Vikan - 05.11.1970, Side 20
Á Þess.-.ri mynd má sjá útbúnað viðvörunarflautanna (fremst), en fyrir aftan er m. a. vatnsdæla. Nefndtn á átta slíkar
auk ýmiss annars útbúnaðar.
einnig í þessu tilfelli, en í nefnd-
inni eiga sæti borgarstjóri, sem
er formaður; hans sæti í nefnd-
ini hefur borgarritari tekið og
fer með umboð hans, lögreglu-
stjóri, borgarlæknir, borgarverk-
fræðingur, slökkviliðsstjóri, sem
jafnframt er framkvæmdastjóri
nefndarinnar og að auki tveir
menn, sem eru kjörnir af borg-
arráði. Nefnd þessi á rætur sín-
ar að rekja allt til gömlu loft-
varnarnefndarinnar síðan á
stríðsárunum, en með nýju lög-
unum var skipulaginu breytt. Þá
hefur nefndin sér fastan starfs-
mann, sem er Bjarni Bjarnason,
skrif stof ust j órinn okkar hér á
slökkvistöðinni.
—• Nú er oft gert grín að þess-
ari nefnd, og gárungarnir eru að
spyrja hvernig þið ætlið að
bjarga okkur ef í nauðimar rek-
ur?
— Já, það er ekki laust við að
maður hafi orðið var við það,
en sannleikurinn er sá, að und-
anfarin ár hefur farið fram mjög
rnikið og víðtækt starf á vegum
nefndarinnar, og meðal annars
höfum við gert skrá yfir allt það
húsnæði sem okkur hentar og
við getum fengið ef til til dæm-
is til styrjaldar kæmi. Það er til
húsnæði, eða skýli, fyrir alla
Reykvíkinga og við höfum hér
í skúffu svokallaða „skýlis-
stuðla“, sem við getum flett upp
í á augabragði og séð hvar skýli
á að vera. Allt þetta húsnæði er
tryggt og varið fyrir geislum,
þannig að allir eiga að sleppa
lifandi. Annars erum við að bíða
eftir nýju símaskránni, en þar
verða öll fyrirmæli og allarskýr-
ingar sem almenningi eiga að
vera nauðsynlegar.
— Manni hefur skilizt að al-
mannavarnir eigi einhverjar
birgðir handa Reykvíkingum og
væntanlega fleirum ef í nauð-
irnar rekur. Hvar eru þær birgð-
ir og hvað eru þær miklar?
— Almannavarnanefnd á
birgðastöð í Mosfellsdal, réttfyr-
ir ofan Reykjahlíð, 450 fermetra
húsnæði, og þar geymum við
mestan hluta okkar birgða. Við
elgum þar til dæmis 7000 teppi
og töluvert magn af fatnaði og
áhöldum ýmiskonar, sem ætla
má að kæmu að gagni í neyðar-
tilfellum. Áætlað andvirði þess-
ara birgða er um 50 milljónir
króna, en vitaskuld eigum við
ekki nóg handa öllum. Matar-
birgðir eigum við engar, enda
væri það ekki sérlega ráðlegt,
heldur höfum við hugsað okkur
að fara fram á það við almenn-
ing að allir eigi eins og hálfs-
mánaðarbirgðir heima hjá sér —
sem verða þá sífellt endurnýj-
aðar.
— En hjálparliðssveitir, eru
þær til?
— Nei, ekki er svo, utan lög-
reglu og slökkviliðs sem hlotið
hefur sérstaka þjálfun, og satt
að segja hefur nefndin komizt
að þeirri niðurstöðu að ekki taki
því að vera að þjálfa upp sveit-
ir, þar sem sjálfstæðar hjálpar-
sveitir eru starfandi í svo gott
sem hverju byggðarlagi, og eru
viðræður okkar við þær, um
væntanlegt samstarf, að nálgast
lokastig. Þá erum við að komast
að samkomulagi við sendibíla-
stöðvar um að vera til taks ef
út af bæri, því hér í kjallara
slökkvistöðvarinnar eigum við
grindur sem eru þannig útbún-
ar að þeim má koma fyrir í
venjulegum sendibíl, og í þeim
má flytja 6 sjúkrabörur. Þetta
yki náttúrulega sjúkraflutnings-
getu okkar að mun, sem hefur
mikið að segja.
En hernámsliðiff í Keflavík,
hafið þið eitthvað samstarf við
það?
— Nei, en þegar var verið að
rannsaka aðstæður allar hérlend-
is, sérstaklega með tilliti til
styrjaldar, var vitaskuld farin
skoðunarferð á Keflavíkurflug-
völl, þar sem hann yrði ef til
vill fyrsta skotmarkið, og þá
komumst við að því, að herinn
þar gerir sínar eigin ráðstafanir
eins og við er að búast, og var
mikið af þeim að læra. Án þess
að nokkuð sé ákveðið um sam-
starf okkar á milli, er þetta
svona þegjandi samkomúlag .—
enda hafa þeir hjálpað okkur ís-
lendingum oftar en einu sinni,
Hér sést hluti af þcim rúmum og dýnum sem nefndin á, en áætlað verðmæti allra birgðanna er um 50 millj. ísienzkar.
20 VIKAN 45. tbl.