Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 42

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 42
EXELENT SÓFASETT AMBASSADOR Stærsta húsgagnaverzlun utan Reykjavíkur. — Ótrúlega fjölbreytt úrval sófasetta. — Sér bólstruð eftir ósk yðar. — Ný og glæsileg áklæði. — Borðstofur — Svefnherbergi. — Pírahillur og sérstök húsgögn í úrvali. — Sendum myndalista- ef óskað er. — Sendum í póstkröfu um land allt. Við erum ávallt spori á undan. Þess vegna sjáið þér allt það nýjasta í DÚNA. Thummler fór austur fyrir, var hann einsamall, en þegar hann sneri við, var dóttirin Monika með honum. Landamæraverðirnir stöðvuðu hann: — Hvaða barn er þetta? Það stendur ekkert um hana í heimsókn- arleyfi yðar. — Þá hafa þeir bara gleymt að skrifa hana, svaraði Georg Thumml- er rólega. — Þetta er Monika dóttir mín. Hér er fæðingarvottorð hennar. Hún er dóttir mín. í meira en sjö klukkutima, frá klukkan 15 til 22.30 um kvöldið, yfirheyrði landamæralögreglan föð- ur og dóttur til skiptis. Þeir létu Moniku lýsa Vestur-Berlín, þeir spurðu hana um hverja einustu götu í nágrenni heimilis hennar, spurðu hana um bílmerki og margt annað. Telpan svaraði greiðlega spurning- um þeirra. — Ef mér hefði orðið á að stama, hefðu þeir gripið mig, segir Monika nú. Það var ekki fyrr en telpan sofn- aði í stólnum af þreytu að hinum austur-þýzku vörðum þóknaðist að leyfa henni að fara með föður sínum. Kraftaverkið hafði skeð, Thúmmler- fjölskyldan var aftur sameinuð. Nokkru síðar komust austur-þýzku yfirvöldin að hvarfi Moniku. Ætt- ingjar Thúmmlers í Austur-Berlín voru þá yfirheyrðir. Georg Thúmml- er var hótað handtöku fyrir mann- rán, ef til hans næðist, en það er ekki auðvelt og hann mun ekki láta sjá sig nálægt Múrnum fyrsta kastið. ☆ Ríó tríó HUSGAGNAVERZLUNIN DÚNA AUÐBREKKU 59 SÍMI: 42400 KÓPAVQGI heldur ekkert um hana, sagði Felicity. — Hún bað mig um hana vegna þess að hún er hæfi- lega gamaldags og það passar svo vel innan um þetta „pop“, eða hvað það nú heitir, og svo eiga kunningjar þeirra heldur ekki svona loftvog. Eg held það sé eina ástæðan fyrir því að hún fór að ágirnast hana. ... ☆ Tíu ára stúlka ... Framhald af bls. 29. austur fyrir. En þau fengu ekki að taka Moniku með sér heim. Yfir- völdin fundu alltaf upp nýjar ástæð- ur til að halda telpunni. BARN MÚRSINS Monika Thúmmler varð barn Múrsins. Það eru þau börn kölluð, sem á einhvern hátt hafa orðið fórn- arlömb skiptingar Þýzkalands. Enn- þá búa um 2.000 börn i Austur- Þýzkalandi, sem eiga foreldra sína í Vestur-Þýzkalandi. Það var ekki austur-þýzku yfir- völdunum að þakka að Monika komst loksins heim til foreldra sinna, heldur sniðugu uppátæki föður hennar. Hann fór þannig að: Hann náði sér í nafnskírteini frá Vestur-Þýzkalandi. I síðustu þrjú ár hafa Vestur-Berlínarbúar ekki haft leyfi til að fara til Austur-Berlínar, en þeir sem búsettir eru utan Berlín- ar í Vestur-Þýzkalandi hafa fengið að fara í heimsóknir austur yfir mörkin. Svo fór Thúmmler til Austur- Berlínar og tók Marion dóttur sína með sér. Hún var átta ára. Þegar hann fór vestur yfir aftur, tók hann Moniku með sér, en lét Marion verða eftir hjá ömmu sinni. Austur-þýzku landamæraverðirnir tóku ekki eftir aldursmismun telpn- anna. Telpurnar eru báðar Ijóshærð- ar, þótt sú yngri sé ennþá Ijósari yfirlitum. Enginn tók heldur eftir því að Marion var höfði lægri en Monika. Börn eru ekki mæld við Múrinn. Monika kom nú heim til foreldra sinna í fyrsta sinn í átta ár. Þá lagði faðir hennar vel niður fyrir henni, það sem hann hafði í huga. Hann sýndi henni nákvæmlega leiðina til skólans, þá leið, sem hún yrði að fara, þegar hún kæmi aftur til Vestur-Berlínar. Monika var tvær vikur um kyrrt hjá foreldrum sínum. Hún kynnti sér skólabækurnar og allt hverfið kringum skólann og heimili foreldranna. Þegar faðir hennar fór með hana til Austur-Berlínar aftur, sagði hann: — Næsta skipti sæki ég þig fyrir fullt og allt. Það var svo yngri dóttirin Marion, sem fór með honum vestur yfir í þetta sinn. Landamæraverðirnir héldu að þetta væri sama telpan og fór með honum austur yfir um morguninn. En svo kom síðari hlutinn af áforminu. Næst, þegar Georg Framhald af bls. 33. eins og auglýst hafði verið og var Jón Gunnlaugsson, sá ágæti skemmtikraftur, kynnir. Ég ætla ekki út í nákvæma lýsingu á hljómleikunum, það gerir platan sjálf þegar hún kemur út fyrir jólin, en ég veit að ég tala fyrir munn allra, sem í Háskólabíói voru þetta kvöld, þegar ég segi að þarna sannaði Ríó-tríóið það í eitt skipti fyrir öll, að þeir eru góðir, og hafa enga ástæðu til að vera að þessu sífellda hjali um að þeir séu bara „fúskarar“. Eg veit að ég ætti ekki að láta það frá mér fara, en ég held því fram að engir aðrir skemmti- kraftar hefðu getað fengið rúm- lega 1000 manns til að koma og hlusta á sig í rúma tvo tíma, sig og enga aðra. Upptakan, sem þeir félagar Pétur Steingrímsson og Jón Þór Hannesson sáu um, tókst vel, og 12 lög verða örugglega á plöt- unni, eitthvað af kynningum — og ef til vill sitthvað fleira. Eru þeir félagar allir mjög hressir með útkomuna, og segja hana hafa gengið mun betur en búizt var við, miðað við að þetta var í fyrsta skipti sem svona nokkuð er reynt hér á landi. Það er nú orðið eitt ár síðan Ágúst Atlason gekk í lið með 42 VIKAN 44. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.