hún
gat vísað á hvar morðingjarnir
höfðu geymt blóðug föt sín eftir
morðin og sýnt hvar byssan var
falin. Hún sagði frá því að pilt-
urinn, sem var þátttakandi í
morðunum, hafði klifrað inn um
glugga og opnað útidyrnar fyrir
hinum, fingraför hans fundust á
útidyrunum. Hún gat bent á
stúlkuna, sem hafði elt Gibby
Folger, enda fundust fingraför
hennar líka á þeim dyrum.
En hvernig var hægt að ráða
við fimm manns? Merki voru um
það, að að minnsta kosti Fry-
kowski, hafði veitt mikla mót-
spyrnu. Hvers vegna gátu þau
ekki varið sig? Einn af vinum
Sharon Tate hefur líklega kom-
izt næst því að svara þessari
spurningu:
— Þau hljóta að hafa haldið
að Sharon hefði fundið upp á
einhverjum skringilegheitum, til
að skemmta gestum sínum.
Nú er Manson og nokkrir
fylgifiskar hans daglega fyrir
rétti, ásökuð um morðin á Shar-
on Tate og gestum hennar, fyrir
morðið á piltinum í hvíta bíln-
um og morðin á hjónum LaBi-
anca. Það var framið, segir Su-
san Atkins, til þess að halda
fólkinu við efnið, svo það færi
ekki að leggjast í hugarvíl.
Fimm dögum eftir morðið á
Sharon Tate, var nafn hennar
komið í auglýsingar með risa-
bókstöfum. Það var hlaupið til
að grafa upp myndir, sem hún
hafði leikið í og þær gengu fyrir
fullum húsum.
Roman Polanski, sem kom
heim til sín frá London, til að
vera viðstaddur jarðarför konu
sinnar, hélt blaðamannafund, þar
sem hann ásakaði blaðamenn
fyrir ósmekkleg skrif. Svo fékk
blaðaljósmyndari frá Life að
taka mynd af honum fyrir utan
dyrnar á húsinu, þar sem morð-
in voru framin.
Til að forðast blaðaskrif gáfu
dómstólarnir út skipun um það
að enginn, sem við málið væri
riðinn, mætti láta nokkuð, sem
varðaði málið, í ljós. Þessi skip-
un varð nokkuð einkennileg,
þegar það fréttist að Susan At-
kins hafði selt rétt til minninga
sinna fyrir milljónir króna, enda
til lítils fyrir þá sem ekki eiga
annars kost en að láta lifið í
gasklefa, að halda sér saman.
Charlie Manson hlaut nð lok-
um frægð. Hljómplötufyrirtæki
nokkurt tók sig til og leitaði
uppi segulbönd með tón-„list“
hans, til að gefa út á plötur.. . .
☆
Lögtaksmenn koma ...
Framhald af bls. 17.
Af hverju er ég ekki góð inni
í mér?
Eins og ég hef sagt ykkur áð-
ur, er ég konan hans Jóns Jóns-
sonar og hann Jón Jónsson er
maðurinn minn. Ég hef víst líka
nefnt það lítillega, að lögtaks-
menn koma á laugardagsmorgn-
um.
Ég var rétt nývöknuð og sat á
stólnum mínum við stóra borð-
ið, vafði sloppnum fastar utan
um náttkjólinn, en inni í nátt-
kjólnum var ég. Ég ætlaði ein-
mitt að fara að flýja inn í jóla-
landið, þegar bjallan hringdi og
hjartað í mér tók viðbragð.
Þetta eru lögtaksmennirnir,
hugsaði ég. Þeir koma alltaf á
laugardagsmorgnum.
Ég opnaði dyrnar og fyrir
framan þær stóð lítill, visinn
maður. Hann hafði stór eyru.
Þau stóðu út frá höfðinu á stilk-
um líkt og blóm. Þau minntu mig
á eyrun á Dúmbó, fílnum sem
gat flogið.
Skyldi maðurinn reiðast, ef ég
bæði hann að blaka eyrunum
bara einu sinni, svona rétt til að
sjá, hvort hann gæti flogið?
Hann gerði það.
Blakaði eyrunum, ég ég við,
og svei mér, ef hann lyftist ekki
eins og einn fjórða úr milli-
metra frá gólfi.
Svo talaði hann. Þetta var í
fyrsta skipti, sem ég hafði heyrt
hann tala. Hann hafði djúpa
rödd en ekki skræka eins og
hrægammur.
„Ég er lögtaksmaður,“ sagði
hann. „Rétt að komast á eftir-
laun. Mig vantar herbergi.“
„En ég hef ekkert herbergi til
leigu,“ sagði ég og hugsaði um
stofuna og svefnherbergið, þar
sem við sváfum öll fimm, Jón
minn Jónsson, börnin tvö og ég
og ég inni i mér.
Hann blakaði aftur með eyr-
unum og bláleitar varir hans
brostu til mín. Það var fýla af
honum. Ég hafði fundið hana
einu sinni áður, á Akureyri.
Fýla af þeim sem sefur í fötun-
um, fer ekki í bað og reykir
daunillt tóbak.
