Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 49
SVOLÍTIÐ UM HJÖNA- BAND OG FLEIRA ★ Ungur maður í Rómaborg varð svo hrifinn af andliti stúlku nokkurrar, sem hann sá á gríð- arstóru auglýsingaspjaldi, að hann strengdi þess heit að kvæn- ast henni, hver sem hún væri og hvar sem hún væri niður komin. Eftir talsvert umstang tókst honum að grafa það upp, að hún væri búsett í Frakklandi. Þegar þangað kom, uppgötvaði hann, að hún var komin til Bandaríkj- anna. Hann lét það ekki á sig fá, heldur hélt rakleitt til New York. Þar tókst honum að fá vinnu á skrifstofu og hóf samstundis skipulega leit að draumadísinni sinni. Eftir mikla leit fann hann hana, hringdi til hennar og kynnti sig með kökk í hálsi og ákafan hjartslátt. En hann hafði ekki talað við hana lengi, þegar í ljós kom, að hún var búin að vera gift í tvö ár. —O— ★ Það var ást við fyrstu sýn hvað þýzka piltinn áhrærði. — Hann var nítján ára gamall. Dag nokkurn þurfti hann að leita til læknis í sjúkrahúsi. í anddyrinu mætti hann ungri, ljóshærðri hjúkunarkonu í einkar snotrum bláum hjúkrunarkvennabúningi. Þar með var ballið byrjað. Það endaði með því að bæði komust í blöðin. Þjóðverjinn varð sem sagt ákaflega ástfanginn. Hann reyndi að gefa sig á tal við stúlkuna strax í anddyrinu, en hún strunzaði fram hjá honum án þess að anza. Næst skrifaði hann henni: „Við hðfum að vísu aldrei tal- azt við, en ég elska þig. Gerðu það fyrir mig að leyfa. mér að hitta þig.... Eg bíð svars þíns fullur óþreyju. Þú ert svo ótrú- lega falleg. . . .“ Stúlkan svaraði ekki. Hann sendi henni blóm. Hann skrif- aði henni tugi bréfa, en fékk ekkert svar. Síðasta bréfið end- ursendi hún óopnað. En hann var orðinn nærri viti sínu fjær af ást. Hann náði sér í byssu og skaut sig í fótinn. Svo sagði hann, að kúlan hefði hlaupið óviljandi úr byssunni — og var fluttur til sjúkrahússins í sjúkrabíl, eins og hann hafði ætlazt til. Þetta dugði. Stúlkunni brá illilega í brún, þegar hún frétti, að hann lægi á sjúkrahúsinu. Og þegar honum tókst að segja henni allan sannleikann, stóðst hún ekki mátið lengur. Hún lofaði honum stefnumóti strax og hann væri korninn á fætur aftur. Þau giftu sig í næsta mánuði á eftir. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. SPYRJIÐ TANNLÆKNI YÐAR . . . hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar.- BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREi OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir' Cojgate Fluor tannglerunginn og ver tennum'ar skemmdum. Með. því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum 'þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. 44. tbi. VIEAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.