Vikan


Vikan - 05.11.1970, Síða 46

Vikan - 05.11.1970, Síða 46
OSKILABARNIÐ Framhald af bls. 23. slitin. Þegar þær voru báðar bún- ar að taka sér sæti, virti Cissi hana fyrir sér í laumi. Það var bjartara inni í stof- unni, heldur en frammi á gangin- um, svo nú sá Cissi að hún var ekki svo lík Marilyn Monroe, og hún sá á hrukkunum kringum augun og höndunum að þessi kona var komin um eða yfir þrí- tugt. En vöxturinn var ótrúlega unglegur. — Sherry? Án þess að bíða eftir svari skenkti Elisabeth Sture í tvö glös. — Ég man ekki til að ég hafi séð nafnið yðar á töflunni í gang- inum, en .... t — Það stendur Sten Havel á töflunni. Það er hann sem hefir íbúðina á leigu, við búum þar bæði. — Ég skil. Hún sagði þetta kuldalega en rólega, en gat samt laumað inn hjá Cissi að henní findist það ósiðlegt. — Samson sagði mér að mað- urinn yðar hefði verið fjarver- andi í marga mánuði, en hefði komð hejm í gær. Hefir ekki ver- ið leiðinlegt að vera svona ein í borginni í allt sumar, frú Sture? — O, svona... Hún vildi greinilega ekki svara þessu, svo Cissi þagnaði. — Satt að segja hefi ég ekki heldur verið í borginni. Ég kom heim fyrir viku síðan. En segið mér eitt... Það brá fyrir illsku í augnaráði hennar, svo Cissi átti von á ein- hverju óþægilegu. — .... hvernig gátuð þið fengið þessa íbúð á leigu? Þið hljótið að hafa einhver sambönd án þeirra fær maður ekki neitt. En er þetta ekki of stór íbúð fyr- ir ykkur? — Jú, það er hún reyndar, sagði Cissi og fann hvernig reiðin sauð í henni. — Fimm hérbergi er nokkuð mikið. En Sten þarf að æfa sig og ég byrja bráðum í listaskólanum og þarf að hafa vinnuherbergi. Og svo þurfum við að hugsa um þann litla. Nú var dauðaþögn, eitt andar- tak. — Eigið þið barn? — Já, dreng. Hann er bráðum mánaðar gamall. — En gaman fyrir ykkur. Hvað heitir hann? — Við höfum ekki fundið neitt nafn á hann ennþá. Þér gætuð kannski komið með uppástungu frú Sture? Cissi horfði beint í augu henn- ar, en sá ekkert annað en kulda- lega varfærni. — Ég veit ekki, ég er nú ekki sú rétta ... — Við höfum hugsað okkur eitthvert gamalt nafn. Til dæmis Mikael, eða Leo. ■ — En spennandi að . .. Elisabeth varð fyrir til að líta undan. Hún tók |sígarettu og kveikti í henni. Cissi hélt áfram: — En nafnið Leo hefir nú fengið á sig einhvern sorglegan blæ í sambandi við þetta hús. Finnst yður það ekki? Elisabeth hallaði höfðinu aftur á bak og hló hátt. — Ekki eingöngu sorglegan, góða mín. Þekktuð þér Leo van der Heft? — Nei. Hvernig var hann? — Hvernig hann var? Ábyggi- lega tillitslausasti og siðlausasti maður, sem ég hefi nokkurn tíma komizt í kynni við. En ég verð að viðurkenna að hann gat verið að- laðandi. Hann var líka glæsileg- ur í útliti og margar konur hafa fallið fyrir því. En hann hafði engan áhuga á þeim konum, sem voru ástfangnar í honum. Það voru alltaf hinar, sem ekki vildu líta við honum, sem hann reyndi að ná á sitt vald. Það hefir líklega verið til að hefða sig, því að allt annað misheppnaðist hjá honum. Þrátt fyrir að hann fékk ríkulega peninga frá' föður sínum, var hann alltaf hlaðinn skuldum, en hann tefldi líka djarft. Ef þér hefðuð hitt hann, þá mynduð þér skilja hváð ég á við. Ég veit ekki hve oft ég hefi orðið að verja mig fyrir honum með kjafti og klóm, til þess að fyrirbyggja að hann nauðgaði mér. — Hvað fannst manni yðar um það? spurði Cissi og sá að nú var Elisabeth Stuer að fá reiðikast. En hún gætti sín og stóð upp, með glasið í hendinni. — Ég vildi síður vera ókurteis, en það er orðið framorðið og ég hefi mörgu að sinna . . . — Auðvitað, svaraði Cissi. Hún setti frá sér glasið og gekk fram að dyrunum. Frú Sture fylgdi henni. — Hvað Leo viðvíkur, þá er ástæðulaust að hafa áhyggjur af honum. Hann er horfinn og kem- ur ekki aftur. — Nei, svaraði Cissi, án þess að líta við. — Nei, hann er nú ekki alveg horfinn. Flakið af flugvélinni er fundið og það lítur út fyrir að einhver hafi fiktað við tækin í vélinni, einhver tæki, sem annars hefðu getað bjargað lífi hans í þessu óveðri. Elisabeth Sture snarstanzaði. Innihaldið úr sherryglasinu var eins og rauð stjarna á gólftepp- inu. Sylvia van der Heft var tauga- óstsrrk og ergileg, þegar hún opn- aði dyrnar, en um leið og Cissi hafði sagt henni erindi sitt, bauð hún henni nin. — Jæja, svo þið eruð nýju ná- búarnir. Eigum við þá ekki að vera dús strax? Það er svo heimskulegt að þérast, því við erum líklega á svipuðum aldri. Ég heiti Sylvia. — Cecilia, en ég er kölluð Cissi. Þessar vinalegu móttökur glöddu Cissi og hún fann að Syl- via var í mikilli þörf fyrir vin- 46 VIKAN 45. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.