Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 35

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 35
Uppreisnarforinginn.. Framhald af bls. 13. hét O-Tahiti á máli eyjaskeggja og þangað skyldu þeir nú sigla. FLETCHER CHRISTIAN VAR FJÖRUGUR SEM STRÁKUR OG SÉRSTAKLEGA KVENNA- K.l-iR Um þessa uppreisn hafa tvær stórar kvikmyndir verið gerðar. í þeirri fyrri lék Clark Gable Fletcher Christian, en í þeirri síðari Marlon Brando. f báðum myndunum var Fletcher gerður að rómantískri hetju, mótsögn við hinn ruddalega fant William Bligh. Nú er það þannig í lífinu, að sjaldan er einn maður hrein hetja og annar alger skepna. Hatrið og illindin milli þessara tveggja manna geta átt sína for- sögu. Ef til vill var Fletcher Christ- ian fæddur uppreisnarmaður. Forfeður hans höfðu verið valda- miklir í Englandi um aldaraðir. Þeir fluttust til Englands frá eynni Mön. Það er mjög líklegt að forfeður þeirra hafi verið víkingar, sem settust að á eynni á níundu öld. Fletcher Christian fæddist 25. september 1764 á landsetri frá miðöldum, Moor- land Close við Cumberland, sjötti sonur Charles Christians. Hann var alinn upp að hætti aðalsmanna. Hann fór alltaf ríð- andi í skólann og var mjög góð- ur nemandi, metorðagjarn og lagði sig eftir háttvísi. Einn af æskuvinum hans lýsti honum þannig: „Ég þekkti engan elsku- legri pilt en hann, hann var mildur, háttvís og heiðarlegur.“ Það getur verið að hann hafi ekki verið svona fullkominn, en eitt er víst, hann hefur verið mjög aðlaðandi. Hann var að- eins sextán ára, þegar hann lenti í sínu fyrsta ástarævintýri og eignaðist barn með stúlkunni. Það, eða öllu heldur ævintýra- þrá hans, varð til þess að hann strauk að heiman og kom sér um borð í skip í Whitehaven. ÞAÐ KUNNI EKKI GÓÐRI LUKKU AÐ STÝRA AÐ TVEIR SVO SKAPSTÓRIR MENN VÆRU UM BORÐ f SAMA SKIPI Síðar lýsti einn af skipsfélög- um hans honum þannig: „f kvennamálum var hann einhver skrítnasti unglingur sem ég hef þekkt.“ Fletcher Christian bar merki uppruna síns og uppeld- is. Heitt víkingablóðið, stolt að- alsmannsins, sjálfsálit og góð menntun, allt þetta blandaðist saman í honum. í fyrstu Ind- landsferð sinni kynntist hann hinum unga William Bligh, sem þá var seglameistari á einu af hinum frægu seglskipum sem sigldu um Suðurhafið og hann var álitinn einn mesti snilling- ur í því fagi í brezka flotanum. Fletcher Christian varð uppá- haldsnemandi Blighs. Þeir sigldu saman til eyjanna við Mið- Ameríku. Bligh var vinnuharð- ur við Christian. en hann sá líka um að hann væri hækkaður í tign að verðleikum. Og Bligh gerði meira: Þegar honum var fengin í hendur stjórnin á „Bounty“, þá bað hann flota- stjórnina um að láta sig hafa Fletcher Christian sem fyrsta stýrimann. Þeir vissu báðir að þeir voru skapbráðir menn, en þar sem þeir voru aldir upp við ólíkar aðstæður, bar oft ýmislegt á milli. Bligh var kvæntur maður, Christian ókvæntur. Og: Bligh gleymdi sér oft og rauk upp í reiði, en Christian var háttvís og viðkvæmur æru sinnar vegna. „Bounty" lagði af stað frá Spithead 23. desember 1787 og áhöfnin á skipinu voru eingöngu sjálfboðaliðar. Markmið þessa leiðangurs var næsta ótrúlegt, að minnsta kosti frá sjónarmiði nútímafólks. „Bounty" átti að sækja græðl- inga af brauðaldintrjám til Suð- urhafseyjanna og fara með þá til brezku nýlendanna í Vestur- Indíum, þar sem ætlunin var að gróðursetja þá og koma á brauð- aldintrjárækt, sem gæti brauð- fætt svörtu þrælana. „Bounty“ hreppti mikil óveð- ur á leið sinni til Tenerifa þarna um jólaleytið. Þá kom strax í ljós að ekki var allt með felldu urn borð og að fleiri en færri af skipshöfninni lögðu fæð, ef ekki hatur á Bligh skipstjóra. Á leiðinni til Tenerifa hafði skipstjórinn látið setja nokkra osta upp á þilfarið, til að þurrka þá. Skipstjórinn hélt því fram að einn osturinn hefði horfið og stóð á því fastar en fótunum að honum hefði verið stolið. En mannskapurinn var á ann- arri skoðun, þeir héldu því sem sé fram, að Bligh skipstjóri hefði sjálfur fjarlægt ostinn, áð- ur en hann fór frá Englandi og látið senda hann til fjölskyldu sinnar. Úrslit þessa máls urðu þau, að skipstjórinn lét taka ost- inn af matseðlinum, hásetarnir fengu engan ost. En það sýndi sig að Bligh skipstjóri var harðduglegur stjórnandi, aðeins einn maður lézt á þessari níu mánaða sigl- ingu. Hann hreppti hið versta veður fyrir Hornhöfða, suður- odda Ameríku, og það stóð í heilan mánuð. Hann kom skipi og mönnum heilu og höldnu til Tahiti, en oft þurfti hann að grípa til hnútasvipunnar, sem hann notaði óspart. „Bounty" kom til Tahiti klukk- an fjögur um morgun 26. októ- ber 1788, eftir tíu mánaða úti- vist. Það var ekki undarlegt þótt mennirnir hlökkuðu mikið til landgöngunnar, enda upphófst nú mikill gleðskapur. Innfædd- ir komu um borð með alls kon- ar varning. Stúlkurnar gáfu hin- um erlendu sjómönnum undir fótinn, færðu þeim blómsveiga, ávexti og nýtt svínakjöt og þeim fannst þeir vera komnir til para- dísar, þegar þeir stigu á land. \ 44. tbi. VIKIAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.