Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 15
persónulegra, nú þegar hann hét ákveðnu nafni. Hann var vak- andi og hreyfði í sífellu munn- inn. Það var merki þess að hann var svangur. Ef hún hraðaði sér ekki að uppfylla óskir hans, myndi hann reka upp öskur svo það heyrðist um allt húsið. Og þannig yrði það framvegis, dag- inn út og daginn inn, já, líka á nóttunni. Guð einn vissi hve oft hún þyrfti að gefa honum að borða og skipta á honum yfir sólarhringinn. Svo var það þvott- urinn, baðherbergið yrði auðvit- að daglega fullt af þvotti. Þau þurftu líka að afla sér margra hluta, svo þessar fimm hundruð krónur næðu skammt. En drengurinn þurfti líka ým- islegt annað en mat og klæði. Hann þurfti innilega umhyggju, mjúkar hendur og róandi rödd. Það sem þér gerið einum af mín- um minnstu bræðrum.... Cissi sendi Sten fram í eldhús til að opna dósina með barna- þurrmjólkinni og lesa vandlega notkunarreglurnar. — Og gleymdu ekki að sjóða pelann. Við þurfum reyndar að kaupa fleiri pela, strax í dag. Svo sneri hún sér aftur að rúminu, þar sem hún var búin að raða þessum smágerðu föt- um. Það var gott að þau höfðu keypt þessa stóru kommóðu á uppboði, nú gat Mikael fengið efstu skúffuna-. Willie Samson vaknaði í stóra rúminu sínu og fann strax til einhverrar óþægindakenndar. Eitthvað var öðruvísi en það átti að vera, hann gat bara ekki fundið í augnablikinu hvað það var. Ekki strax. Hann teygði úr sér til að vakna betur og þá fór hann að muna. Hann var ekki í náttfötum og hann hafði vafið lakinu um fæturna. Hann spark- aði því frá sér. mjög óþolinmóð- ur, og þá stóð allt ljóst fyrir honum. Katja! Hann settist upp og leit í kringum sig í hálfrökkrinu. Hún var þar ejcki. Baðherbergið, hugsaði hann vongóður. Hún hafði auðvitað farið þangað til að fá sér sturtu. Hann hlustaði af ákafa, en heyrði ekki neitt. Það var svo hljótt í íbúðinni, að hann vissi að það var rétt, sem undirvitundin sagði honum, hún var ekki þarna. Svo sá hann að fötin hennar voru horfin. Hann fann til óþæginda fyrir brjóstinu, vegna vonbrigðanna. Nei, hún getur ekki yfirgefið mig aftur, ekki eftir það sem skeði í nótt. Eg sagði henni hve hún væri mér mikils virði. Nú spretta upp. Bréf! Hún hlaut að hafa skrifað honum nokkrar lín- ur og stungið þeim einhvers stað- ar! Tíu mínútum síðar var hann búinn að leita um allt og sat á stól í eldhúsinu, niðurbrotinn af sorg. Hún var horfin og hafði ekki skilið neitt eftir, sem gat gefið honum von um að finna hana aftur. En hvers vegna? Hvers vegna? í huganum fór hann yfir allt seip hafði skeð um kvöldið og nóttina og þegar hann fann skýringuna gróf hann and- litið í höndum sér. — Ég hef áhyggjur, hafði hún sagt, — þú getur kannske bjargað mér. Ég er í mikilli þörf fyrir hjálp! Og hverju hafði hann svarað? —- Við skulum tala um það seinna. Hann hafði ekki einu sinni spurt hvað amaði að henni. Hann hafði gleymt þvi, eins og Willie Samson var vanur að gleyma því sem óþægilegt var. Hún hafði beðið, hún gaf honum allt sem hann fór fram á, til þess að verða vonsvikin. Hann var viðutan, þegar hann opnaði fyrir útvarpið í. eldhús- inu. Þulurinn var í miðjum há- degisfréttunum, og rödd hans var svo kunnugleg að Willie tók ekki eftir því hvað hann var að segja í fyrstu. . . . hin horfna flugvél. Flakið fannst í fjörunni á hólmanum fyrir utan Öregrund. En lík flug- mannsins, Leo van der Heft, var hvergi sjáanlegt. Eftir því hvern- ig flugvélarflakið liggur, þá er hugsanlegt að hann hafi kastast út úr því og lent á ísnum, sem þá var á vatninu. Nú er búið að kalla til froskmenn. Matsnefnd- in frá tryggingafélaginu hafði í umslaginu voru fimm hundruð krónur, fimm