Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 12
Dríiumur uppreisnarmannanna var að sigla aftur til Tahiti. En þessi Suðurhafsparadis færði þeim samt ekki ncina hamingju. 12 VIKAN 4«. tw. etu skipstjórans. Hann náði í tvo háseta, sem hann hafði sagt frá áformum sínum og fljót- lega komu aðrir fimm til fylgis við þá. Þeir voru fljótir að ákveða sig, þessi átta manna sveit. Einn var sendur til liðþjálfans, sem gætti vopnabúrsins og bað um byssu, því hann hefði í huga að skjóta hákarl, sem stöð- ugt væri á sveimi kringum skipið. Það stóð ekki á því, þeir fengu lykilinn að vopnabúr- inu og náðu sér í vopn, stutt sverð og byssur. Christian lét sér nægja stóran veiðihníf. Næsta skref uppreisnarmanna var að taka fasta fjóra menn, sem gátu orðið hættulegir; fyrir utan skipstjórann, náttúrufræðing, sem var farþegi, brytann og fallbyssuforingjann. William Bligh skipstjóri sagði svo frá síð- ar: Þannig leit elzti sonur Fletchers Christians út, hann var skírður Thursday October og fæddist á eynni Pitcairn. Það er bezt að byrja þessa sögu með því að athuga rólega aðstæður. Söguhetjan, sem hér segir frá, hafði sofið aðeins hálfa klukku- stund. Ðaginn áður hafði hann orðið svo reiður yfirboðara sínum, að hann hafði í fyrsta sinn á ævinni fellt tár. Nafn hans er Fletcher Christian. Klukkan er að verða fjögur um morguninn. Um nóttina hafði storminn lægt. Hafflöt- urinn var nú sléttur og andvarinn hlýr. Skonnortan, sem var þriggja mastra, með 14 fallbyssur og 45 manna áhöfn, hreyfðist varla. Stefnan var vest-norð-vestur,. Tungl- ið, sem var á fyrsta kvarteli, lýsti dauflega slök seglin. Undir blá-hvítu stjörnunni Vega mátti greina í fjarska eldfjallsbunguna á Suðurhafseyjunni Tofua. Klukkan um borð í skipinu sló fjögur. Fletcher Christian, fyrsti stýrimaður á skipi Hennar Hátignar „Bounty“, tók við stýrisvakt eftir hálfrar klukkustundar svefn. Þessi Fletcher Christian var mjög glæsileg- ur maður, aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall. Hann var frekar hávaxinn, axla- breiður, með svartbrún augu og dökkan hör- undslit, háa og granna fótleggi. Hann var mjög aðlaðandi og félagar hans á skipinu kunnu vel við hann, þrátt fyrir hið bráða skap hans. Þennan morgun, 28. apríl árið 1789, er Fletcher Christian bæði leiður og einmana. Hann þjáist af heimþrá, saknar heimilis síns í Englandi, foreldranna, bræðranna fimm og stúlkunnar, sem hann hafði verið ástfanginn af. Þetta verður til þess að hann hugsar með sér að láta nú strax til skarar skríða, framkvæma hugmynd, sem nýlega hafði skotið upp í huga hans, að taka stjórn skipsins í eigin hendur, án frekari undir- búnings. Mótstöðumann hans grunaði ekki neitt. Hann svaf vært í klefa sínum, fyrir opnum dyrum. Sá maður var William Bligh skip- stjóri, tíu árum eldri en Fletcher Christian. Bligh hafði upp á síðkastið verið strangur við stýrimann sinn, kvalið hann og lagt hann í einelti. Kvöldið áður hafði hann ekki virt stýrimanninn viðlits, þegar þeir sátu að kvöldverði. Bligh var mikill sjómaður, vissi allt um skip og siglingaleiðir, en hann var ekki að sama skapi sálfræðingur, Fletcher Christian sá þarna í morgunskím- unni að varðmennirnir tveir, sem voru á þilfarinu, sváfu, svo leiðin var greið að ká- „Rétt fyrir sólarupprás komu þeir inn í káetu mína, Christian Fletcher og fleiri, gripu mig, bundu hendur mínar fyrir aftan bak og hótuðu mér að drepa mig á stund- inni, ef ég gæfi frá mér nokkurt hljóð. Þrátt fyrir þessa hótun, rak ég upp öskur, svo hátt að þeir hrukku við.. . . “ En þessi öskur skipstjórans höfðu engin áhrif á Fletcher, hann var búinn að ganga þannig frá flestum stöðum á þessu þrjátíu metra langa skipi, að hann var alveg róleg- ur. Bligh skipstjóri segir: „Ég var rifinn upp úr rúminu á skyrtunni einni og dreginn út á þilfar. Það olli mér mestu kvölum, því að þeir höfðu bundið svo fast hendur mínar.“ Hann vissi ekkert hvað yar um að vera, eða hvers vegna hann var dreginn að aftur- mastrinu, eins og óbótamaður. Uppreisnarmennirnir áttu aðeins eina ósk, einn óskadraum og sá draumur var: Tahiti. Þeir höfðu verið á þessari paradísareyju í sex mánuði. Þeir höfðu komizt að því að þar var lífið léttara en í Englandi, þar voru ekki kaldir næðingar, engin þrælavinna, eins og um borð í skipinu. Á Tahiti var alltaf hlýtt. Náttúran sá fyrir nægum ávöxtum og gnægð af svínakjöti, allan ársins hring. Þar þurfti enginn að klæð- ast þröngum, grófum fötum og þar var eng- in smámunasemi í siðferðismálum. Konurn- ar þar voru allt öðruvísi en konurnar í Eng- landi, sem voru bitrar og geðvondar af dags- ins striti. Þessar voru sólbrúnar, hálfnaktar, síglaðar og engar smásálir í ástamálum. Mennirnir á „Bounty“ höfðu fengið svolít- inn forsmekk af því sem hægt var að kalla liamingju. Þessi draumur þeirra var þyrnir í augum Blighs skipstjóra. Hinn harðgerði sjómaður gat ekki skilið slík áhugamál. Hann var sjálfur alinn upp í fátækt í Ply- mouth og hafði komizt í þessa stöðu af eig- in rammleik, unnið sig upp. Slikir menn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.