Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 8
NYITBS í GOMLIIM STlL Rétt fyrir utan Kristianstad á Skáni búa Marjatta Makkonen, teiknari af finnskum ættum og maður hennar Ola Hedin, sem er framkvæmdastjóri fyrir skóverksmiðju og börnin þeirra tvö, Nicklas, 9 ára og Pernilla, 5 ára. Bæði hjónin, Marjatta og Ola, hafa geysimikinn áhuga á heimilisinnréttingum, elska liti og hafa mikið yndi af að safna skemmtilegum hlutum og húsgögnum. Þau hafa látið byggja grinda- verkshús úr nýtízkulegum tígulsteini. Þetta er stórt og rúmgott hús, vel búið til hvílda, leiks, vinnu og skemmtilegra samkvæma. Helmingurinn af jarðhæðinni er fyrir svefnherbergi og baðherbergi. í hinum er þvottahús, eldhús og dagstofa með notajegum borðkrók. Uppi í risinu er baðstofa og eitt gestaherbergi. l Það er notalegur svipur á borðkrókn- um, þar er ljós viðarklæðning og rós- rautt veggfóður. Gluggatjöldin eru líka rósrauð, með blúndum. Meðfram langveggnum er fastur bekkur og fyr- ir ofan hann hilla undir smáhluti. X VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.