Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 7
Drekamerkið og Tvíburamerkið ffeta að vísu unnið saman að settu marki, sérstaklega ef það er á andlega sviðinu, en Vogar- skálin og Tvíburinn eiga vel saman á flestum sviðum og eiga gott með að lifa saman í sátt og samlyndi. —• Heimildir stangast heldur betur á varðandi móður Polanskis. Báðar greinarnar, sem þú minntist á, eru þýddar úr er- Iendum blöðum, sem hafa hið bezta orð á sér; fyrri greinin er þýdd úr sænsku, en hin síðari úr þýzku. En það eru líka vit- leysur í fínu erlendu blöðunum engu síður en þeim íslenzku. Á það höfum við hér á Vikunni rekið okkur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. í spánnýrri grein í norsku blaði, þar sem gangur hins óhugnanlega morðs er rakinn nákvæmlega stendur einnig, að móðir Polanskis liafi látizt í fangabúðum. Við erum því helzt á því, að það sé rétt, þótt við þorum engan veginn að fullyrða neitt um það. Tvíburar með tvíburum Elsku Póstur! Við erum tvíburasystur og eigum báðar við sama vanda- málið að stríða. Við erum báðar með strákum á föstu, og þeir eru tvíburar. En okkur langar til að skipta, en vitum ekki hvernig við eigum að segja þeim það. Svaraðu okkur án útúrsnún- inga. — Bless, elsku Póstur. Tvíburar í vandræðum. Við ætlum alls ekki að snúa út úr bréfi ykkar, en okkur er ekki vel ljóst, hvort þið viljið skipta um kærasta innbyrðis eða hvort þið viljið báðar losna við núver- andi kærasta ykkar. Það er nokk- uð algengt að tvíburar giftist tvíburum, ekki sízt ef þeir eru eineggja. Ef þið viljið skipta innbyrðis og eru báðar sammála um það, þá er bara eftir að kanna hug þeirra í þeim efnum. Og ef svo skyldi vilja til, að þið séuð nauðalíkar og kærastarnir ykkar líka, — þá ætti þetta að geta gerzt, .án verulegs sársauka og óþæginda. Enn um klámið Kæri Póstur! Þú varst að óska eftir umræð- um um klámið. Ég hef aldrei skrifað þér áður, en læt nú verða af því í fyrsta skipti. Þetta má ekki skilja sem svo, að mér sé klámið eitthvert meira áhuga- mál en allt annað. Þvert á móti. Ég skrifa bara af því að ég hlust- aði á umræddan þátt í sjónvarp- inu eins og sá sem skrifaði þér bréfið um daginn, en síðan hef- ur komið svolítið á daginn, sem breytir málinu meira en lítið að mínum dómi. Það stóð sem sagt í einu Reykjavíkurblaðinu skömmu eftir sjónvarpsþáttinn, að klám af verstu tegund væri falt hér á landi en mjög dýrt, allt að þrjú hundruð krónur eitt lítið hefti. Ég fæ ekki séð, að það sé til neins að sporna við þessu tízkufyrirbrigði, þegar það er nú einu sinni komið hingað. Allt laumuspil og öll bönn gera illt verra eins og kunnugt er. Eftir fréttina í blaðinu um dag- inn, gefur auga leið, að allir sem áhuga hafa á að verða sér úti um klámrit, vita hvert þeir eiga að snúa sér. Og er ekki eins gott að hafa þetta til sýnis og sölu á skaplegu verði, fyrst það er falt hvort sem er? Bannið gerir það eitt að verkum, að einhverjir náungar geta haft svartamark- aðsverð á klámritunum og grætt á sölu þeirra. Að lokum langar mig til að segja þetta: Ég er því hlynntur að klám verði selt hér hverjum sem það vill k'aupa til þess að koma í veg fyrir svartamarkaðs- brask og gróðabrall. Og þegar allt kemur til alls fá unglingar og einnig fullorðið fólk útrás í að horfa á klámmyndir. Annars væri klámið ekki svona eftirsótt. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. N.N. Það er að sjálfsögðu reginmun- ur á því, livort klámrit eru höfð til sýnis og sölu fyrir allra aug- um, eins og til dæmis í Kaup- mannahöfn, eða hvort verið er að pukrast með þau í einhverj- um búðarholum í skuggasund- um. Ef bréfritari hefur komið til Kaupmannahafnar, þá leyfum við okkur að efast um, að hann vilji breyta andliti Reykjavíkur til samræmis við þá ágætu borg. En við þökkum samt kærlega fyrir tilskrifið og væri gaman ef fleiri vildu leggja orð í klám- belginn. r-IGNIS--i - FRYSTIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlifðarkantar á hornum — Ijós í loki .— færanlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrysting” — „grænt venjuleg frysting" — „rautt of lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138,— kr. 17.555.— i út + 5 mán. 190 Itr kr. 19.938,— kr. 21.530,— i út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900.— kr. 26.934.— -j út + 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427— kr 31800— } út + 6 mán. RAFTORCi VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26660 Þér sparið með áskriít SKIPH0LTI 33 - SÍMI 35320 44. tbi. vikan 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.