Vikan


Vikan - 05.11.1970, Síða 15

Vikan - 05.11.1970, Síða 15
máll um starf sitt, svo að Lotz náði varla upp úr honum nokkrum upplýsingum. Kona hans var gædd miklu minna sálarjafnvægi, svo að Lotz-hjónin gerðu sér miklu meiri vonir með hana. Frú Waltraud Lotz var með henni öllum stundum. Önnur kona umgekkst frú Binder talsvert: Cornelia W., kona þýzks fornfræðings. Ein- hvern tíma síðdegis, þegar þær voru saman Wolfgang Lotz þóttist hafa verið í Afríkuher Romm- cls i heimsstyrjöldinni síðari. Hann kunni utan að nöfn foringjanna í hcrdeildinni, sem hann lézt hafa verið í, og þjónustutíma þeirra. á heimleið frá „Helíópólis-Sporting-Club“, bauð frú Binder Corneliu, sem var dálítið uppáþrengjandi, heim til sín upp á drykk. Frú Binder bauð henni sæti í stofunni en gekk sjálf fram í eldhús til að gefa þjónin- um fyrirmæli. En þegar hún kom aftur inn í stofu, var Corneliu þar hvergi að sjá. Eftir nokkra leit fann húsmóðirin hana í svefn- herberginu, sem var á fyrstu hæð hússins. Andspænis því var vinnustofa Binders, þar sem nýjustu teikningarnar hans lágu út- breiddar á borði, og sáust þær sæmilega í gegnum gluggana. Hvorugri konunni varð vel við. Cornelia slamaði út úr sér einhverri fráleitri skýr- ingu og hraðaði sér út. Karl Binder og kona hans, sem komu aft- ur til Þýzkalands 1968, lýsa yfir: Okkur kom þá alls ekki í hug að Cornelia W. gæti verið njósnari. Hefði það hvarflað að okkur hefðum við gert Egyptum viðvart." Wolfgang Lotz hefur hins vegar haldið því fram, að eftir þetta atvik hafi Charly kom- ið til hans mjög æstur og sagt sig sannfærð- an um að Cornelia W. væri njósnari í þjón- ustu ísraels og hefði hún ljósmyndað teikn- ingarnar. Hann yrði að tilkynna egypzku leyniþjónustunni þetta, en hraus þó hugur við öllu amstrinu sem því hlyti að fylgja. Lotz var ekkert nema alúðin eins og venju- lega og segist hafa róað Binder með viskí- lögg og gert honum síðan eftirfarandi til- boð: Hann, Lotz, skyldi láta vini sína í eg- ypzku leyniþjónustunni vita af Corneliu, án þess að það færi hátt. Egyptarnir myndu þá gefa henni gætur og standa hana að verki einhvern daginn. Þangað til skyldi Binder ekkert minnast á atvikið við neinn. Lotz segir að Binder hafi tekið þessu tilboði með Waitraud Lotz var helzta hjálparhella eiginmanns síns við njósnirnar. Hún ltom sér 1 hagkvæm kynni við eiginkonur eldflaugafræðinganna. þökkum. Líklega fer Lotz með rétt mál, því að staðreynd er að hann tilkynnti þetta samtal þeirra Binders til Tel Avív. Kvað hann sennilegast að frú Cornelia ynni fyrir ein- hverja njósnaþjónustu. „Sé hún ráðin hjá okkar fyrirtæki, mæli ég með því að hún sé þegar kölluð úr landi,“ lauk Lotz orðsend- ingunni. Daginn eftir fékk Cornelia símskeyti frá „frænku sinni veikri“ í Þýzkalandi. Hún yrði að koma heim undireins, stóð þar. Cornelia tók næstu flugvél úr landi og kom aldrei síðan til Egyptalands. Þetta skeði árið 1964. Bezti maður ísraels í Kaíró stóð á hátindi velgengni sinnar. Hann grunaði ekki að ósýnileg snara var þe^ar farin að dragast að hálsi hans. Lotz var svo öruggur með sig, að hann gaf engan gaum að atviki, sem var þó greinilegt hættu- merki fyrir hann. Það skeði heima hjá Gerhard