Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 37
ar af nærliggjandi eyjum. Ég hef hugboð um að mér verði ekki vært á Tahiti og ég vil ekki gera fjölskyldu minni þá skömm að láta flytja mig aftur heim til Englands. Hann vissi af brezkum rann- sóknarleiðangri á Tahiti og vissi að hann yrði færður heim til Englands, þar sem ekkert beið hans, annað en gálginn. Níu af uppreisnarmönnunum kusu að fylgja honum, hinir gengu á iand á Tahiti. Fletcher sigldi svo út í bláinn, með þá sem eftir voru af áhöfninni, auk þess tók hann sjö innfædda karl- menn og tólf konur með sér. Hvenær hann tók land á eld- fjallaeynni Pitcairn, veit engr inn með vissu. En þangað fór þetta fólk. Það byggði sér hús, ræktaði garða og brenndi „Boun- ty“, svo ekki væri hægt að sigla skútunni til Englands aftur. Á Pitcairn eignaðist Fletcher Christian son. Hann var fæddur á fimmtudegi í október, þess vegna var hann skírður „Thurs- day October Christian". Frá honum eru svo allir þeir komn- ir, sem bera nafnið Christian og ennþá búa á Pitcairn eyju og lifa þar friðsælu lífi. Þeir tala jafnvel ennþá hina gömlu ensku, sem uppreisnarmaðurinn for- faðir þeirra talaði. En það var ekki alltaf frið- sælt á Pitcairn. Árið 1810 varð togstreita um suðurhafskonurn- ar milli eyjarskeggja. Eftir sög- um, sem gengu á Tahiti á Flet- cher Christian að hafa verið skotinn til bana, þar sem hann var við vinnu í garði sínum, en bein hans hafa aldrei fundizt. Svo hefur verið önnur saga á kreiki um endalok Fletcher Christian. Það eru möguleikar á því að hann hafi með leynd kom- izt um borð í ameríska skipið „Topaz“, en það var fyrsta skip sem kom til Pitcairn. Svo mikið er víst að 1808 og 1809 gengu um það sögur að hann hafi sézt í nágrenni ættar- óðalsins og jafnvel að hann hafi byggt þar hús og kvænzt. HVER VAR DULARFULLI MAÐURINN Á GÖTUNNI? Einn af uppreisnarmönnunum á „Bounty", Heywood að nafni, sem hafði orðið eftir á Tahiti var fluttur heim til Englands, þar sem hann varð síðar vel virtur skipstjóri. Hann heldur því fram að hann hafi séð Fletcher Christian á hafnargötu í Plymouth árið 1809. Þessi maður, sem hann kannaðist svo vel við, gekk á undan honum. Heywood hljóp á eftir honum og þegar hinn leit við, sá hann að það var Fletcher Christian. En þegar maðurinn sá Heywood tók hann til fótanna og Heywood missti sjónar af honum. Þessi saga er sögð í enskri alfræðaorðabók og þar er sagt að hún sé mjög sennileg. En eitt er víst: Afkomendur hans sverja sig mjög í ætt við hann, þrátt fyrir nokkuð Sterk einkenni Suðurhafseyjabúans. Nú í ár á Christianfjölskyldan á Pitcairn von á heimsókn ungs manns, sem heitir Maurice Bligh og er afkomandi William Blighs, hins fræga skipstjóra á „Boun- ty“. ☆ Loftvogin Framhald af bls. 16. — Og svo hefðum við átt að flytja inn í snoturt raðhús, sem við værum auðvitað búin að spara í mörg ár til að eignast, og við ættum svo að fylla það með húsgögnum, sem væru keypt gegn staðgreiðslu, tylftir af handklæðum, sængurverum og slíku, útsaumaða púða og klukkustrengi. Og henni finnst það bókstaflega hræðilegt að ég skuli fara í brúðkaupsferð með þessa gömlu garma mina í bak- poka og eyða fyrstu dásamlegu dögum hjónabandsins um borð í fiskibáti! En það er kannske ekki svo skrítið að hún hugsi þannig.. . . Svo þykir henni íbúðin okkar hræðileg og að við ættum að brenna uppstoppaða erninum, sem við keyptum á flóamarkaðinum, gefa einhverj- um myndina af Viktoríu drottn- ingu og gömlu vekjaraklukkuna. Mig langar til að fá gömlu loft- vogina, en hún vill ekki gefa mér hana. — Hvers vegna ekki? — Hún er gjöf frá pabba Hún hefur verið biluð í mörg ár . . . þess vegna stendur hún alltaf á „Blíðalogn". Hún hefur ein- hverja sérstaka tilfinningu fyrir þessari loftvog. — En hvers vegna bankar þú alltaf í hana, þegar þú gengur fram hjá? spurði hann. — Ef hún stendur alltaf á „Blíðalogn" á ég við. Hún svaraði ekki. Sér til undrunar sá hann að hún roðn- aði. — O, bara að gamni, sagði hún loksins. En hann tók það ekki sem góða og gilda vöru. — Lygari. Þú gerir það ekki eingöngu í gamni. Hvers vegna? — Að gamni mínu, endurtók hún. Nei. Hann kyssti hana. Fast og ástríðufullt, þangað til hún fann að öll mótstaða og styrkur hvarf henni. Þá sleppti hann henni. — Segðu mér það þá. — Þú ert ruddalegur, tautaði hún og ballaði sér innilega að honum. Hún fann að hún varð að vera einlæg. Segðu mér það þá, sagði hann, altekinn skyndilegri löng- un til að vita allt um hana. — Hvers vegna bankar þú alltaf í loftvogina, þótt þú vitir að hún er biluð? Æðstu gæði Fátt vekur yður yndi sem góð tónlist. Og nú orðið er yður fátt auðveldara en að njóta hennar. Philips-verksmiðjurnar eru stærsti framleiðandi hljóm- tækja í Evrópu. Og frá Philips er hin fjölþætta Hi Fi- hljómtækjasyrpa (High Fidelity International); plötu- spilarar, magnarar, hátalarakerfi — allt nákvæmlega samhæft til fullkomins flutnings. Hi Fi-syrpan er stílhrein og snotur, auðveld í upp- setningu og verður yður til varanlegrar ánægju. í verzluninni Heimilistæki sf., Hafnarstræti 3, getið þér reynt gæði Hi Fi-hljómtækjanna. Þar eru tækin öll uppsett. Komið og reynið tóngæðin. HEIMILISTÆKISE HAFNARSTRÆTI 3, SlMI 20455 __________________________/ 44. tbi VIRAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.