Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 19
Ameina í eldhúsinu. Til þessa útsýnis vakna þau Hamed og kona hans hvern morgun. Hús þeirra er fal- legt og nýtt, byggt af mönnum úr fjölskyldu hans. Allt í kring eru hús er heyra til ætt- mennum hans. Að baki og enn nær sjálfum fjallstindinum stendur hús föður hans stórt mjög. Hamed á yfir þúsund ættingja allt umhverfis í Olíufjallinu. Allt eru þetta af- komendur Bedúina, sem búið hafa hér kvn- slóð fram af kynslóð. Áður en ættin tók sér bústaði í fjallinu, höfðu meðlimir hennar reikað brunn frá brunni um heitar sólþurrkaðar, lendur sunn- an og norðan Jórdanfljótsins líkt og Abra- ham, Sara og ísak. Og svo gera Bedúínaætt- ílokkar enn í dag. Á leiðinni meðfram Dauðahafinu, þar sem landið var autt og ófrjótt gat hér og hvar að líta hin sérkenni- legu geitarhárstjöld Bedúínanna, nokkra tjóðraða hesta og nokkra úlfalda með hátt upplyftu höfði. Og alls staðar nálægt voru sauðahópar stærri og smærri, sem leituðu með snoppuna við jörðu eftir grastoddum hér og hvar. Innbyrðiserjur Bedúína um aidaraðir eru allsögulegar, en þetta er vin- gjarnlegt fólk, sem býður upp á karde- mommukaffi, þegar ókunnir vitja tjalda þeirra. Konurnar hverfa þó jafnan, þegar gest ber að. Ætt Hameds gaf þó hirðingjalífið á bát- inn og settist um kyrrt á Olíufjallinu. Þar hafði faðir hans gamli ræktað jörðina líkt og hans faðir hafði áður gert. Sumir hinna gerðust iðnaðar- ellegar verzlunarmenn. Sameiginlegt heimkynni þeirra allra var Olíufjallið. Sjálfur lenti Hamed út fyrir mynstrið. Hann varð leiðsögumaður, sá bezti í allri Jerúsalem. Ensku lærði hann í bernsku, er hann ásamt bræðrum sínum og frændum seldi tyggigúmmí. Það var í tíð Englendinga þar í Palestínu. Nú hefur hann mikið orða- val og algert vald á aðstæðum, þegar hann ásamt hópi skemmtiferðamanna reikar um gömlu Jerúsalem með öllu hennar ógrynni gamalla minja. Hann kann söguna og ártöl- in á fingrum sér. Islam þekkir hann, því að sjálfur er hann Múhameðstrúarmaður, en hann þekkir einnig Gyðingatrúna og hina mörgu kristnu trúarflokka þar í hinum helga stað. Frönsku nunnurnar horfa mildilega á hann, þegar hann kyssir á hönd þeirra og býður góðan dag. Hann hjálpar gömlum dömum í umferðinni á Via Dolorosa og hjá vini sínum klútasalanum fær hann lánaða höfuðklúta handa hálsflegnum skandinav- ískum stúlkum, áður en þær fengju aðgang að Kirkju grafarinnar helgu. Alltaf er hann að mæta fólki, sem hann þekkir, þegar hann fer um basargöturnar. Hvarvetna hrópa menn til hans í kveðjuskyni, og hann brosir til allra. Hann sóar persónutöfrum sínum á hvern sem er. Og allir elska Hamed. AMEINA svartklædd að hætti þorps- kvennanna með rauðan og grænan útsaum á kjólnum, kemur hikandi fram úr eldhús- inu, þegar maður hennar kallar. Hún er feimin og fálát. Hún horfir á okkur svört- um sorgmæddum augum. Það er eins og hún hafi grátið. Hún er handgengin sínum nán- ustu. Hvað varðar hana um ókunnugt fólk? Hinn nýi heimur mannsins hennar er ekki hennar heimur. — Ameina er þrjátíu og fjögurra ára. Þau hjónin giftust fjórtán og sextán ára. Ekki af ást, heldur voru það for- eldrar beggja, sem komu giftingunni í kring, svo sem venja er með Múhameðstrúarmönn- um, en þau eru frændsystkin. Skyldmenna- giftingar eru mjög algengar í þessum hluta heims. Hún hafði, kvað Hamed, grátið, þeg- ar hann sá hana í fyrsta sinn. En ekki lét hún sér í hug koma að hafa á móti. Það var alveg eins hægt að setja sig á móti því, að sólin settist. Á brúðkaupskvöldið, þegar brúðhjónin skyldu yfirgefa veizluna, fylgdust foreldr- arnir með, til að fullvissa sig um meydóm brúðarinnar, en svo höfðu þeirra eigin for- eldrar gert, og slík var erfðavenja allt frá örófi alda. Hver dirfðist að setja sig á móti slíkri venju? ijilskikkanir tilverunnar voru eins ófrávíkjanlegar og göngur himintungl- anna. Tvö fyrstu börn þeirra Hamed og Ameina dóu kornung. Allah var óskeikull í sínum vísdómi. Þetta voru tvær dætur. Seinna fæddi Ameina tvo syni. Þeir sitja með til borðs í dag, Bassam ellefu ára og Maohmud ofurlítill töfrakarl, níu ára. Ameina situr ekki til borðs. Hún hefur Ilamed og Ameina við þorpsbrunninn. dregið sig inn í eldhúsið, eftir að fyrsti rétt- ur er borinn inn. Á borðinu eru fögur glös úr Hebronkristal, blá og grænleit. — Það er vín í þeim, segir Hamed. Ég hef sótt það í kirkjuna. En konan mín má ekki vita það. Rétttrúaðir Múhameðstrúarmenn drekka ekki vín, og konan mín er rétttrúuð. Hún fer á fætur klukkan hálffimm á hverj- um morgni og byrjar daginn með bæn í moskunni, hún og faðir minn. Hádegisverðurinn byrjar með austurlenzk- um forréttum: húmusskál, sem gerð er úr möluðum baunum, þeyttum saman við ses- amolíu, sítrónu og hvítlauk, og tahínuskál, en sá réttur er úr sesamfræjum ólífuolíu, hvítlauk og saxaðri steinselju. Húmus og tahína er álíka þykkt og olíusósa. Menn neyta þessara rétta með hinum sérkennilegu kringlóttu arabísku brauðkökum, sem minna á þykkar pönnukökur, og þær eru brotnar niður og bitunum dýft í húmusinn og ta- hínuna. Samtalið er fjörugt yfir borðum. Drengir Hameds kunna þegar dálítið í ensku, og eru fíknir í að fá að tala. Utan við gluggann hefur hópur af börnum safnazt saman, börn Framhald á bls. 45. 44. tbi. VIRAN 1!)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.