Vikan - 05.11.1970, Qupperneq 50
allt var svo einlægt í kringum
mig að ég réði varla við mig.
Það lá meira að segja við að ég
færi að gráta á hljómleikum þar
með Arthur Lee, því mér fannst
þetta allt svo fallegt og stórkost-
legt. Þá hélt ég að ég væri að
verða vitlaus, því þremur árum
áður hafði ég verið að væla yfir
Sonný Boy Williamson; nú gat
ég ekki lengur sætt mig við
gamla og góða bluesinn. Og
þremur árum áður en ég hafði
verið svo upphrifinn yfir Sonny
Boy, hafði ég grátið af barns-
legri gleði á meðan ég söng í
kirkjukórnum heima hjá mér í
Kidderminster.
Allt þetta, öll mín fyrri
reynsla, finnst mér vera komin
saman og sameinuð á dásamleg-
an hátt, á LED ZEPPELIN III.
Nú hef ég grátið þrisvar af ein-
skærri gleði og elsku og nú
finnst mér sem ég ætli að fara
að gráta í fjórða sinn. Ég hef lát-
ið svo um mælt, að ég hafi aldrei
reiknað með að ég yrði ánægður
í Led Zeppelin, en nú er ég það
svo sannarlega því að LZ III er
ég og hinir þrír.
— Hvernig varð þér við þeg-
ar Jimmy (Page) bað þig að vera
með sér í hljómsveit?
— Hann gerði það nú eigin-
lega ekki, heldur var ég hættur
í „Band of Joy 3“, og farinn að
syngja með Alexis Korner, þegar
þeir sögðu við mig: — Farðu og
heimsæktu Jimmy Page. Vertu
þar í viku og vittu hvernig þér
líkar.
Ég gerði það og einn daginn
þegar Jimmy var ekki heima,
fór ég að spila plötur og tók út
dálítinn stafla. Þegar Jimmy
kom heim hló hann hátt og
lengi, því þetta voru einmitt
sömu plöturnar og hann hafði
ætlað að spila fyrir mig þegar
hann kæmi. Eftir það var eng-
inn vafi á því að við ætluðum
að vinna saman og síðan höfum
við gert það ----- með allsæmi-
legum árangri, held ég að mér
sé óhætt að segja.
Það er ekki rétt að Jimmy eða
ég ráði algjöriega því sem er
gert í hljómsveitinni, við vinnum
allir saman. Það vorum til dæm-
is við tveir sem útsettum „Babe,
I‘m gonna leave you“. Nei, ég
veit að á plötunni sjálfri stend-
ur aðeins að J. Page hafi gert
það, því um það leyti var ég á
samningi við annað fyrirtæki og
því mátti ekki koma fram að ég
hefði gert það líka.
Um sama leyti vissi ég að Jeff
Beck var að hugsa um að fá mig
með sér, og hefði ég ekki hitt
Jimmy hefði ég sennilega sleg-
izt í hópinn með Jeff. Þá hefðu
málin sennilega orðið eitthvað
öðruvísi en þau eru nú.
—- Hverjar voru framtíðar-
horfur Led Zeppelin til að byrja
meí; ætluðuff þiff alltaf aff byrja
á Bandaríkjunum?
— Nei, alls ekki. Þegar við
byrjuðum var alveg eins og við
værum að stofna hljómsveit. Við
vorum mest að spekúlera í
hverja við gætum fengið með
okkur. Við þurftum til dæmis
trommuleikara sem var nógu
fastur og ákveðinn og sá eini
sem ég gat látið mér detta í hug
var sá sem ég hafði spilað með
í mörg ár, sem sé John Bonham.
Nú væri vonlaust fyrir okkur að
ætla að fá annan trommuleikara,
því John er sá eini sem getur
fylgt okkur eftir og frískað upp
á það sem við erum að gera.
— Þekkti Jimmy John áffur
en þiff fenguff hann meff ykkur?
