Vikan - 05.11.1970, Page 22
- Nei, Leo van der Heft er ekki algerlega
horfinn, sagSi Cissi. - Þeir eru búnir að finna
flakið af flugvélinn, og það lítur út
fyrir að einhver hafi eyðilagt þau áhöld, sem
hefðu getað bjargað lífi hans í þessari snjókomu.
Framhaldssaga 6. hluti
Sten opnaði fyrir útvarpið og
þulurinn sagði: — Flugvélar-
flakið, sem fannst í morgun, hef-
ir nú verið rannsakað .. .
— Þetta er óhugnanlegt, sagði
Cissi, — það vissu allir að hann
hafði farizt, svo það getur ekki
komið fjölskyldunni svo mjög á
óvart, að flakið er fundið. Það
hlýtur að vera betra en óvissan.
Nú er kannski hægt að vita hvað
raunverulega hefir skeð.
Þau sátu við morgunverð og
Cissi braut skurnið af egginu
sínu. Það var harðsoðið, hún
hafði líklega verið svona upp-
tekin af útvarpsfréttunum að
hún hafði ekki passað suðutím-
ann. En hún var svöng, svo hún
borðaði eggið. Eftir fyrsta munn-
bitann sagðj hún: — En hvað
skyldi vera á bak við skemmd-
irnar á loftskeytaútbúnaðinum?
Skyldi hann hafa verið í ólagi,
áður en hann fór af stað?
— Það getur verið. Ég veit það
ekki, svaraði Sten og hún sá að
hann snerti ekki eggið sitt en lék
sér að skeiðinni.
— En heldurðu að hann hafi
vitað það? Það er líkast sjálfs-
morði.
Hann lét skeiðina falla niður
á dúkinn og leit upp. Það var
áhyggjusvipur í augum hans.
— Heyrðu Cissi, það er eitt
sem mig langar til að spyrja þig.
Hvað segirðu um að við reynum
að fá okkur aðra íbúð?
Hún varð svo hissa að hún
hætti við að bíta í brauðið.
— Flytja? Héðan? Ertu eitt-
hvað skrítinn? Hversvegna ætt-
um við að gera það?
Hann yppti öxlum og greip
skeiðina aftur.
— Ja, ég veit ekki hvort við
pössum vel í þetta umhverfi.
íbúðin er allt of stór fyrir okkur
— og ég veit ékki hvort við
komum til með að kunna við
okkur hér. Hugsaðu bara um
þessa nábúa okkar! Þetta er allt
meira og minna furðulegt fólk.
Við eigum enga samleið með því.
Cissi hætti nú alveg að borða.
Hún reyndi eftir megni að vera
róleg.
— Ég skil alls ekki hvað þú átt
við, Sten. Hvar eigum við að fá
einhvern annan samastað. Það er
þó betra að hafa of stóra íbúð en
alls enga. Og hvað nábúunum við
kemur, þá eru þetta manneskjur
eins og við. Ég er reyndar búin
að hugsa mér að fara og heilsa
upp á fólkið í dag. Háttvísi kost-
ar ekki peninga. Og svo er það
eitt: hvað eigum við að gera við
Mikael? Leggja hann aftur í
gluggaskotið?
— Við getum gert það, sem við
hefðum átt að gera strax, segja
lögreglunni frá honum.
— Hvernig eigum við þá að
útskýra hversvegna við gerðum
það ekki strax? Nei, vinur minn,
það er ómögulegt.
Þegar Cissi fór að hugsa um
Mikael, varð hún reglulega æst.
Fyrir nokkrum mínútum hafði
hún haldið honum í örmum sér,
hann var svo lítill, hjálparvana
og yfirgefinn. Átti hún líka að
svíkja hann? Nei, aldrei! Hún fór
að hugsa skýrar, þegar hún varð
reið og án þess að hugsa sig um,
sagði hún upphátt:
— Ég er nærri viss um að það
er ekki nein ókunn manneskja,
sem setti hann þarna. Það hlýtur
að vera einhver, sem býr hérna í
húsinu og ég ætla mér að komast
að því!
