Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 31
um leið og hann gekk á móti henni, og hún veitti því eftirtekt, eins og hún hafði gert svo ótalsinnum áður, hversu óvenjulega glæsilegur hann var útlits. Hann beygði sig áfram og kyssti hana á kinnina. — Þú ert falleg í dag, sagði hann. — Þér fer vel að klæðast blá- um kjól. Þegar þjónninn kom, hló Ken við Cathy. — Við eigum vel saman. Tókstu eftir, hvað allir horfðu á okkur, þeg- ar við komum inn! Cathy var undrandi. Var þetta eintómur leikaraskapur hjá honum? Eða hafði hann í raun og veru gleymt rifrildinu í gærkvöldi? Hún leit undrandi á hann. Hvernig var hann eiginlega saman settur? Að hálfu leyti engill og að hálfu leyti djöfull . . . Þarna sat hann nú, ró- legur, hlæjandi og góður með sig. Hann pantaði Bloody Mary eins og f\'rsta kvöldið, sem þau voru sam- an. Hann var töfrandi, nærgætinn og umhyggjusamur, en jafnframt ó- útreiknanlegur, hættulegur og ruddalegur. Já, hann var sannarlega blendinn persónuleiki. Cathy óskaði þess allt í einu, að hún væri komin langt í burtu. — Ken, sagði hún. — Ég hef hugsað mér að losa mig við íbúð- ina. Ég kem með flutningabíl til að sækja dótið mitt. Ken svaraði ekki. Hann kveikti sér í sígarettu og var lengi að því. Hann sýndi engin merki þess, að það sem Cathy hafði sagt, hefði snert hann hið minnsta. Cathy var gröm, fremur sjálfri sér en honum. Það var hann, sem átti sök á öllum leiðindunum þeirra í milli, en samt var það ævinlega hún, sem fann til sektarkenndar og varð taugaóstyrk. — Ég ætla að fara heim til Eng- lands, sagði hún loks. Hún hafði ekki ætlað sér að ^eoia þetta, en þetta datt út úr henni ósiálfrátt. Ken virtist enn iafn ró- legur og áður. — Til Englands? Þvert yfir hið stóra úthaf? Það var bersvnilent að hann trúði henni ekki. Hann tók oaooirs- blað upp úr vasa sínum oa bvriaði að brjóta bað hvers og kruss, eins og barn sem er að búa til flnnvél. Cathy varð enn qramari en áður. Hverniq oat hann setið hinn róleg- asti og leikið sér á slíkri stundu? — Jæia, saoði hún snöant. — Jæia, hvað? — Hefur hú ekkert að senia? — Hvað get éa saqt? Hann sauq revkinn rliúnt að -ér úr sfoarettunni, on hlé- hnnum síð- an hæqt út úr 'ér f áttina ti! hennar. A meðan horfði hann beint í auqun á henni. Síðan tók hann aftur að sýsla við nannírsblað'ð sitt. Þeqar þiónninn kom með Bloody AAary handa þeim. hafði Ken skipt um skoðun oq vildi heldur fá kampavín. — Kamoavín? saqði Cathy. •— Éq vil ekki kamoavín. — Víst viltu það. Við verðum að halda upp á daginn. Hann teygði sig yfir borðið og lagði hönd sína á hennar. Hún reyndi að draga höndina að sér, en hann hélt svo fast, að hún gat það ekki. — Það er venjan. Við verðum að skála í kampavíni fyrir því, sem við eigum í vændum. Cathy hrökk við. Ken varð var við það og brosti til hennar. Þegar þjónninn var farinn brast Ken í hlátur. — Það var stórkostlegt að sjá svip- inn á þér áðan. Ég vildi óska, að ég hefði haft myndavélina með mér. Það var rétt eins og þú fengir tauga- áfall. — Hvernig — hvernig veiztu þetta, stamaði Cathy og vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. Ken hafði nú gert flugvél úr pappírsblaðinu og kastaði henni í áttina til Cathy. Hún greip hana ósjálfrátt. — Hvernig ég veit þetta? Það er þá rétt? Ætli ég hafi ekki fengið hugskeyti frá þér. Cathy braut sundur pappírsflug- vélina hægt og rólega. Ken hallaði sér fram á borðið og sagði: — Ég er svo glaður. Eigum við að gifta ckkur í kirkju. Við verðum að gera það fyrr en seinna. Ég vil, að þú verðir regluleg brúður, í brúðarkjól með slöri . . . — Ken, sagði Cathy. — Ég vil það ekki. En hann hlustaði ekki á hana. — Ef ég hefði bara vitað þetta í gærkvöldi, þá hefði ég auðvitað al- drei fleygt þér á dyr. Þú hlýtur að skilja það. Rifrildi okkar hlýtur að hafa stafað af því, að þú hefur ver ið illa fyrirkölluð, vegna þess sern nú er komið á daginn. Konur fá víst alls konar flugur í höfuðið, á með- an þær eru barnshafandi. Ég skal umbera þig, hvernig sem þú verð- ur, meðan á þessu stendur. Samtal þeirra hafði nú tekið allt aðra stefnu, en Cathy hafði hugsað sér. Hún reyndi aftur að komast að: — Ken, hlustaðu nú á mig . . . — Nei, það ert þú, sem átt að hlusta. Ég skal verða stórkostlegur pabbi, sá bezti í heimi. Ég veit hvað það er mikilvægt fyrir börn að eiga föður. Ég átti engan sjálfur, eins og þú veizt. Mitt barn skal al- drei þurfa að þjást á sama hátt