Vikan - 23.12.1970, Qupperneq 13
Þessi mynd var tekin er Jónás Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar, veitti viðtöku hluta þess fjár sem skiptinemar söfnuðu í Pakistan-
söfnuninni. Eftir rúmlega viku vinnu afhentu samtökin 246.618 krónur og var
þá söfnunin aðeins hálfnuð.
þeim„komið fyrir á fyrirfram ákveðnum heimilum, víðs vegar um
SV-hluta landsins. Þrískiptingin sem áður var talað um, er því
fólgin í því, að fyrstu fjóra mánuði ársins búa skiptinemar hjá ís-
lenzkri fjölskyldu og sækja skóla, helzt mennta- eða kennaraskóla.
Næstu fjórir mánuðir eru gjarnan notaðir til að kynna íslenzka
sveitamennsku fyrir skiptinemnunum; nú eru til dæmis þrír skipti-
nemanna á sveitabæjum víðs vegar um land, og vinna þar öll al-
gengustu sveitastörf og síðustu fjóra mánuðina vinna skiptinemarn-
ir fyrir kaupi, helzt við einhverja félagslega vinnu, þó fátt sé um
feita drætti í þeim efnum hér á landi.
Rétt er þó að taka fram, að þetta er í fvrsta skipti sem þessi skipt-
ing er reynd hér á landi, og því er ekki hægt að segja neitt til um
hvernig hún hefur reynzt. Og það eru aðeins þrír skiptinemanna
sem eru í þessu, en ætlunin er að reyna að útvíkka þetta eftir því
sem tíminn líður og reynslan kennir. Nú eru hér staddir 6 erlendir
skiptinemar: 2 bandarískar stúlkur, þýzk stúlka, önnur frönsk, ein
hollenzk og brazilískur piltur. Alls hefur fsland tekið á móti um 30
erlendum skiptinemum, frá Bandaríkjunum, Hollandi, Frakklandi,
Sviss, Þýzkalandi, Braziliu, Bólivíu og Jamaica, og um 200 íslend-
ingar hafa farið utan og dvalizt í eftirtöldum löndum: Bandaríkjun-
um, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Þýzkalandi,
Sviss, Jamaica, Costa Rica og Brazilíu. Áætlað er að um 5000 manns
hafi tekið þátt í þessu „prógrammi" frá upphafi, bæði fjölskyldur
og ungmenni og um 500 manns á ári taka þátt í því nú.
Gífurleg aðsókn hefur verið í skiptin, og rennur umsóknarfrestur
fyrir árið 1971- -1972 út 31. desember næstkomandi; þá á að skila
umsóknum á skrifstofu Æskulýðsfulltrúa — hvar eyðublöðin fást.
Það hefur alltaf verið vandamál að fá fjölskvldur til að taka er-
lenda skiptinema inn á heimili sitt, enda er það töluverð ábót að fá
allt í einu útlending inn á heimili sitt, og láta hann vera þar, með
nákvæmlega sömu réttindum og skyldum og aðra fjölskyldumeð-
limi. í bæklingi frá Skiptinemanefnd Þjóðkirkiunnar segir að erlendi
skiptineminn ætlist ekki til að njóta neinna forréttinda eða munað-
ar, aðeins skilnings. Þær fjölskyldur íslenzkar sem tekið hafa skipti-
nema láta allar mjög vel af því, og telja það hafa verið ómetanlega
reynslu; sjóndeildarhringur þeirra hafi víkkað að miklum mun og
skilningur á öðrum, ekki síður en sjálfum sér, hafi aukizt óskap-
lega. Fjölskyldur sem ekki telja sig geta staðið algjörlega undir
kostnaði við að halda uppi skiptinema, munu geta fengið einhverja
fjárhagsaðstoð frá ICYE á íslandi.
Og til hvers er svo verið að þessu öllu saman? í grundvallaratrið-
um er markmiðið ennþá það sama og það var rétt eftir stríð. En
grundvöllurinn hefur breikkað og er nú lögð mikil áherzla á að brúa
bilið á milli okkar og Þriðja heimsins, enda ekki vanþörf á. Því
hefur verið lögð meiri áherzla á að senda ungmenni frá „mennngar-
og offitulöndum“ til Þriðja heimsins, og er íslenzka starfsemin fram-
arlega á því sviði. Því má sjálfsagt segja að „Sieg heil!“ ICYE sé
SHALOM, sem er hebreska og þýðir m. a. FRIÐUR, en nær í raun-
inni mikið lengra. „Við erum að vinna að því að flýta fyrir komu
Shalom Guðs,“ segja skiptinemarnir.
Nafn þessarar starfsemi bendir til að hún sé kristileg á einn eða
annan hátt, og flestum dettur í hug að hún sé „hákristileg“. Stað-
reyndin er sú, að ekki einungis kristnir menn geta orðið skiptinemar
á vegum hinna kristnu trúarfélaga sem taka þátt í ICYE, heldur allir
þeir sem vilja haga lífi sínu samkvæmt kristinni siðfræði. Starfsem-
in er þannig byggð upp á kristilegri sið- og trúfræði og má benda á
að fyrir tveimur eða þremur árum var samþykkt að taka banda-
rískan búddatrúarmann inn í starfsemina, en hann hætti sjálfur við
á síðustu stundu vegna einhverra orsaka.