Ef hann hefir svarað einhverju,
þá heyrði hún það ekki. Hroll-
vekjandi hugsun hafði nefnilega
slegið niður í huga hennar. Það
var eiginlega skrítið að henni
hafði ekki dottið þetta í hug fyrr,
þetta var þó svo augljóst.
Ef Leo van der Heft hefir lagt
af stað með biluð loftskeyta- og
blindlendingartæki og vísvitandi
flogið þannig inn í einhverja
mestu fannkomu vetrarins í Sví-
h'óð. þá var það hreint sjálfs-
morð. En ef hann hefir ekki vitað
um bilanirnar og einhver hefir
vísvitandi skemmt tækin, þá var
þetta greinilegt morð!
Þetta varð annasamur dagur
h;á Cissi. Þrátt fyrir mótmæli
Stens, tók hún út úr bankabók-
inni sinni svolitla upphæð, til að
drvgia með fimm hundruð krón-
urnar. En þá gat hún líka keypt
rúm og vagn og ýmislegt annað
handa drengnum. Hún hafði lok-
ið þessum innkaupum á tveim
tímum, svo hún gat snúið sér að
fyrirhuguðum heimsóknum til
nábúa sinna.
Hún varð að hringia tvisvar
áður en Samson kom til dyra.
— Nú, jæia, þetta ert þú, Cissi.
Hann var greinilega ekki
ánægður yfir heimsókninni, en
Cissi lét það ekki á sig fá. Hún
sendi honum liómandi bros.
— Ég kem til að þakka fyrir
síðast...
— Það er nú lítið að þakka.
— .... og til að skila aftur
mjólkinni, sem ég fék lánaða.
Hann tók við mjólkurílátinu,
en gerði sig ekki líklegan til að
bjóða henni inn. Það leit út fyrir
að hann ætlaði að loka dyrunum
við nefið á henni. Cissi sá að hún
varð að spila út sínu síðasta
trompi. Hún brosti framan í hann
og sagði:
— Þetta var mjög ■ lagleg
stúlka ....
Hann reif dyrnar upp á gátt.
— Stúlka . .. Hvað áttu við.
Hún deplaði augunum glettnis-
lega.
— Það var af hendingu að ég
leit fram á ganginn klukkan sex
í morgun. Já, fyrirgefðu, ég ætl-
aði ekki að hnýsast í neitt, sem
kemur mér ekki við, en ég rakst
á hana.
Hann horfði lengi á hana. at-
hugulum augum. Svo rétti hann
fram höndina.
— Komdu snöggvast inn!
Hann gekk á undan henni inn
í stofuna og bauð henni sæti í
einum bezta stólnum.
— Má bjóða þér eitthvað að
drekka?
— Ávaxtasafa, þakka þér fyr-
ir.
LTann var fliótur að ná í glas
með ávaxtasafa. Sjálfur fékk
hann sér óblandað viský.
— Jæja, svo þú hittir Kötiu?
— Heitir hún Katia? Ég kann-
ast ekkert við nafnið, en ég hefi
á tilfinningunni að ég hafi séð
hana áður.
— Jæja? Hvar?
Það leyndi sér ekki að hann
var ákafur.
— Ég veit það ekki. Ég hefi
verið að hugsa um það, en get
ekki munað hvar það var.
Hann var áhyggmfullur á svip-
inn og starði niður í glasið sitt,
sneri því milli fingranna. en bar
það svo upp að munninum og
tæmdi það í einum teig.
— Töluðuð bið ekki saman?
— Nei, við litum hvor á aðra,
svo tók hún til fótanna. Það var
eins og hún væri hrædd við eitt-
hvað.
— Hrædd, sagði hann, — hún
er alltaf hrædd.
Cissi sat þegiandi og hugsaði
með sér að bezt væri að bíða eft-
ir því að hann héldi áfra’m Að
lokum leit hann upp og brosti út
í annað munnvikið.
