Vikan


Vikan - 05.11.1970, Side 34

Vikan - 05.11.1970, Side 34
til að hún borgi fyrir sig, ég get unnt henni að vera kvenleg. Það er líka mér til hróss. Ég er ekki hrifinn af hundum, en mér lík- ar vel við ketti, og ég fell held- ur ekki í stafi yfir börnum vina minna, en ég býst við að það yrði öðruvísi, ef það væri mitt eigið barn. Hefur þú hugsað út í það? Ég ætlast ekki til að kon- ur séu alltaf á sama máli og ég, en ég ætlast til þess af konu að hún sé háttvís og láti undan, ef það er eitthvað sem máli skipt- ir og að ég geti talað við hana án þess að líta á hana sem rekkjufélaga. — Það hlýtur að gera þig óvinsælan meðal sumra kvenna, sagði hún stríðnislega. — Hver var hún? — Hver? Konan. - Ó, hún, sagði hann. — Það var bara kona. Hún var eigin- kona mín. Hún stakk af með öðrum. — Hún hlýtur að hafa verið brjáluð, sagði Susan Seymour. Nú hljómaði „Auld Lang Syne“ gegnum stofuna. — Ó, ég vildi að þau væru ekki að spila þetta, sagði hún og gretti sig. — Þetta eru mistök, þau eru ekki vön að spila þetta nema á gamlárskvöld. Platan hefur ein- hvern veginn flækzt innan um hinar. — O, jæja, sagði hún og yppti öxlum. Það voru tár í augum hennar. — Ég fer að púðra á mér nefið. Hann reis upp um leið og hún. Hún var hærri en hann hafði haldið. Hann var sjálfur yfir sex fet og augu hennar náðu að munni hans. Hún sá að hún var í hælaháum skóm og honum líkaði það vel, þótt honum fynd- ist það kjánalegt. — Bless, sagði hún og brosti. — Mér þótt gaman að tala við þig- — Farðu ekki strax, sagði hann. Hún var í rauðum kjól og silkiskórnir voru í sama lit. — Við getum farið út á veröndina, það er notalegt þar. — Allt í lagi. En ég ætla samt að púðra á mér nefið. Er ég rauð um augun? — Já, sagði hann. Hún snyrti sig fyrir framan stóra spegilinn í svefnherberg- inu. Hún hafði vætt augun með köldu vatni og óskaði þess inni- lega að hún hefði ekki verið svona kjánaleg. Hún var ekki áhyggjufull, en hún óskaði þess vegna Andrew Marshalls. — Jæja, hvað finnst þér svo? spurði Eve Turner. Hún lokaði dyrunum á eftir sér. — Um hvað? spurði Susan. Hún hugsaði með sér að Eve væri ekki öll þar sem hún væri séð. Það hlaut að koma óþægi- lega við aðrar konur, það er að segja viðkvæmar konur. — Þú veizt hvað ég á við. Ég sá að hann lét móðan mása. — Mér finnst hann ágætur. Fyrirgefðu að ég flýti mér, Eve. Hann gæti farið. Hún var leið yfir að hafa svar- að svona, um leið og hún yfir- gaf herbergið. Það var engin ástæða til að vera ónotaleg, sagði hún við sjálfa sig. Hún var að hugsa um að snúa aftur til að biðja hana afsökunar. Það var það minnsta sem hún gat gert, Eve var þó gestgjafinn. Eve kom fram á ganginn og veifaði til Susan, svo hún sá að það var engin ástæða að tala frekar um þetta. Hún hafði sagt einmitt það sem Eve ætlaðist til. En það var mjög áríðandi að Andrew Marshall væri ekki far- inn. Hún brosti með sjálfri sér. Hann beið hennar á verönd- inni. Hann benti henni á bekk, þar sem þau gátu séð yfir garð- inn. Þau settust hlið við hlið. — Ertu hrifin af görðum? Ég er mjög vandlát á því