Og hversu trúarleg er starfsemi skiptanna hér á landi? Ekki mjög.
í Skiptinemanefndinni sem er ein af undirnefndum Æskulýðsnefnd-
ar kirkjunnar, eiga sæti Valdimar Sæmundsson, flugvirki, sem var
áður skiptinemi og er nú framkvæmdastjóri ICYE á íslandi, séra
Jón Bjarman, fyrrverandi Æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar og nú-
verandi fangelsisprestur og Karl Sigurbjörnsson, stud. theol. Að
auki eiga sæti í nefndinni fulltrúi KAUS, sem varamaður — með at-
kvæðisrétt, og sr. Bernharður Guðmundsson, Æskulýðsfulltrúi Þjóð-
kirkjunnar. Nú er verið að koma á laggirnar undirnefnd, sem á að
marka stefnúna, og munu eiga í henni sæti aðallega fulltrúar skipti-
nemasambandsins. En það ber að gæta þess, að þessi starfsemi fer
öll fram á kristilegum grundvelli og þó ekki sé mikið um bæna-
hald, hefur grundvöllurinn allt að segja.
KAUS, samtök skiptinema, eru samtök þeirra skiptinema íslenzkra
sem heim eru komnir, eftir ársdvöld erlendis. Hafa samtökin stjórn,
sem er kosin til eins árs í senn, og að auki starfa nokkrar nefndir
innan samtakanna, m. a. útbreiðslunefnd, sem á að sjá um kynningu
á skiptunum og ritnefnd, sem á að sjá um útgáfu á KAUSanum,
fréttabréfi samtakanna. Eins og venia er, hefur gengið mjög illa að
fá heimkomna skiptinema til að starfa með þessum samtökum, og
af þeim 200 skiptinemum sem héðan hafa farið eru aðeins um 30
sem starfa að staðaldri.
Á vissan hátt er það mjög skiljanlegt, því fastur starfsgrundvöll-
ur hefur aldrei verið til. í fyrstu lögum sem samtökin settu sér, var
þess getið að samtökin ættu að starfa að æskulýðsstarfi innan safn-
aðanna víðs vegar um land, en skiptinemarnir hafa ekki fundið sig
í því starfi og venjulegast fallið út úr því áður en langt hefur liðið.
Nú virðist aftur á móti vera að færast fjörkippur í starfsemina og
fastur starfsgrundvöllur virðist vera að fæðast, því allt bendir til
þess að skiptinemarnir ætli sér að verða nokkurs konar framlínu-
sveit Hjálparstofnana kirkjunnar, sem nú er að fara af stað með
endurnýjuðum krafti.
Þá hafa skiptinemasamtökin beitt sér, af miklum krafti og fórn-
fýsi, fyrir ýmiss konar fjáröflunarstarfsemi, en ICYE á íslandi hef-
ur átt í miklum fjárhagserfiðleikum. Fjáröflunarleiðir skiptinem-
anna hafa verið aðallega dansleikir og kökusölur, en margt annað
eru þeir með á prjónunum og verður spennandi að fylgjast með því.
Það sem þessi samtök hafa orðið frægust fyrir eru hinar títtnefndu
Þetta eru þeir Jón Gulli Sigurðsson (til vinstri), tormaður KAUS, samtaka
skiptinema og Valdimar Sæmundsson, formaður Skiptinemanefndar Þjóðkirkj-
unnar. Báðir voru skiptinemar í Bandaríkjunum.
og umdeildu „popp-messur“, sem haldnar voru hér í Reykjavík fyrir
nær tveimur árum síðan. Þær samkomur voru algjörlega skipulagð-
ar af skiptinemum, sem enn haga öllu sínu tilbeiðslustarfi á svip-
aðan hátt, en vandamálið er það að engir prestar treysta sér til að
styðja þá og styrkja og skiptinemarnir telja nauðsynlegt að halda
slíkar samkomur í kirkjum. Sá hópur samtakanna, sem stóð helzt
fyrir þessum samkomum er ánægður með þann árangur sem af þeim
varð, og benda á að margir hafi þarna fvrst gert sér grein fyrir því
hvað kirkjan var í raun og veru.
Framhald á bls. 44
Skiptinemasamtökin stóðu fyrir almennri fjársöfnun til hjálparstarfsins í
Austur Pakistan fyrr í þessum mánuði og var söfnunin komin í fullan gang
viku eftir að hugmyndin kom fram. Allt var skipulagt af skiptinemunum sjálf-
um og framkvæmt af þeim, með aðstoð nemenda í framhaldsskólum landsins.
Myndin er af flóðasvæðunum.
92. tbi. VIKAN 13