— Nei, það vissi enginn hver
John var. Hann hafði bara ver-
ið með mér í „Band of Joy“ þar
tii eg fór yfir í Alexis Korner,
en þá gekk hann í lið með Tim
Rose. Mér fannst ekkert koma
til greina en að fá John með
okkur, svo ég leitaði hann uppi
og sagði: — Heyrðu, þú verður
að ganga í Yardbirds! en þá vor-
um við ekki enn búnir að finna
nafn á hljómsveitina. John
horfði á mig og svaraði: — Hvað,
er ég ekki ágætlega settur hér?
Ég varð að reyna að sveigja
hann til, og til þess hafði ég
ekkert nema nafn sem hafði dá-
ið út fyrir löngu síðan, the
Yardbirds.
Loksins tókst mér að fá hann
til að koma, og um svipað leyti
komst John Paul Jones að því
að hann vildi fara að spila i
hljómsveit en ekki bara í stúdíó-
um. Ég hafði aldrei séð hann
fyrr en á fyrstu æfingunni og
þetta var svo gaman að við gát-
umekki hætt. Það fyrsta sem við
æfðum var gamalt lag sem Gar-
nett Mimms hafði gert vinsælt,
„As Long As I Have You“.
Það hefur tekið okkur langan
tíma að læra að þekkja inn á
hvern annan, en það er náttúr-
lega frumskilyrði þess að við
getum gert einhverja góða hluti
saman.
— Nú urffuð þiff fyrst þekktir
í Bandaríkjunum, hvernig stóff á
því? Þiff eruff jú allir brezkir.
— Það vildi nú bara eiginlega
þannig til. Við vorum búnir að
reyna að brjóta okkur leið hér
í Englandi nokkrum sinnum
undir nafninu Led Zeppelin, en
við vorum alltaf bókaðir undir
nafninu „the New Yardbirds",
og fólkið sem kom hafði hlust-
að á Yardbirds fjórum árum áð-
ur og varð þess vegna fyrir von-
brigðum með okkur, því við
vorum svo ólíkir Yardbirds; við,
með lög eins og „Communicati-
on Breakdown".
Við eigum Bandaríkjamönnum
í rauninni allt að þakka, því þeir
vildu bóka okkur undir réttu
nafni. Þar þekktu allir Jimmy
og við þurftum ekki að treysta
á gamalt og útjaskað nafn.
— Nú gekk ykkur mjög vel á
Bath-hátíffinni. Hverju þakkar
þú þaff? (LZ fóru beint þangað
eftir að þeir höfðu verið hér á
íslandi).
— Sennilega því að við höfð-
um svo lítið spilað í Bretlandi
áður, engir sjónvarps- eða út-
varpsþættir, bara tvær plötur.
Fólk hefur sennilega hugsað með
sér: — Ja, ég hef aldrei heyrt í
þeim nema á plötu, svo það or
bezt að fylgjast vel með þeim
núna.
— Þaff hlýtur að hafa veriff
undarleg tilfinning fyrir þig aff
vera bókaffur stærra númer en
hljómsveitir sem þú hefur alltaf
haft dálæti á, eins og til dæmis
Byrds og Jefferson Airplane.
— Já, en ég fann ekki til
neinnar sektar, því ástæðan fyr-
ir því að við vorum settir efstir
á blað, var sú, að ég held, að í
kringum okkur var heilmikill
leyndardómur, þar sem við höfð-
um ekki spilað hér áður.
En mér finnst við góðir. Frísk-
ir og ferskir. Við spilum stund-
um sama prógrammið kvöld eft-
ir kvöld, en það er aldrei eins.
Stundum byrjar Bonzo (John
Bonham) eitthvað að „jamma“
og svo komum við inn í á eftir,
þegar við erum tilbúnir. Svo
förum við í gegnum alls konar
frasa áður en við byrjum á sjálfu
laginu.
— Nú heyrir maffur sífelldar
sögur um aff Led Zeppelin séu
aff splundrast, en þú minntist á
þaff áffan aff 3. LP-plata ykkar
væri þér mjög aff skapi. Þýffir
það aff hljómsveitin hættir ekki
í bráff?
