Vikan


Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 21
ÖRYGGISBYRGI HANDA ÖLLUM REYKVÍKINGUM FYRIR HENDI eins og ætti í rauninni að vera óþarfi að taka fram. Nú, í sambandi við þessar hjálparsveitir má taka fram, að í 2. grein reglugerðar um skip- un hjálparliðs almannavarna segir svo: „Lögreglustjóri skipar í hjálp- arlið að fengnum tillögum al- mannavarnanefndar, og er hverj- um manni á aldrinum 18—65 ára skylt að gegna án endur- gjalds starfi í hjálparliði í um- dæmi þar sem hann dvelst. Ákvörðun lögreglustjóra um skipun í hjálparlið má skjóta til dómsmálaráðherra. Ef hætta vofir yfir eða tjón hefur orðið, má kveðja hvern mann 16 ára og eldri, sem til- tækur er, til tafarlausrar aðstoð- ar við hjálparlið.“ Þetta þýðir náttúrlega að fólk verður að taka þátt í hjálpar- sveitum sé ástandið metið, af Almannavarnaráði, hættulegt. Þannig verður íslenzki herinn til! Ef við snúum okkur þá að- eins aftur að þessum loftvarna- byrgjum, hvernig var tilhögun- in um val þeirra? — Við höfum einfaldlega kynnt okkur mjög rækilega allt það húsnæði sem kemur til greina, bæði af teikningum og eins farið á staðina, og síðan höfum við gert áætlanir um hverjir eiga að vera hvar og hvernig sé hentugast að rýma húsin í skyndi; flest þeirra eru í eign einhverra aðila og það er anzi hart að vera að láta menn byggja fyrir atvinnurekstur sinn ef strax á að taka húsið af þeim til að láta það standa ónotað. Eins höfum við skotið því að mönnum sem eru að byggja stór- hýsi að þeir fylli ekki upp kjall- ara sína, heldur láti þá standa ónotaða svo aðrir geti - von- andi aldrei — notið góðs af. Hér í slökkvistöðinni er kjallararými og það sama verður að segja um fyrirhugaða slökkvistöð innan við Elliðaár. í lögunum segir að öllum sé skvlt að láta eftir hús sín og tæki af hvers konar tegund, sé þess óskað, og í 24. gr. VI. kafla segir svo: „Ákveða má með reglugerð, Framhald á bls. 40. Bjarni Bjarnason, starfsmaður Al- mannavarna, sem jafnframt cr nokk- urs konar birgðavörður nefndarinnar og umsjónamaður birgðageymslunnar. 45. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.