Vikan


Vikan - 05.11.1970, Side 5

Vikan - 05.11.1970, Side 5
Víetnam-drápið Samkvæmt töflu sem birt var í bandarískum tímaritum í sum- ar, þá hafSi innrásin í Kambó- díu þær afleiðingar, að „komm- únistar“ ráða nú a.m.k. % hlut- um landsins, miðað við Vio áð- ur. Þessu fylgdu þær upplýsing- ar, að „kommúnistar" hefðu misst í innrásinni 11.285 manns, en „bandamenn", það er að segja Bandaríkj amenn og S-Víetnam, hefðu misst 1138. Meðfylgjandi mynd var tekin í Kambódíu, nánar tiltekið á „Páfagauksnefninu" ekki alls fyrir löngu, og sýnir stjórnar- hermenn grafa upp lík skæru- liða. Eftir þessu að dæma fá menn í stríði ekki einu sinni að hvíla óáreittir í gröf sinni. • vísur vikunnar Vísur eftir kraftaskáld Fyrst þú vilt ei veita anz, versti fjandans maki, andskotinn og árar hans ofan fyrir þér taki. Guðmundur Bergþórsson. Djöfull, komdu og dragðu upp skrá, dugðu nú við minni bón; eg skal gefa þér af mér tá og eilíflega vera þinn þjón. Snœbjörn Hákonarson. (Ur Þjóðsögum Jóns Árnasonar). Fýkur yfir hæðir Eins og kunnugt er, var aust- urríska fegurðardrottningin Eva Reuber-Stainer valin „Ungfrú Alheimur“ í fyrra, og hefur hún vissulega notið góðs af. En í ríki Júlíusar Nyerere, forseta Tanz- Við munum öll eftir leikriti Emilie Bronté, „Fýkur yfir hæð- ir“ sem sýnt var í sjónvarp- inu hér í fyrravetur. Nú hefur amerískt kvikmyndafyrirtæki hafið gerð kvikmyndar eftir sög- unni, og fer kvikmyndunin ein- mitt fram á svipuðum slóðum og leikritið var kvikmyndað. — Hlutverk Heathcliff's leikur Ti- mothy nokkur Dalton, og Cathy leikur Anna Calder-Marshall. „Myndarlegir nautgripir“ Natasha og lúðurinn Þessi mynd er líka frá Eng- landi, nánar tiltekið Battersea- garðinum í London. Natasha litla, sem er aðeins þriggja ára, var þar á sunnudegi með for- eldrum sínum og þá lét hún eft- ir sér að kíkja inn í lúðurinn hjá einum lúðrasveitarmanninum; nokkuð sem okkur hefur víst öll einhvern tíma langað til að gera. Niðurstaðan var víst sú að lúð- urinn væri tómur. aníu, eru fegurðarsamkeppnir bannaðar, svo og pínupils, sítt hár karlmanna og fleira sem okk- ur þykir sjálfsagt. Þessvegna neitaði ríkisstjóm Júlíusar að veita „skvísunni“ landvistar- leyfi, og í aðalmálgagni stjórnar- innar sagði: „.. þjóðfélag sem heldur árlega sýningu á kven- fólki rétt eins og nautgripum, er óvinveitt okkur og ógnun við menningararf okkar og siðferð- iskennd ... “ Eva var sár yfir því að kom- ast ekki til Tanzaníu: „Ég hef nefnilega heyrt að það séóvenju- lega fallegt land, og að naut- gripirnir þar séu í algjörum sér- flokki“! 45. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.