Hann gekk framhjá mér og
settist.
„Ég kom með fötip mín með
mér,“ sagði lögtaksmaðurinn.
„Ég ætla að vera hér. Ég ætla
að vernda þig.“
Ég hristi höfuðið og lét mig
inni í mér svara, af því að ég
sjálf er svo hroðasvakaaga-
hryllihræðilega meir og mild.
„Fyrir hverju ættuð þér að
vernda mig?“ spurði ég.
„Fyrir öðrum lögtaksmönn-
um,“ sagði litli lögtaksmaðurinn
sigrihrósandi og dró upp lögtaks-
úrskurð og veifaði honum fram-
an í mig. „Ég hef hérna úrskurð,
sem leyfir mér og mér einum að
koma sem lögtaksmaður á laug-
ardagsmorgnum. Ef ég sezt að
hérna hjá þér, koma engir lög-
taksmenn framar. Þá þarftu
ekki að stofna til kosninga og
láta afnema laugardagsmorgna.“
Nú skein sólin svartar, kuld-
inn var heitari, sykurinn saltari
og kanellinn líktist engifer.
Þá fór hrollur um mig og ég
vafði sloppinum fastar að nátt-
kjólnum. Augun í mér urðu fægð
og gljáandi eins og sæbarið gler.
Grænt og glært gler.
„Þú ert vitlaus,“ sagði ég inni
í mér.
„Það getur enginn verið vit-
lausari en þú,“ sagði litli lög-
taksmaðurinn. „Ég hef fylgzt
með þér lengi. Þú gleymir að
draga fyrir gluggana. Mig hefur
alltaf langað til að eignast dótt-
ur og í þér fæ ég tvær. Það ert
þú og þú sem ert inni í þér.“
Ég starði á litla lögtaksmann-
inn. Hvernig gat hann vitað um
mig inni í mér? Ég hafði engum
sagt frá henni, ekki einu sinni
Jóni mínum Jónssyni.
„Ég hef horft á þig í myrkr-
inu, því myrkrið hlífir betur
augum gamals manns. Þú ert
góð og mild og blíð og hún sem
er inni í þér er óð, framhleypin
og frek. Þið verðið dætur mín-
ar báðar tvær og ég verð faðir
ykkar á himnum og vernda ykk-
ur alltaf gegn lögtaksmönnum og
laugardagsmorgnum.
Blóðið þrumaði í höfðinu á
mér. Það óx og það stækkaði og
ætlaði að sprengja mig sundur
og saman eins - og kjarnorku-
sprengja sprengdi Hírósíma og
skildi hana eftir blæðandi flak.
„Nei!“ sagði ég. „Það eru tak-
mörk fyrir því, hvað lögtaks-
menn geta leyft sér. Þú flytur
ekki hingað inn.“
Ég starði dáleidd á það,
hvernig hann blakaði eyrunum.
Þessum stóru, stóru eyrum, sem
stóðu á stilkum út frá höfðinu
og gerðu hann líkan fílnum
Dúmbó. Hann lyftist eins og
hálfan millimetra af stólnum við
stóra borðið.
Skyldi hann vita, að hann get-
ur flogið? Ég ætlaði aldrei að
segja honum það. Aldrei!
„Þú ræður vitanlega,“ sagði
hann og dró stórt skjal upp úr
vasa sínum. „Ég er hér með lög-
taksúrskurð fyrir þér og henni
sem er inni í þér. Ef ég fæ ekki
herbergið, ætla ég að taka þig
og hana sem er inni í þér upp í
skuldina. Ef ég kem hingað og
verð faðir þinn, get ég verndað
þig og séð um að enginn taki
þig frá mér.“
Hann andvarpaði og stundi og
hristi hausinn.
„Ef þú neitar, tek ég þig með,
og þú kemur aldrei aftur.“
Bláeyg, litla dóttir mín, stóð
í gættinni og veinaði. Hún hljóp
til mín.
„Láttu hann ekki taka þig,
mamma,“ veinaði hún. „Þú mátt
aldrei, aldrei, aldrei fara frá
mér.“
Hvað gat ég gert? Hvað gat ég
inni í mér gert? Bláeyg fór hún
aftur að sofa og maðurinn með
útstæðu eyrun flutti inn í svefn-
herbergið. Hann vildi fá skáp-
ana. Hann setti okkur öll í stof-
una. Mig, Jón minn Jónsson,
börnin tvö og mig inni í mér.
Hann þoldi engan hávaða.
Hann bannaði okkur að hlusta á
útvarpið, að horfa á sjónvarpið.
Hann lét taka símann úr sam-
bandi, því að hann hringdi. Hann
þoldi ekki börnin.
Hann þoldi ekki hreint loft,
ekki ljós.
Gluggatjöldin voru alltaf dreg-
in fyrir og allir gluggar lokaðir.
Einu sinni
ARRA
aftur og aftur...
SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF.
UMBOÐSMENN:
JOHN LINDSAY. Sími 26400. KARL OG BIRGIR. Sími 40620
38. tbi. VIKAN 41