Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 3
44. tölublaS - 29. október 1970 - 32. árgangur Aimannavarnir hafa sstt gagnrýni um langt skeið, en samt er þeim málum ekki verr komið en svo, að nú eru til taks öryggis- byrgi fyrir hvern einasta Reykviking. Frá þessu segir í athyglisverðu viðtali, sem VIKAN hefur átt við Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóra. I næstu Viku hefst nýr og spennandi fram- haldsgreinaflokkur, sem ber yfirskriftina Njósnir í Kaíró. Fyrsti hlutinn nefnist Morð í pósti og segir fyrirsögnin nokkuð um eðli efnisins. Þar er m.a. greint frá því, hvernig reynt var að koma þýzkum sérfræðingum Nassers úr landi. Frásögnin er öll hin ævintýralegasta og hefur vakið mikla athygli erlendis. Vart er um annað talað meir nú á dögum en mengun. Við Islendingar höfum talið okkur hólpna í þeim efnum, en þó eru ekki allir jafn sannfærðir um það. Einn þeirra er Ingólfur Daviðsson grasafræð- ingur, sem heldur því fram, að gróðri í námunda við álverksmiðiuna í Straumsvík stafi hætta af of miklu flúormagni. Vikan birtir ítarlegt viðtal við Ingólf í næsta blaði. NÆSTU VIKU I ÞESSARI VIKU „Á brúðkaupskvöldið, þegar brúðhjónin skyldu yfirgefa veizluna, fylgdust foreldrarnir með, til að fullvissa sig um mey- dóm brúðarinnar, en svo höfðu þeirra eigin foreldrar gert, og slíkt var erfðavenja allt frá örófi alda." Þetta er ofurlítið brot úr skemmtilegri grein, sem birtist í þessu blaði. Hún heitir „Ameina" og fjallar um árekstra nýs og gamals tíma hjá Arabafjölskyldu. Smásagan heitir Loftvogin og er eftir hinn skemmtilega höfund Elisabetu Barr. Gamla loftvogin í stigaganginum hafði alltaf staðið á „Bliðalogn" síðan Alison mundi eftir sér. Samt viidi móðir hennar ekki gefa henni hana. Kannski var þetta eina blíðalognið í hjónabandi foreldra hennar .... Flestir kannast við „Uppreisnina á Bounty" og í þessu blaði segjum við ögn frá henni, rekjum atburðina eins og þeir gerðust og segjum frá minjum og ýmsu fleiru sem er til vitnis um sannleiks- gildi þessa ævintýralega atburðar. „Upp- reisnin á Bounty" hefur verið kvik- mynduð tvisvar, í seinna skiptið með Marlon Brando í aðalhlutverki. FORSÍÐAN Forsíðumyndin er nákvæm eftirlíking af hinu sögufræga skipi Bounty, en við segjum frá uppreisninni þar í grein á bls. 10—13. I FULLRI ALVÖRU EFTIR 25 ÁR. Klukkan 14 mínútur yfir átta að morgni hins 6. ágúst árið 1945 gekk lífið sinn vanagang í fallegri borg í Suður-Japan. Börnin hlupu í skólann og sporvagnarnir voru troðfullir af fólki á leið til vinnu sinnar. Borgin iðaði af lífi og engan grunaði, að hið kyrrláta hversdagslíf yrði neitt öðruvísi þennan dag en aðra. Einni mínútu síðar var allt breytt. Skelfingu lostið flýði fólkið undan eldtungunum. Eina takmark þess var fijótið Otha, þar sem það von- aði að geta kælt brunasárin og linað skelfi- legar þjáningar sínar. Margir hlupu um göt- urnar eins og logandi kyndlar; margir drukkn- uðu í fljótinu; margir voru einfaldlega troðnir undir. Allir þjáðust af óbærilegum þorsta og hrópuðu: „Vatn! Vatn"! Og fólkið fékk vatn. Regnið streymdi úr dökk- leitum skýjum, sem grúfðu yfir borginni. Sár- þjáð fólkið sneri skaðbrenndum andlitum mót himni og drakk svart regnið. Enginn gat vitað, að jafnvel regnið væri banvænt . . . Síðastliðið sumar var aldarfjórðungur liðinn síðan kjarnorkusprengju var varpað á Hirosima og Nagasagi. Nákvæmar tölur um mannfall eru ekki til, en gizkað er á, að 100.000 manns hafi látizt samstundis eingöngu í Hirosima og 100.000 manns hafi orðið fyrir geislavirku regni, sem ýmist leiddi til dauða eða hafði í för með sér örkuml ævilangt. Talið var, að 170.000 manns hefðu lifað sprenginguna af í Hirosima, en rann- sóknir hafa leitt í Ijós, að aðeins lítill hluti þess fólks komst aftur til fullrar heilsu. Það er táknrænt fyrir þennan hörmulegasta glæp, sem framinn hefur verið í sögu mann- kynsins, að maðurinn, sem hafði það hlutverk með höndum að gefa flugvélinni skipun um að láta kjarnorkusprengjuna falla, missti vitið af samvizkukvölum, en stjórnmálamennirnir, sem ábyrgðina báru, eru af sumum jafnvel taldir hafa gert hið eina rétta. Þótt þeim hafi tekizt að réttlæta þennan verknað fyrir sjálfum sér, mun enginn maður með óspillt hugarfar nokkru sinni fallast á blóðug rök þeirra. G.Gr. ^^KAN Útgefandi: Hilmir hf. Hitstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð f lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega, 1100 kr. fyrir 26 blöð miss- erislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjald- dagar eru: nóvember, febrúar, mal og ágúst. 44. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.