ekkert annaS. Ekki eitt einasta orð.... FIMMTI HLUTI hef ég í fyrsta sinn á ævinni sagt konu að ég elskaði hana, og sagt sannleikann! Vísarnir á rafmagnsklukkunni lýstu í rökkrinu, hann varð skelkaður, þegar hann sá hvað klukkan var, hún var orðin hálf tólf. Hann hafði þá sofið allan morguninn og hún var auðvitað farin fyrir mörgum klukkutím- um. Þetta kemur af því að ég drakk meira en ég er vanur, hugsaði hann eins og til að af- saka sjálfan sig. Honum datt skyndilega í hug að þukla á rúmfötunum við hlið sér. En þau voru köld. Það var ekki einu sinni ilmurinn af henni eftir. Ilmurinn! Hann sá fyrir sér, það sem hafði skeð um nótt- ina. Glaður leikur, eins konar baráttuleikur, sem svo varð að alvöru og heimurinn hvarf þeim báðum, það var eins og þau væru ein að svífa um í himingeimnum. Ný hugdetta kom honum til að ekki haft tíma til að gera nema lauslegar rannsóknir og gat því ekki sagt til um ástæðuna fyrir slysinu. Það vekur mikla furðu að þaulreyndur flugmaður eins og Leo van der Heft var skyldi hafa farið þetta langt út af stefn- unni. Eins og allir vissu var hann á leið til Stokkhólms. Það er tvennt, sem aðallega hefur ver- ið undrunarefni. Annað er loft- skeytabúnaðurinn og þar með blindlendingartækin, þau eru í því ástandi að þau geta ekki hafa farið svona illa við árekst- urinn. Hitt er að samkvæmt loft- siglingarbókinni hafði Leo van der Heft aukabensín til aðeins tíu til fimmtán mínútna flugs fram yfir það sem dugði til Stokkhólms. Rannsóknum er haldið áfram.... Willie Samson lokaði fyrir út- varpið, settist niður og starði út í loftið. Cissi var búin að gefa Mikael miðdegismáltíðina og búin að láta hann ropa. Hún lagði hann frá sér og horfði á hann depla augunum, þangað til hann logn- aðist út af. Pling! Pling! Plong! Þrír tónar frá flyglinum og þar næst klingjandi hljómur, sem kom Cissi til að þjóta til dyr-’ anna, eins og henni væri skotið úr fallbyssu. Hún lokaði dyrun- um, eins hljóðlega og hún gat, en í því kom næsta druna, eins og ekið væri hundruðum stríðs- vagna. — Uss. . . .! Sten lyfti höndunum frá hljóm- borðinu og horfði spyrjandi á hana. — Þú vekur Mikael, sagði hún lágt en ákveðið. Hann sat stundarkorn og reyndi að kyngja þessari vfirlýs- ingu. — En ég verð að byrja á æfingum núna, Cissi, það veiztu. Ég hef ekki snert eina nótu síð- ustu sex vikurnar. — Þú verður að spila, þegar hann er vakandi. Hann horfði á hana, svipurinn var óræður. — Og hvenær er hann vakandi, ef ég má spyrja? — Hvenær? Ja-a. . . . Rödd hennar varð hljómlaus, svo dó hún út, en augnaráð Stens krafðist svars. — Ja . . . nú . . . þegar ég skipti á honum og þegar hann borðar. Hún var mjög vandræðaleg. Þetta var fyrsta hindrunin, hún hafði ekki reiknað með þessu. Sten lokaði flyglinum og stóð upp. — Það verða um það bil tutt- ugu mínútur, fjórða hvern hundraðkrónuseðlar, klukkutíma, eða eitthvað í þá áttina ,er það ekki? Hún gat ekki svarað, en hann hélt áfram, án miskunnar: — Þú veizt að ég verð að æfa mig að minnsta kosti átta klukkutíma á dag, Cissi. Annars þýðir ekkert fyrir mig að halda áfram við þetta nám. Það hlýtur að finnast ein- hver lausn á því máli, sagði hún vesældarlega og hélt svo áfram, með meiri ákafa. — íbúðin er svo stór! Ef við flytjum flygilinn inn í annan endann á íbúðinni og Mikael í hinn endann, þá ætti ekki að heyrast á milli, ef við lokum öll- um dyrum. Er ekki líka hægt að fá einhvern hljóðdeyfi á flygil- inn? Ef þú gætir. . . . Hann brosti, kom til hennar og klappaði henni á kinnina. — Það er greinilegt að við verðum að reyna að finna út úr þessu, ástin Framhald á bls. 47 44. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.