Vikan


Vikan - 05.11.1970, Qupperneq 3

Vikan - 05.11.1970, Qupperneq 3
45. tölublaS - 5. nóvember 1970 - 32. árgangur VIKAN Almannavarnir hafa sætt gagnrýni um langt skeiS, en samt er þeim málum ekki verr komið en svo, a8 nú eru til taks öryggis- byrgi fyrir hvern einasta Reykviking. Frá þessu segir í athyglisverðu viðtali, sem VIKAN hefur átt við Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóra. í þessari Viku hefst nýr og spennandi fram- haldsgreinaflokkur, sem ber yfirskriftina Njósnir í Kairó. Fyrsti hlutinn nefnist Morð í pósti og segir fyrirsögnin nokkuð um eðli efnisins. Þar er m.a. greint frá því, hvernig reynt var að koma þýzkum sérfræðingum Nassers úr landi. Frásögnin er öll hin ævintýralegasta og hefur vakið mikla athygli erlendis. Vart er um annað talað meir nú á dögum en mengun. Við fslendingar höfum talið okkur hólpna í þeim efnum, en þó eru ekki allir jafn sannfærðir um það. Einn þeirra er Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur, sem heldur því fram, að gróðri i námunda við álverksmiðjuna í Straumsvík stafi hætta af of miklu flúormagni. Vikan birtir ítarlegt viðtal við Ingólf í þessu blaði. VIKAN hleypir af stokkunum i næsta blaði glæsilegri JÓLAGETRAUN, sem sér- staklega er ætluð yngstu lesendunum. Vinningar eru 500 talsins: leikföng af öllum stærðum og gerðum, bæði fyrir stráka og stelpur, striga- skólatöskur, bækur og margt fleira. Getraunin birtist í fjórum blöðum og vinning- arnir verða afhentir fyrir jól. Fóstruskólinn er til húsa í Lækjargötu 14B. Þar er á hverjum vetri hópur ungra stúlkna að læra meðferð ungbarna og ótalmargt fleira, sem fóstrur þurfa að kunna. VIKAN heimsótti Fóstruskólann á dögunum, og í næsta blaði segjum við frá heim- sókninni í texta og miklum fjölda af skemmtilegum myndum. Stjörnuspá ástarinnar, sem VIKAN birtir í næsta blaði, verður vafalaust kærkomin öllum, sem eru í giftingarhugleiðingum, bæði ungum og gömlum. Þar er hægt að sjá hvernig hin ólíku stjörnumerki eiga saman. Bréf með fyrirspurnum um þetta streyma til okkar árið um kring, svo að það er ekki seinna vænna að opinbera leyndardóminn. NÆSTU VIKU I ÞESSARI VIKU FORSÍÐAN Forsíðumyndin er af Robert Plant, söngvara vinsælustu hljómsveitar heims um þessar mundir, Led Zeppelin. Það segir nánar frá honum í þættinum Hevra má. f FULLRI ALVÖRU Sjónvarpsleikhús Það fer ekki á milli mála, að dómar almenn- ings um dagskrá sjónvarpsins eru nú mun harð- ari og neikvæðari en þeir voru i byrjun, enda nýjabrumið löngu horfið og sá ferski andblær, sem þá lék um stofnunina. Ekki skal á þessum vettvangi rætt um dagskrána almennt, heldur vikið að einum þætti hennar, sem ráðgert er að efla til muna á komandi vetri og fróðlegt verður að fylgjast með. Góðu heilli virðast forráðamenn sjónvarpsins hafa gert sér Ijóst strax í upphafi, að eitt af meginhlutverkum þess hlaut að vera að koma á fót eigin sjónvarpsleikhúsi með tíð og tíma. Með því móti einu gefst islenzku listafólki kostur á að spreyta sig á nýrri tækni og færa sér í nyt þau tækifæri, sem hún veitir. Muninn á leikhúsi og sjónvarpi þarf ekki að skilgreina, en óvíst er, að allir geri sér grein fyrir hversu öflugt og áhrifaríkt tæki sjónvarpið er í raun og veru. Þegar nýtt, íslenzkt sjónvarps- leikrit er flutt, lætur nærri, að meginþorri þjóð- arinnar sé viðstaddur frumsýnínguna. Rithöf- undur, sem telur sig eiga erindi við almenning, getur naumast komið því betur til skila en með þvi að semja fyrir sjónvarp. Þegar hafa nokkur íslenzk verk, sem sérstak- lega voru samin fyrir sjónvarp, verið flutt, og sum þeirra lánast furðuvel með hliðsjón af því, að hér er verið að nema nýtt land og vinna brautryðjendastarf. Frumflutt hafa verið leikrit eftir Jökul Jakobsson, Gísla J. Astþórsson og nú síðast Magnús Pónsson, en fleiri munu fylgja í kjölfarið innan skamms. Þá er vert að geta þess, að nokkur leikrit hafa verið flutt af sviði í sjón- varp með dágóðum árangri, bæði eftir innlenda og erlenda höfunda. Bcðað var í byriun vetrardagskrár að þessu sinni, að nú yrðu fiutt fleiri islenzk leikrit en áður, að minnsta kosti eitt i hverjum mánuði. Það er sannarlerta góðs viti, að markvisst skuli stefnt að þvi að auka innlent framlag á þessu sviði og lítil ástæða til að óttast lélegan árangur að fenginni fyrstu revnslu. Hér er í rauninni ný listgrein komin til sög- unnar, sem getur orðið bókmenntum okkar lyfti- stöng og stuðlað að því, að sjónvarpið verði annað og meira en innantómt afþreyingartæki. G.Gr. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamcnn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega, 1100 kr. fyrir 26 blöð miss- erislega. Áskriftargjaidið greiðist fyrirfram. Gjald- dagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 45. tbi. YIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.