Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 20
Þetta vor var svo unaSslega fagurt, ólíkt öllum, sem ég hafði upplifað fram að þessu. En ég var líka sjálf svo breytt. Samband mitt og Wills var vonlaust, en öll mín tiivera var haldin þessari sársaukafullu þrá eftir honum.... FRAMHALDSSAGA, ANNAR HLUTI RACHEL MADDUX Það scm á undan er gen&ið: Libby Meredith er rétt orðin fjörutíu og níu ára, þegar eigin- maður hennar Roger, sem er prófessor í lögum, ákveður að taka sér ársfrí. Þau fá lánað býli, sem kunningjar þeirra eiga, og flytja þangað. Nágranni þeirra, Will Workman, er stór og sterk- lega vaxinn, næmgeðja, í þörf fyrir blíðu, en býr með ákaflega erfiðri eiginkonu. Einn daginn ákveður Libby að fá sér einhver húsdýr, svo Will fer með þeim Roger til að kaupa geitakiðlinga.... Við völdum tvo dásamlega, ný- fædda kiðlinga úr hópnum. — Hvenær getum við fengið þá, hvað tekur það lang- an tíma að venja þá af spena? spurði ég 'bóndann. - Venja þá af? Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Takið þá bara með, þeir éta, þegar þeir eru orðnir nógu svangir. Vesa- lings kiðlingarnir voru frá sér af hræðslu og jarmið var líkast barnsgráti. Will batt reipi um hálsinn á þeim og settist upp í aftursætið með þá á hnjánum, en Roger ók. Þeir verða fljótt rólegir, sagði hann. En - það leið þó nokkur tími þangað til þeir urðu rólegir. Þeir hlupu um hlöðuna í algeru æði, meðan ég náði í mjólkur- skál og Will bjó út bás handa þeim úr pappakössum. Hann tók vasahnífinn, sem hann bar alltaf á sér, og skar gat á aðra hliðina, eins konar dyr. Stundum hef ég líka á mér hníf, mjög líkan hnífnum hans. Þegar ég tek hann upp, sé ég fyrir mér hárbeitt hnífsblað í hinni risavöxnu, fagurlagaðri hönd hans. Ég sé hann fyrir mér þegar hann skar blómið af Júd- asartrénu og ég sé hann líka, þegar hann kraup niður og skóf moldina frá fyrstu hreðkunni, svo ég gæti borðað hana strax. Þegar Roger kom heim með bókapakkann og bað mig að lána sér skæri, til að klippa bandið, hugsaði ég, hálfergileg: — Hvers vegna getur hann ekki gengið með vasahníf líka? Svona, svona, sagði Will og gekk varlega inn í hlöðuna og kom básnum fyrir í einu horninu. — Við setjum svolítið hey á gólfið og þá geta þeir haldið hitanum hvor á öðrum. Kiðlingarnir hlupu inn í básinn, glaðir yfir að komast undan þessum skrítnu manneskjum og við heyrðum að þeir hættu smátt og smátt jarminu. Will settist á hækjur sér við hliðina á mér og þannig sátum við þegjandi og virtum litlu skinnin fyrir okkur. Svo stungu þau litlu höfðunum forvitnislega út um dyragatið og þá litum við hvort á annað og hlógum hjartanlega. Þegar við gengum heim að húsinu, sagði Will: — Þegar þeir eru vaxnir upp úr kassanum, verður orðið það hlýtt að þeir þurfa ekki skýli. Þú skalt ekki hafa áhyggjur af þeim, það er ástæðulaust. í nótt eða fyrra- málið byrja þeir að eta eitthvað svolítið og það er nóg vatn hjá þeim, svo þeir líða enga neyð. En ég var ekki róleg. Sg vakn- aði um miðja nótt og hugsaði hvað það hlyti að vera dásam- legt í Suður-Ameríku, þar sem húsdýrin fengu að ganga um í íbúðarhúsunum eins og fólkið. Það hefði verið dásamlegt að geta teygt út hendina og strokið mjúku ullina og finna að þeim var ekki kalt, jafnvel þótt Will hafi fullvissað mig um að hann hefði séð kiðlinga fæðast í snjónum, án þess að þeim yrði meint af. Sg klæddi mig vel og óð gegn- um snjóinn á móti vindinum og hélt á ljóskeri í dofnum fingr- um. Þegar ég hafði lokað á eftir mér hlöðudyrunum og snýtt mér, kveikti ég i sígarettu og gekk út í hornið þar sem kiðlingarnir voru. Bak við skilrúmið sá ég Will sitja á gömlum mjaltastól og horfa á geiturnar litlu, sem lágu rólegar í pappakassanum sínum. — Vina mín litla, sagði hann, — maður á aldrei að reykja í hlöðu. Daginn eftir átu kiðlingamir úr hönd minni. Will sýndi mér hvernig ég átti að bita niður maísstöngina og ég sat á mjalta- stólnum, með maískomin í lóf- unum. Kiðlingarnir komu og lyktuðu forvitnislega af henni. Svo urðu þeir djarfari og maul- uðu í sig maísinn, eins og litlar ryksugur. — Nú treysta þeir þér, sagði Will. — Nú geturðu fengið þá til að fara með þér hvert sem er. 20 VIKAN 52 tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.