Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 10
 OSSIB SHUBIN VONIN * NÝÁRS ÆVINTÝRI ■*j&b Skynsemin liafði kært Vonina hjá Guði föður. Faðir himnanna var hrygg- ur mjög, því honum þótti einkar vænt um Vonina, þetta góðkvendi, sem hann hafði skapað mönnunum til gleði og ánægju; það liafði liann gert á vordegi nokkrum, rétt skömmu eftir að Ör- væntingin hafði birzt mönnum á jarð- ríki í grenjandi frostbyl, sem skall á skyndilega. Ekki tjáði honum samt að daufheyrast alveg við kærumáli Skyn- seminnar, og skoraði liann því á hana að skýra' ýtarlega frá misgjörðum Von- arinnar. Það var nú ekki auðgert að þagga niður í Skynseminni, úr því liún einu sinni hafði fengið orðið. „Hún er við- bjóðsleg fleða,“ kallaði hún hátt, „svika- flagð og lygakind; hún sleikir sig inn á mennina, og vefur sig um fætur þeirra, og svo yfirgefur liún þá á eftir undir eins og eitlhvert alvarlegt misferli her að höndum. Hún heldur vöku fyrir Lönguninni með hégómamælgi sinni, og það sem verst er, hún aftrar mönn- um frá að hlýða á mig; allir visa mér á dyr.“ Guð faðir liugsaði með sér, að það væri í rauninni ekki svo undarlegt, þó mennirnir vildu ógjarnan hafa neitt við Skynsemina að sælda, því að af öllum sköpuðum skepnum mundi hann enga, sem óviðfeldnari væri eða ógeðslegri. í staðinn fyrir tvö augu niðrundan enninu, eins og almennt gerist, hafði hún sex augu kx-ingsett um liöfuðið, svo að hún gat hörft til allra hliða i senn, og af því að hún lokaði augunum aldrei, já, hvað meira er, deplaði þeim ekki einu sinni, þá var það næsta þi*eyt- andi að láta liana liorfa á sig. í staðinn fyrir hjarta har hún fyrir varúðarsak- ir ldakastykki i hrjósti séi*. Það hefur víst verið af óeðli þessu, að hún var svo blóðvana og bleik í yfirbragði, svo skorpin, skarpleit ög nornaleg. Þegar mælskugjallandi henuar ællaði aldrei að hætla, ]>á kom þar loks að Guð föð- ur þraut þolinmæðina. „Nú er mér nóg boðið“, kallaði hánn upp, og hélt sér fyrir hæði eyru með stygglegum svip, þvi að hann hafði hneykslazt á ræðu hennar; „farðu og sæktu Vonina, svo lnin geti varið sig móti ásökunum þín- um. Ef það sannast, að hún leiði menn- ina út í annað eins ólán og þú segir, ])á tek ég hana burt fiá jax*ðríki og læt hana vera incð mér í ])aradis“.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.