og ég. Cathy hafði samúð með honum. Hún óskaði þess heitt, að hún gæti trúað honum og gifzt honum. Bara að henni tækist nú að segja skilið við hann, án þess ..að særa hann. Hún sagði lágt og dapurlega:: — Éq elska þig ekki lengur, Ken Við verðum að slíta sambandi okk- ö' Annaðhvort heyrði hann ekki hvað hún sagði eða tók ekkert mark á þvl. Hann hélt áfram og var jafn ákafur og áður: — Nú verða alger þáttaskil í lífi mínu. Þú skalt fá að sjá það. Nú fer ég að vinna baki brotnu. Ég hef reyndar þegar fengið hugmynd, sem mun gefa mér mikla peninga í aðra hönd. Oll blöð borgarinnar munu slást um myndirnar mínar. Bíddu, ég skal segja þér nánar frá þessu .... I sama bili kom þjónninn með kampavínið. — Takið það burt, sagði Cathy stutt í spuna. Þjónninn leit undr- andi á hana og síðan spyrjandi á Ken. Ken aðhafðist ekkert andartak, en það leyndi sér ekki, að reiðin bloss- aði upp í brjósti hans. Skyndilega reis hann til hálfs á fætur og sló um leið kampavínsflöskuna úr höndum þjónsins. Þjónninn hrökklaðist burtu oq allir gestirnir litu við um leið oq flaskan mölbrotnaði á gólfinu. Ken var orðinn viti sínu fjær af bræði. Hann velti borðinu um koll, og í sama bili hljóp Cathy út úr salnum. Hún vissi ekki hvort hann hefði elt hana eða ekki. Allavega varð hún ekki vör við hann. Hún fékk kápuna sína í anddyrinu, og um leið og hún kom út, var hún svo heppin að fá leigubíl strax. líklega höfðu veitingaþjónarnir komið á vettvang og handtekið hinn óða gest. Cathy fór beint heim til Meg. Hún gat ekki hugsað sér að fara aftur í vinnuna. Hún hrinadi og kvaðst hafa veikzt skyndilega. Um fimmleytið, þegar Meg kom heim úr vinnunni, hafði Cathy iafn- að sig að mestu leyti. Hún sagði Meq allt af létta og kvaðst nú hafa skipt um skoðun. Hún ætlaði að fylgja ráðum hennar og bað hana um að hjálpa sér. ÞRIÐJI KAFLI Meg ók Cathy til læknisins þegar þetta sama kvöld. Klukkan var hálf tólf og gatan var auð og mannlaus, þegar þær lögðu bílnum og gengu þögular í áttina að húsinu. Þær gengu eftir löngum, óhrjálegum og dimmum gangi og staðnæmdust við dyr, sem á stóð: Dr. J. F. Parking- ton, kvenlæknir. Cathy titraði öll. Hún hafði byrj- að að titra, jafnskjótt og Meg sagði, að aðgerðin ætti að fara fram strax um kvöldið. Þetta hafði allt saman gengið svo fljótt fyrir sig. Meg hafði rétt náð að komast í banka til að taka út 800 dollara, sem Cathy átti síðan að greiða henni til baka, þegar henni hafði tekizt að fá víxil í banka. Meg lagði handlegginn um axlir Cathy. — Berðu höfuðið hátt. Það er ekkert að óttast. Þetta tekur enga stund og er alls ekki hættulegt. — Ertu viss um það, spurði Cathy. Hún var hrædd, hræddari en hún hafði nokkurn tíma verið áður á ævi sinni. Og um leið og þær gengti inn um opnar dyrnar og komu ! mannlausa og skuggalega biðstofu, varð ótti hennar yfirþyrmandi. • — Meg, ég get ekki gert þetta. Meg herpti saman varnirnar og hnyklaði brúnir: — Svona, enga vitleysu núna, þegar á hólminn er komið. Síðan hækkaði hún röddina og kallaði: — Halló! Er nokkur hér! Þær biðu, en enginn svaraði. — Klukkan er ekki orðin hálf tólf enn, sagði Meg. Við skulum setjast. Cathy settist og titraði enn. A slaginu klukkan hálf tólf opnaði Parkington læknir dyr sínar. Hann var klæddur hvítum slopp og leit út eins og hver annar læknir. Við því hafði Cathy ekki búizt. Einu sinni hafði hún séð kvikmynd, þar sem Natalie Wood átti von é barni með Steve McQueen. Þá læddust þau um miðja nótt að gömlum timb- urhjalli, þar sem „læknirinn" beið þeirra. En „læknirinn" var ekki í neinum hvítum slopp og hafði ekki rakað sig lengi. En Parkington var alls ekki þann- ig útlits. — Gott kvöld, sagði hann við Cathy. — Það var gott að þið kom- uð stundvíslega. Hversu gamalt er fóstrið orðið? — Sjö vikna. — Gott. Komið með mér. Meg rétti honum umslagið með peningunum. Hann stakk því í vas- ann á sloppinum, án þess að líta í það. — Gangi þér vel, hvíslaði Meg og kyssti Cathy á kinnina. — Ég bíð hérna á meðan. Augu Cathy fylltust af tárum og hún fylgdi lækninum eftir í blindni. Hún gat varla sætt sig við, að þetta skyldi þurfa að koma fyrir hana. Henni fannst eins og hún stæði ut- an við þetta allt saman og horfði á einhverja aðra stúlku fylgja lækn- inum, einhverja aðra stúlku, sem gekk með honum til að . . . til að fremja morð. ÞARTIL. AUGU ÞIN OPNAST™ Framhald á bls. 47 44. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.