Bauch, sem staðsettur var í Egyptalandi sem fulltrúi Quandt-hringsins, það er að segja opinber- lega, því að aðalstarf hans var að stýra að- gerðum vestur-þýzku njósnaþjónustunnar, sem sá frægi Gehlen hershöfðingi stjórnar, í Egyptalandi. Bauch hélt miðdegisveizlu, sem Lotz var boðið til meðal annarra. f hópi gestanna var líka hermálafulltrúinn við vest- ur-þýzka sendiráðið, Kriebel ofursti, sem hafði mikla elsku á Aröbum og gerði allt hvað hann gat eldflauga- og flugvélaáætl- uninni til stuðnings. Gestirnir voru að moka í sig jarðarberj- um með rjóma, sem voru eftirrétturinn, þeg- ar Kriebel sagði upp úr eins manns hljóði við Lotz: „Eg heyri að þér hafið í stríðinu þjónað sem liðsforingi í hundruðustu og fimmtándu deild Afríkuhersins?" Lotz stað- festi að svo hefði verið. „Undarlegt,“ sagði Kriebel, „þá ætti ég eiginlega að þekkja yður. Ég var herráðsfor- ingi í þeirri hundruðustu og fimmtándu." Tortryggnin leyndi sér ekki í röddinni. Þá sýndi sig, hve vel Wolfgang Lotz hafði lært sögu sína sem Þjóðverja. Hann mundi utan að nöfn liðsforingjanna í hundruðustu og fimmtándu herdeild, svo og þjónustutíma þeirra. Og hann svaraði um hæl: „Þér kom- uð á eftir mér til þeirrar hundruðustu og fimmtándu. Ég hafði verið fluttur til ann- arrar einingar þremur mánuðum áður.“ Krie- bel sagði ekki fleira. Lotz gleymdi atvikinu. í febrúar 1965 gladdi Lotz þýzku konuna s'na alveg sérstaklsga. Hann bauð foreldrum Waltraud, Otto Neumann burstasmið og Klöru konu hans, sem bjuggu í Heilbronn, að koma í heimsókn til Egyptalands. Ætlunin var að þau héldu öll saman upp á þrítugasta og annan afmælisdag Waltraud, sem var sext- ánda marz. En þangað til voru ennþá fjórar vikur. Nítjánda febrúar fór Lotz með konu sína og tengdaforeldra í kynnisferð til Alexand- ríu. Þaðan var svo haldið áfram eftir strand- veginum vestur til Marsa-Matrúk, fallegri höfn og hvíldarstað nálægt landamærum Lí- bíu. Þar sat sem fylkisstjóri háttsettur lög- regluforingi að nafni Jússúf Korab, vænsta skinn og góður vinur Lotz. Korab fylkisstjóri tók ísraelska njósnar- anum og tengdaforeldrum hans sem þjóð- höfðingjar væru. Herhljómsveit lék, her- menn marséruðu, þjóðdansar voru sýndir og reiðlist. í tvo daga nutu Neumann-hjónin gömlu frá Heilbronn, dóttir þeirra og tengda- sonur austrænnar gestrisni Korabs, sem mátti fljótlega sárlega iðrast vináttu sinnar við Lotz. í ljósaskipíunum tuttugasta og annan febrúar kom ferðafólkið aftur til Kaíró. Þeg- ar Lotz stöðvaðí bílinn fyrir framan gai’ðs- hlið villu sinnar í útborginni Gíse, tók hann Dr. Krug, vestur-þýzkur auðmaöur sem sá Egypt- um fyrir efni í eldflaugarnar. ísraelska leyniþjón- ustan nam hann á brott og hefur ekkert spurzt til hans síðan. eftir allmörgum bílum við næsta hús, svo og safnaði dökkklæddra Egypta. Hugði Lotz það fólk samankomið til brúðkaups eða ein- hvers álíka fagnaðar. Hann þrýsti á flaut- una, en það var merki til þjóns hans, er Ós- man hét, um að opna hliðið. En Ósman lét ekki sjá sig. Waltraud Lotz fór út úr bílnum til að sækja þjóninn, sem bjó í tveimur herbergj- um yfir bílskúrnum. En þegar dróst að hún Framhald á bls. 35. 45. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.