Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 30
Kötturirm Prissy strauk sér við faetur Cathy. Ken kom auga á hann, tók í hnakkadrambið á honum, gekk að dyrunum og fleygði honum út. Síðan þreif hann í handlegg Cathy og hrópaði: — Og þú líka! Að svo mæltu hrinti hann henni harkalega út um dyrnar og lét sér um leið um munn fara verstu blóts- yrði tungunnar. Ef Cathy hefði ekki náð taki í handfangið, hefði hún fallið niður allan stigann. Hún var nokkra stund að jafna sig, titraði af geðshræringu, og þeg- ar hún heyrði hann hlæja hátt fyrir innan dyrnar, rann henni kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki varð annað séð en hann hefði með öllu misst vitið. Um nóttina svaf Cathy í gesta- herbergi Meg. Þegar þær drukku kaffi saman morguninn eftir, var hún náföl og þögul. Allt í einu leit hún upp og sagði umbúðalaust: — Ég er með barni. — Nei, ég trúi því ekki! Ertu viss? — Já, það fer ekki á milli mála. — En hvernig getur staðið á því? Hefurðu ekki tekið pilluna? — Jú, en ég gleymdi því í eitt skipti. Það var daginn, sem við fór- um í Disneyland. — Veit Ken um þetta? — Nei, og ég hef ekki hugsað mér að segja honum frá því. Meg þagnaði, kveikti sér í sígar- ettu, en hélt síðan áfram: — Ég get komið þér í samband við lækni. Var hann að gera að gamni sínu? Hann gat varla hafa gleymt rifrildi þeirra? Hvernig gat hann látið eins og ekkert hefði gerzt? Framhaldssaga eftir Mike St Clair — Þriðji hluti. Cathy var hugsi um stund, sn síð- an hristi hún aftur höfuðið. — Þakka þér samt fyrir, sagði hún. Meg brást reið við: — Þú ætlar þó ekki að giftast Ken? Þú ert þó ekki svo vitlaus? — Nei, svaraði Cathy. Síðan bætti hún við eftir andar- taksþögn: — En þetta gekk vel hjá okkur fyrst. Það veit sá, sem allt veit. Þegar Cathy kom til vinnu sinnar, hringdi hún í Ken. Klukkan var kortér yfir níu. Ken vaknaði við símahringinguna, bölvaði lengi, en svaraði loks. — Ken, sagði Cathy. — Nei, þetta er þjónustustúlkan hans. — Fyrirgefðu að ég skuli vekja þig svona snemma, hélt Cathy áfram og lét eins og hún heyrði ekki þessa misheppnuðu fyndni hans um þjónustustúlkuna. — Ken, ég verð að hitta þig . . . Lengra komst hún ekki, því að Ken greip fram í fyrir henni. — Ég hef saknað þín mikið. Það hefur verið hræðilega einmanalegt hérna, síðan þú fórst. Cathy var með öllu óviðbúin slíkri blíðu í málrómi hans. Hún hafði búizt við brigzlyrðum og bit- urleika, ef til vill framhaldi af rif- rildinu kvöldið áður. En Ken virtist nú í fullu jafnvægi og vingjarnlegri en hann hafði lengi verið. — Hvar varstu í nótt, spurði hann. — Ég var hjá Meg. — En hvers vegna komstu ekki heim? Ég beið eftir þér allt kvöld- ið. Klukkan var orðin þrjú, þegar ég sofnaði loksins. Var hann að gera að gamni sínu, hugsaði Cathy tortryggin. Hann gat varla hafa gleymt rifrildi þeirra? Hvernig gat hann látið eins og ekk- ert hefði gerzt? Hún sagði: — Ken, hlustaðu á mig. Ég verð að hitta þig í dag. Það er svolítið, sem ég þarf að tala um við þig. — Gott. Eigum við að borða sam- an hádegisverð? Ósjálfrátt smitaðist Cathy af ró- semi hans og vingjarnleika. — Já, við skulum gera það, svaraði hún. — Hvar? — Á Top of the Mark klukkan eitt. Hann þagnaði andartak, en hélt síðan áfram og rödd hans var lág og hlýleg: — Ég hef sannarlega saknað þín, Cathy. Cathy fékk hjartslátt. Hann var nákvæmlega jafn geðfelldur og við- kvæmnislegur og fyrst þegar þau hittust. Þegar hún kom ( veitingahúsið, beið Ken í anddyrinu. Hann brosti — Áttu við, að ég láti eyða fóstrinu? — Hvað annað geturðu gert? Þú ætlar þó ekki að láta eyðileggja líf þitt, af því að þú gleymdir að taka pilluna í einn dag? Cathy hristi höfuðið. — Nei, ég get það ekki. — Ertu hrædd við aðgerðina? Hún er ósköp lítilvæg og alls ekki sársaukafull. Ég get dæmt um það. Cathy leit undrandi á Meg, sem kinkaði kolli til samþykkis. — Jú, ég hef lent í sömu klíp- unni og þú. En ég leysti málið á þann eina hátt, sem ég taldi koma til greina eftir vandlega umhugsun. Ef þú lætur gera þetta á föstudegi, þá geturðu byrjað að vinna aftur næsta mánudag. 30 VIKAN 44. tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.