sviði. Ég meina að ég hef ekki potta- blóm í íbúðinni minni, vegna þess að mér myndi hætta til að yfirfylla hana, svo það yrði ekki pláss fyrir sjálfa mig. Ég myndi vilja eiga stóran garð með mörg- um tegundum af blómum og alls ekki mjög reglulegan eða snyrti- legan. — Móðir mín átti kryddjurta- garð, sagði hann. — Ég var eig- inlega búinn að gleyma því þangað til nú. Það var yndis- legur ilmur þar. Hún þurrkaði svo jurtirnar og notaði þær við matargerð. — Ég þý stundum til rétt úr nautakjöti með víni og krydd- jurtum, sagði hún, næstum feimnislega. — Ég hélt þú værir léleg matreiðslukona. Hann brosti til hennar. Hún horfði í augu hans, þau voru hnotubrún, eða voru þau aðeins dökkbrún? Það skipti svo sem ekki máli. En hún var glöð yfir því að rödd hans var svo skemmtileg. Henni fannst alltaf að málrómur skipti miklu máli. — Ég er það oftast, en ég get búið til einstaka rétti. En ég verð að vera í skapi til þess. Ef maturinn heppnast ekki hjá mér, þá verð ég taugaveikluð og kenni hráefninu eða áhöldunum um það. . Ég skal hengja mig upp á það að fjöldi karlmanna er vit- laus í þér, sagði Andrew. — Ég á ekki við elskhuga. Ég á við manninn í blaðaturninum, hús- vörðinn og manninn í járnvöru- verzluninni. Slíkt fólk. Já, að vísu.... Hann var mikill mannþekkjari, það gerði hana vandræðalega. Hún hafði alltaf álitið mannþekkingu sér- grein kvenna. - Það er smá- vaxin maður sem selur mér kvöldblöðin. Hann sendir mér blóm á hverjum jólum. Mér þyk- ir það óþægilegt, en inér þykir vænt um það. Eg held að hann sé einmana. — Þú ert í fallegum kjól, sagði hann. ■—- Ég er hrifinn af vel sniðnum fötum. Einu sinni teiknaði ég borð, alveg sérstakt borð og þegar smíði þess var lokið gat ég ekki skilið það við mig. Hún hló hátt, mjög glöð yfir því að hann gat ekki látið borð- ið frá sér. — Þú ert skrítinn maður, sagði hún. — Eve segir að ég sé ekki notalegur maður. — Ó, Eve, sagði hún einfald- lega og þau litu hvort á annað og hlógu eins og samsærismenn. — Það er verið að bera fram náttverð, sagði hann. — Það er ómögulegt. Hún leit á úrið, sem var fallega greipt í gullarmband. — Mér datt það ekki í hug, ég verð að fara heim. — Ég hélt að þú værir mikil matmanneskja. — Jæja þá. Þá hinkra ég svo- lítið við. Þau borðuðu úti, létu diskana á breitt handriðið. Svo sótti hann kaffi, það var sterkt og gott. Hún hallaði sér aftur á bak, kreppti tærnar innan í silkiskón- um, sötraði kaffið og lét sér líða vel. Ég hef verið að hugleiða það sem þú sagðir um börnin, sagði hún. -—■ Þú hafðir rétt fyr- ir þér, ég myndi gæla við þau ef ég ætti þau sjálf. Það er ým- islegt við hjónabönd, sem ég hef verið að hugleiða. Ég á við að þau eigi rétt á sér, margra hluta vegna, en ekki eingöngu vegna hefðarinnar. Hún horfði snöggt á hann, til að sjá hvort honum fyndist þetta hlægilegt, en það vottaði ekki fyrir brosi. — Ann- ars myndi maður heldur ekki hugsa um hjónabandið sem slíkt. — Heldurðu að konur taki heimilisstörfin sem eins konar tjáningu ástarinnar, ég á við að þær vilji skapa maka sínum notalegar vistarverur. Ég