Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 24
UMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT, HÚSMÆÐRAKENNARI MEÐ KAfflNU Kúmenkringlur 14 I miólk 100 gr smjörlíki 30 gr pressuger 1 msk. sykur 1 tsk. salt 500 gr hveiti 2 msk. kúmen Velgjið miólkina og látið smiör- líkið bráðna í henni. Leysið gerið upp í hluta miólkurinnar. Sykur og salt bætt úti, ásamt hveiti og kúm- eni. Hnoðað létt saman. Látið hef- ast um helming (ca. 40 minútur). Hnoðið þá aftur á hveiti stráðu bcrði og skiptið í 20 hluta. Rúllið hverjum hluta i fingurþykka lengju og mótið eins og kringlu. Setjið á smurða bökunarplötu og látið hef- ast aftur um helming. Penslið með eggi. Bakið við 200° í ca. 10—12 minútur. Hvít rúlluterta 3 egg 1 V2 dl sykur 2'/2 msk. kartöflumiöl 1 dl hveiti 1/4 tsk. lyftiduft fylling: 5—6 msk. sulta Egg og sykur þeytt mjög vel. Sictið hveiti, kartöflumjöl og lyfti- duft útí. Bakið í rúllutertuformi eða smurðu smiörpappírsformi ca. 30x 35 cm við 200° í ca. 10 mínútur. Hvolft á sykurstráðan smjörpappír. Smyrjið volgri sultunni á og rúllið saman með snörum handtökum. Ef rúllutertan bakast of mikið brotnar hún, þegar henni er rúllað saman. Ef þér óttist, að ykkar kaka hafi orðið fyrir því, vindið þá leirþurrku í vel heitu vatni og bregðið augna- bliki á kökuna. 24 VIKAN 44 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.