— Það er aldrei hægt að segja .
neitt ákveðið um hvað hver
hlutur dugar lengi, en eins og er
þá er allt mjög hagstætt. Við
setjumst niður og opnum okkur
fyrir hver öðrum og tölum og
vinnum hugmyndir okkar sam-
an. Þetta eru hugmyndir sem
enginn okkar hefur fengið áður,
við erum allir hluti af heild og
allir eru áhægðir.
Og þetta er tómt þvaður að
við séum að hætta. Ánægjuleg-
ast af öllu því sem Led Zeppelin
hefur leitt af sér og gert, er að
margt hefur breytzt og batnað
frá því að fyrsta LP-platan okk-
ar kom út. Það er alltaf eitthvað
öðruvísi en síðast. Led Zeppelin
verður til um óákveðinn tíma.
— Og hvaff langar þig mest af
öllu aff gera, á tónlistarsviffinu, í
framtíðinni?
— Það er margt sem mig lang-
ar til að gera, hlutir sem ég hef
aldrei gert áður. Mig langar til
að geta spilað á fleiri hljóðfæri,
því það er svo takmarkað að
geta aðeins hamrað á gítar og
blásið í munnhörpu. En öll sú
tónlist sem mig hefur langað til
að fást við hefur þegar verið
prófuð af Led Zeppelin og við
lítum allir á það frá mismun-
andi sjónarhornum.
Það þýðir að við erum að gera
allt það sem okkur langar til að
gera og þegar svo er, hef ég eng-
ar áhyggjur eða frekari áætlan-
ir. *
UM MENGUN ...
Framhald af bls. 11.
verksmiðiunni gegnum hraunið út í
vatnið. En á það eru engar sönnur
færðar enn.
— Hversu hættuleg gæti sú meng-
un verið?
— Jarðvegur er mjög gljúpur við
Mývatn svo úrgangsefnin geta hæg-
lega síast út í vatnið bæði frá verk-
smiðjunni og frá sveitabæjunum,
t.d. olía. En olíumengun er vitan-
lega stórhættuleg lífi í vatninu. Þarf
ekki annað af að bera en bilun á
olíuleiðslu, t.d. í dælupramma.
A Islandi er mengunarvandamál-
ið að sjálfsögðu ennþá smáræði hjá
því, sem víða annarsstaðar er. Þegar
ég var í Kaupmannahöfn fyrir
skömmu var loftið mengað ýldufýlu,
þegar vindur stóð utan af Eyrar-
sundi. Mengunin í sundinu er ekki
einungis af völdum Dana og Svía,
heldur og annarra þjóða við Eystra-
salt, en straumurinn liggur þaðan
út úr sundinu. Mengunin í Eystra-
saltinu er orðin mjög mikil, með
þeim afleiðingum að fiskafli hefur
minnkað og fiskurinn orðið verri, og
jafnvel óætur á sumum svæðum. —
,,Það húmar og hljóðlega rennur í
hægviðri straumfögur Rín" stendur
í gamalli þýðingu. Nú kallar enginn
Rín straumfagra lengur, heldur er
henni fremur líkt við skolpleiðslu.
Mikil mengun í Rín byrjar þegar
í Sviss og eykst síðar mjög í Þýzka-
landi í hinum miklu iðnaðarhéruð-
um. I Hollandi er fljótið eiginlega
orðið sannkallaður saurvellingur.
Vonandi kemur aldreí til þess að t.d.
Elliðaárnar hér syðra og Glerá
nyrðra mengist á svipaðan hátt.
— Væri ekki full nauðsyn á að
sett væri sérstök löggjöf til hindrun-
ar mengun af völdum stóriðnaðar
hér á landi meðan sá iðnaður er
ennþá á byrjunarstigi? Það ætti að
liggja í augum uopi að við lærðum
af beiskri reynslu annarra þjóða í
þessum efnum og vöruðumst þeirra
víti.
— Ég veit ekki hve viðtæk heil-
brigðislöggjöfin er á þessu sviði. En
breytingarnar eru svo örar á okkar
tímum að ekki er ólíkleqt að bar
sem annarsstaðar sé þörf sífelldrar
endurskoðunar.
dþ.
— Ég var búinn að biðja yður að
vera kyrr frammi, ungfrú Helga!
50 VIKAN «»• tw.