býst við því, sagði hún. Á sama hátt og karlmaðurinn vinnur og stritar, til að sjá vel fyrir fjölskyldu sinni, jafnvel þótt konan ásaki hann um að hann gefi sér lítinn tíma til að njóta lífsins með henni. Heldurðu að þér þætti ekki gaman að sigla? sagði hann. — Ó, ég veit ekki. Ég gæti orðið sjóveik. Ég á við þegar sjóndeildarhringurinn færi að hoppa upp og niður, ég veit ekki hvort mér þætti það þægilegt. Þú myndir vera of önnum kafin til að taka eftir því. Þú yrðir að passa reipi, forðast að bóman rekist í höfuðið. Ég hef einu sinni séð mann höfuðkúpu- brotna vesna þess að bóman skall á höfði hans, — Mér myndi þykja gaman að virða fyrir mér seglin. Það hlýt- ur að vera eins og að fljúga. — Já, sagði hann, — stund- um er eins og maður sé að fljúga. — Ég þyrfti þá að ná í hent- ug föt. Ég er svo stór, svo ég verð alltaf að láta sauma fötin mín sérstaklega. Ég get ekki keypt föt sem hanga í verzlun- um, ég yrði svo bjánaleg í þeim. Gæti ég verið í stuttbuxum og bláröndóttri peysu? — Það væri mjög hentugt. En þú þyrftir að eiga þykka peysu með rúllukraga. - Já,' eins og pólópeysur, sagði hún. Hún leit undan og hann sá að hún brosti með sjálfri sér. - Ég á dóttur, sagði hann. Hún leit á hann. Það var eng- in undrun í svip hennar, aðeins áhugi. - Hvað heitir hún? Hve gömul er hún? Tólf ára. Hún heitir Linda. Það er nokkuð skrítið, en hún minnir töluvert á þig. Hún varð nú undrandi á svip- inn. Vesalings barnið. Hvar býr hún? Hún er á heimavistarskóla. Hún kemur heim í fríum og þá vill hún, óð og uppvæg, taka til í íbúðinni minni. Stundum kem- ur hún um helgar, en ég eggja hana ekki til þess. — Ég býst við að hún gráti þá á sunnudagskvöldum og vilji ekki fara aftur í skólann, sagði Susan. - Hvernig veiztu það? — Ég var sjálf í heimavistar- skólum. — Það var haldið skólaball síðast á árinu í fyrra. Linda keypti bleikan kjól með ein- hverjum pifum. Mér fannst hún vera eins og bleik krembolla, þegar hún var komin í hann, en ég sagði það ekki við hana. Var það rétt af mér. — Það held ég. Það hefði ekki verið skemmtilegt fyrir hana að vera öðruvísi en allar hipar bleiku krembollurnar. Lofaðu mér að sjá myndina af henni? Hann rétti henni veskið sitt, orðaði ekki hvers vegna hún væri svona viss um að hann hefði mynd af henni. Hún horfði á mvndina af dóttur hans, hélt henni upp að birtunni. Hún er töluvert lík mér. er það ekki? En hún er nú samt líkari þér, enda er það ekki und- arlegt. Er hún ánægð? —■ Stundum. Stundum er hún óánægð með sjálfa sig, með mig líka, býst ég við. — Það er vegna þess að hún er á þessum millibilsaldri. Sjáðu til, hún -er komin nær því að vera ung stúlka en barn. Einu sinni strauk ég úr skólanum, ég ætlaði að flýta fyrir. Hún horfði á hann og brosti. — En það heppnaðist ekki. Ég var send aftur í skólann og mér fannst ég hefði gert mig að fífli. Hún leit á úrið og tók svo ró- leea töskuna sína, sem lá á handriðinu. — Ég verð að fara heim. Hún rétti honum veskið hans. Hann stóð líka upp og stakk 34 VIKAN tbi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.