Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 12
SHALOM: heill, friður, harningja. YIKAN kynnir starí'semi ICYE, alþjóðlegra ungmennaskipta sem íslenzka Þjóðkirkjan hefur tekið þátt í um árabil, og skyggnzt er inn í starfsemi KAUS, samtaka heimkominna skiptinema. Eftir Omar Valdimarsson 12 VIKAN 52- tbl- Undir embætti Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar heyra nemenda- skiptin, sem er hluti af alþjóðlegri starfsemi er nefnist Internati- onal Christian Youth Exhange (ICYE). Á hrárri íslenzku hefur þetta verið kallað KAUS: Kristleg alþjóða ungmennaskipti, og er það heiti samtakanna, sem heimkomnir skiptinemar hafa sett á laggirnar. En hvað er skiptinemi? Við skulum taka þetta alveg frá byrjun- inni og kynna okkur eilítið sögu þessarar starfsemi. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina tók Þjóðverji nokkur, John Ebelee, upp á því að senda þýzk ungmenni yfir hafið til Bandaríkj- anna, svo unga fólkið, er ekki átti neina sök á stríðinu á milli þess- ara þjóða, gæti gert sitt til að græða sárin sem brunnu þar á milli. Dvöldu þessi ungmenni með bandarískum fjölskyldum og í banda- rískum skólum í eitt ár og þar gafst þýzkum og bandarískum ung- mennum kostur á að gera sér grein fyrir því af eigin raun, að hinn aðilinn var í rauninni ósköp venjuleg manneskja. Þessi starfsemi gafst vel, svo vel, að árið 1949 var ICYE stofað og skipti hófust á milli fleiri landa en eingöngu Bandaríkjanna og Þýzka- lands, þó ísland hafi ekki farið að taka þátt í skiptunum fyrr en um 1960. Þó voru þetta eingöngu skipti á milli Bandaríkjanna og ann- arra landa til að byrja með, en árið 1965 var stofnunin gerð alþjóð- leg og skipti hófust innbyrðis á milli þjóða fyrir utan Bandaríkin. Um leið hætti bandaríska ríkisstjórnin að styrkja starfsemina og eiga skiptinemar hérlendis það til að glettast sín á milli og segja, ef illa árar fjárhagslega: „Ja, það væri sko munur að heyra ennþá undir CIA!“ Eins og áður er getið, þá voru skiptin einvörðungu bundin, áður fyrr, við að skiptinemarnir sæktu skóla og væru meðlimir í fjöl- skyldu viðkomandi lands. Nú hefur aftur á móti orðið breyting á þessu, bæði hérlendis og annars staðar. í Japan eru skiptinemarnir sendir í háskóla fyrstu sex mánuðina til að læra málið og kynna sér menninguna og síðari hluta ársins vinna þeir ýmiss konar sjálfboða- störf, við þjóðfélagslega þjónustu. í Hollandi er starfseminni hagað á svipaðan hátt, og hér á íslandi er árið þrískipt, allavega fyrir suma skiptinema sem hingað koma. Þegar erlendu skiptinemarnir komu hér í sumar, voru þeir fyrst allir sendir á málanámskeið sem stóð yfir í mánuð. Eftir það var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.