Vikan


Vikan - 17.09.1970, Page 42

Vikan - 17.09.1970, Page 42
í meir en hálfa öld hefur HEMPELS skipamálning haft forystuna á heimshöfunum Yfir 50 ár eru liðin, siðan J. C. Hempel í Kaupmanna- höfn hóf framleiðslu á skipamálningu. HEMPEL's skipamálningin er nú framleidd i 19 verksmiðjum og seld úr birgðastöðvum við 185 hafnir um allan heim. HEMPEL's MARINE PAINTS rekur umfangsmikla rann- sókna- og tilraunastarfsemi, ekki aðeins í Kaupmanna- höfn, heldur einnig I Bandarikjunum, Sviþjóð, Eng- landi og viðar. Þar er stöðugt unnið að endurbótum málningarinnar. Miklar kröfur eru gerðar til skipamálningar, sérstak- lega af flokkunarfélögunum. Stærstu flokkunarfélögin, eins og t. d. Lloyd's, Norsk Veritas, Germanische Lloyd’s o. fl. hafa öll viðurkennt hinar ýmsu tegundir HEMPEL's skipamálningar. Slippfélagið i Reykjavik h.f. hefur einkaleyfi til fram- leiðslu á HEMPEL's skipamálningu hérlendis. Það fær þvi nýjar formúlur og upplýsingar um endurbætur send- ar frá aðalstöðvum HEMPEL's jafnótt og þær eru gefn- ar út. Þannig tryggir Slippfélagið sér og yður, beztu fáan- legu vöru á hverjum tima. Framleiðandi á íslandi: Slippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Símar 33433 og 33414 Fýlan af honum gegnsýrði íbúð- ina. Hann rak börnin á fætur klukkan sex á morgnana. Þá fór hann á fætur, þegar hann var lítill. Hann rak okkur í rúmið klukkan níu, þá vildi hann sofna. Ég vonaði að ég inni í mér gerði uppreisn, en hún vildi heldur flýja inn í jólalandið, og lögtaksmaðurinn bannaði mér það, svo ég stóð ein. Það er hræðilegt, þegar maður hefur alltaf átt tvíburasystur inni í sér og flúið með henni, að verða að standa eftir ein. Ég var dóttir hans, móðir hans, eldabuska hans, ráðskona hans, vinur hans, læknir hans. Hann át lyf allan daginn. Hvítu pillurnar voru við hjartanu, bleiku pillurnar við maganum, gulu pillurnar við nýrunum og rauðu pillurnar við gallinu. Það tekur á líkamann að vera lögtaksmaður. Hann neyddi mig til að setj- ast niður við ritvélina og skrifa. „Peninga!" sagði hann. „Við þurfum peninga til að borga fallna víxla, áfallnar skuldir, fyrri lögtök. Skrifaðu! Skrif- aðu!“ Ég sat við ritvélina, þangað til að mig verkjaði í bakið og ég skrifaði, skrifaði. Hann lamdi mig, ef ég skrif- aði eitthvað, sem var ekki eins og hann vildi, að ég skrifaði. Ég skrifaði glæpasögur, smásögur, barnasögur, sætar neðanmáls- sögur, ástarsögur, væmnar sög- ur. Hann seldi sögurnar. Það komu peningar fyrir þær. Stund- um háar upphæðir. Hann neyddi mig til að framselja ávísanirnar, stakk þeim svo í slitið, brúnt leðurveski og fór. Ég inni í mér var í jólaland- inu og augu mín voru ekki leng- ur sæbarið, grænt gler. Eftir viku hvarf Bláeyg mín. Eftir tvær vikur hvarf Brúneyg mín. Eftir þrjár vikur hvarf Jón minn Jónsson, og ég var ein eft- ir með manninum með útstæðu eyrun, sem minnti mig á Dúm- bó. Mig langaði að sarga búrið ut- an af mér með bitlausri nagla- þjöl. Ég var eins og leikbrúða, sem beinaberir fingur ráku áfram, og verst af öllu var sektin, sem sagði mér að halda áfram. Ógreiddar skuldir, vinna, vinna. Ógreiddir víxlar, vinna, vinna. Það bezta var samt, að hann rukkaði inn peningana. Ég hafði aldrei verið sérlega flink við það. Hann hafði æfinguna, fyrrverandi lögtaksmaður, nú- verandi lögtakseigandi — að mér og mér inni í mér, sem var flúin í jólalandið. Ég dó á laugardagsmorgni, þegar lögtaksmaðurinn barði að dyrum. Ég hafði dáið fleiri laug- ardagsmorgna, en daginn sem hann tók lögtak í mér og tók Bláeygu og Brúneygu og Jón minn Jónsson dó ég alveg. Á kvöldin sat lögtaksmaður- inn og las fyrir mig úr Biblí- unni. Úr Orðskviðum Salómons. Alltaf það sama. Ég skil vel mig sem flýði inn- an úr mér, inn í jólalandið. „Son minn, gef mér hjarta þitt og lót vegu mína vera þér geðfellda. Því að skækja er djúp gröf og annarleg kona þröngur pyttur. Já, hún liggur í leyni eins og ræningi og fjölgar hinum ótrúu milli mannanna. Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hvert kvart- ar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu? Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkj- um. Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Augu þín munu sjá kynlega hluti. Og þú munt vera eins og sá, sem liggur efst uppi á siglu- tré. Þeir hafa slegið mig, ég kenndi ekkert til; þeir hafa barið mig, ég varð þess ekki var. Hvenær mun ég vakna? aftur mun ég leita þess.“ Þegar ég hafði heyrt þetta á hverju kvöldi í sex vikur hló ég. Hann sló mig. Og þá kom ég sem er inni í mér aftur frá jólalandinu þar sem stjörnurnar hanga á trján- um og allir eru góðir við alla. Hann hafði tekið frá mér Bláeygu og Brúneygu og Jón minn Jónsson, og mér inni í mér þótti vænna um þau en mér, af því að ég inni í mér 42 VIKAN 38 tw.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.