Vikan


Vikan - 23.12.1970, Page 14

Vikan - 23.12.1970, Page 14
Við vorum sérstaklega snemma tilbúin með allan jóla- undirbúning fyrir jólaútstilling- una í Magasin City þetta árið, svo ég hafði tíma til að ganga niður og hughreysta Jane, unn- ustu mína sem vann í ilmvatns- deildinni og sárkveið fyrir jóla- ösinni. Meðan ég tafði hjá henni smástund, var ég kallaður upp til stjórnarskrifstofunnar, og með hreyknisbros á vörum gekk ég inn á skrifstofu Browns for- stjóra. Hann hlustaði með vinsemd á skýrslu mína og gleymdi í þetta sinn að sýna mér svip efasemda, þegar ég sagði honum að allt væri tilbúið fyrir jólaskreyting- ar og annað sem að jólasölunni sneri, sem sagt: „allt tilbúið". —■ Það var vel af sér vikið, og það er sem sé ekkert að vanbún- aði? — Nei, það mun standa allt eins og stafur á bók. — Hvernig er það með jóla- trén? Allt í lagi með þau. — E'g á við hvort þér getið verið viss um að þau haldist all- an tímann? — Það eru nælontré. Þau fella ekki nálar og þau eru í samræmi við tímann; neonljós í stofninum og allt eftir því. Brown var ánægður á svipinn og beit endann af vindlinum sín- um. — Stórfínt, þér hafið staðið yður vel. En hvernig er það með jólasvein? — Jú, herra Brown, — ég hef náð í tveggja metra risa, fyrr- verandi glímumann. — Ha . . . e . . . glímumann? Getur hann þá ekki fælt mæð- urnar frá afgreiðsluborðunum? Ja, hvað um það, þér berið ábyrgðina. Ég kinkaði kolli. — Hvað um það, jólasalan má ekki bregðast. Það er síðasta trompið! Hámark umsetningar- innar! Mesta sala ársins. . . . E'g hneigði mig og dró mig í hlé, áður en honum tókst að æsa mig frekar upp. Þetta hafði verið erfiður tími, næstum fjórir mánuðir, sem ég hafði unnið að þessu og varla gefið mér tíma til að sofa, svo mér fannst ég hefði leyfi til að vera svolítið hreykinn af sjálf- um mér. „Jól í Venusarflaug- inni“ átti að tákna almenna vel- megun um jólin, geysilega um- setningu. Skemmtileg geimför og geimstöðvar í jólabúningi ættu að lokka fólk að verzluninni. Jane sparkaði skónum af hægri fæti og nuddaði stóru- tána. Það var kækur sem hún hafði, ef hún var þreytt. — Sg hef andstyggð á jólunum! hvísl- aði hún að mér. — Eg veit vel að það er Ijótt að segja þetta, en. .. . — Osin er nú varla byrjuð, sagði ég blíðlega. — Þú færð að minnsta kosti ekki að sjá mig á kvöldin allan desembermánuð, sagði hún í hótunartón. — Vertu nú ekki svona svart- sýn, Jane. Við verðum eins og börn á ný, þegar þúsundir ljósa tindra í forvitnum augum barn- anna.... — Og örvæntingin í þúsund- um augum mæðranna, sem bíða eftir afgreiðslu. Ef þú vilt endi- lega uppskera lárviðarsveiga, þá skaltu hvíla á þeim einn! Næstu daga gekk ég um deild- irnar og vonaðist eftir meiri við- urkenningu. Það var ekki útilok- að að ég fengi einhverja auka- þóknun um jólin. Ég var kall- aður upp á stjórnarskrifstofuna og lagfærði ósjálfrátt hálsbind- ið um leið og ég gekk í áttina að lyftunni. Þegar ég kom inn á skrifstof- una var öll stjórnin þar saman komin. Það leit ekki út fyrir að jólagleðin væri farin að gera vart við sig hjá þessum herrum, ef dæma mátti eftir svipnum á hörkulegum andlitum þeirra. — Þetta er yfirskreytinga- meistarinn okkar, sagði herra Brown, skuggalegur á svip. Sextán augu góndu á mig og ég reyndi að hneigja mig fyrir þeim í röð, eftir stöðum þeirra. —■ Eruð það þér sem standið fyrir þessari jólaflaugarvitleysu? spurði elzti forstjórinn. Það var eitthvað í rödd hans, sem kom í veg fyrir glaðlegt jáyrði, svo ég lét nægja að kinka kolli. Það er alltof langt sótt og gamaídags! hélt hann áfram, rétt eins og hann stæði við fall- öxina. Ekki skemmtileg hugmynd! sagði annar. Reglulega gamaldags! Höfðar alls ekki til nútíma- barna! Allt of yfirhlaðið og alls ekki hátíðlegt! Það vantar í það allan ferskleika, eitthvað sem kemur á óvart! Hefur ábyggi- lega öfug áhrif á jólasöluna! Ég fálmaði eftir einhverju til að halda mér í, en fann ekkert annað handbært en hárið. —■ Já, en ég . . . ég hef farið eftir ábendingum forstjórans, stamaði ég út úr mér. —■ Vitleysa, urraði Brown. —• Þér höfðuð frjálsar hendur. Engum gat dottið í hug, ja, þótt við hefðum svo sem mátt vita það, að yður misheppnaðist svona algerlega. Það verður að gerbreyta öllu! Það er ómögulegt, stundi ég. — Auglýsingadeildirnar eru í fullum gangi og allar auglýs- ingar eru tilbúnar, það er jafn- vel búið að prenta auglýsinga- pésana. Við getum ekki svona á síðustu stundu.... — Hvað sagði ég, gneggjaði í aldursforsetanum. — Jólasalan er fyrirfram dauðadæmd! Við getum alveg eins lokað verzlun- inni strax, eins og að bíða eftir því að hún verði lögð undir hamarinn! Brown var löðursveittur. — Það voruð þér sem tókuð á yð- 14 VIKAN 52. tw.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.