— Nennir þú að hlusta á
hversdagslega, frekar hlægilega
en um leið mmg sorglega sömi?
Hún kinkaði kolli og hann hóf
mál sitt. Hikandi, eins og leitandi
í fyrstu. en svo var eins og hann
talaði í meira samhengi. Cissi
hlustaði þögul á hann og reyndi
að gera sér grein fyrir þessari
ungu stúlku. sem svo greinilega
var Willie Samson mikils virð'.
En alltaf var hún að reyna að
muna hvar hún hefði séð þess^
stúlku áður. Að minnsta kosti
einhveria sem var hp-mi -’;ög
lík. Það var öruggleea ekki þessa
síðustu daga, heldur einhvern-
tíma fyrr á þessu ári... TTm leið
varð hún þess vör að Willie tal-
aði stundum miög hægt, valdi
orð sín með nákvæmni. eins og
22 VIKAN 45. tbi.
hann væri hræddur við að segja
of mikið.
— Þú veizt þá ekki einu sinni
hvað það er, sem kvelur hana?
spurði Cissi, þegar Willie þagn-
aði.
— Nei, sagði hann, en var hann
ekki dálítið hikandi?
— Þú veizt þá ekki hver það
er hér í húsinu, sem hún er
hrædd við?
— Nei!
I þetta sinn kom svarið hik-
laust og snöggt og Cissi fann
hvað hann átti við, honum fannst
henni ekki koma þetta við! Hún
ákvað því að skipta um umræðu-
efni.
— Þú hefir líklega heyrt að
flakið af flugvél Leos er fundið?
— Já, svo er víst.
Augu hans voru sviplaus og
röddin kæruleysisleg.
— Mér heyrðist þeir segja í út-
varpinu að eitthvað hefði verið
fiktað við tækin í vélinni...
Ekkert svar.
— Segðu mér Willie, hvers-
konar manngerð var Leo van der
Heft?
— Ég segi ekki eitt ljótt orð
um þá dauðu.
— Dauðu? Lík hans hefir ekki
fundizt ennþá.
Nú leit hann beint í augu henn-
ar, áður en hann svaraði:
— Jú, Leo er dauður. Og ætli
þeir að leita að honum, þá geta
þeir eins vel leitað í helvíti, því
þar er hann!
Rödd hans var svo þrungin af
hatri að Cissi hrökk við. Hún
drakk það sem eftir var af
ávaxtasafanum og stóð upp.
— Þakka þér fyrir rabbið,
Willie. Ég verð víst að fara. En
ef ég get munað hvar ég hefi séð
Kötju áður, þá skal ég láta þig
vita.
— Þú mátt ekki hafa áhyggjur
mín vegna. Ég hlýt að geta fund-
ið hana sjálfur.
Hann fylgdi henni til dyra og
brosti til hennar, þegar hún
kvaddi.
Konan, sem opnaði dyrnar,
þegar Cissi hringdi, minnti hana
töluvert á Marilyn Monroe, —
svipað vaxtarlag, sama reisnin,
sama ljósa hárið, já hún var jafn-
vel lík henni á svipinn. Hún stóð
kyrr án þess að sleppa snerlinum.
— Já?
Stutt, kuldaleg spurning, rétt
eins_og Cissi væri að selja eitt-
hvað við dyrnar.
— Frú Sture? Ég heiti Cecilia
Caronius og ég bý hér á hæðinni
fyrir ofan. Þar sem ég sá að þið
voruð heima í gærkvöldi, þá datt
mér í hug að heilsa upp á ykkur.
Elisabeth Sture var jafn treg
til að lileypa henni inn og Willie
Samson hafði verið, en Cissi var
viðbúin. Hún brosti vingjarnlega
og rétti fram konfektöskju. Það
gerði sitt.
íbúðin virtist frekar vel búin
húsgögnum, en þau voru nokkuð
Framhald á bls. 4ö.
45. tbi. VIKAN 23