Vikan


Vikan - 23.12.1970, Qupperneq 21

Vikan - 23.12.1970, Qupperneq 21
Geiturnar urðu fljótt tamari, svo að ég gat tekið- þær í fangið og látið vel að þeim. Þær voru einna líkastar hjartar- ungum á þessum klaufum sín- um og örmjóum fótleggjum og mér fannst ilmurinn af þeim dá- samlegur. Mér fannst einhver undarleg- ur friður umvefja mig, þegar ég sat þarna og horfði á litlu skinn- in, horfði á bröltið í þeim og fylltist gleði, þegar þau hjúfr- uðu sig upp að mér. Það var eins og tíminn stæði kyrr, þegar ég sat þarna hjá þeim. Sg held að ég hafi aldrei fundið svo frið- sæla hamingju, síðan Ellen var í vöggu. Will kom oft inn og settist við dyrnar og horfði á okkur. Einstaka sinnum varð ég vör við einhvers konar hungur í augum hans. — Þú ert svo blíð við kiðling- ana, sagði hann. —• Þeir eru líka dásamlegir, sagði ég. — Það er langt síðan ég hef verið svona róleg og ham- ingjusöm. Eg fann öldu inni- legrar ástar innra með mér og vafði að mér annan kiðlinginn. —- Hvað kallar þú þetta? sagði hann. — Hvað? — Tilfinninguna sem þú hef- ur fyrir kiðlingunum, þegar þú sýnir þeim þessi blíðuhót. — Ætli ég kalli það ekki ein- faldlega blíðu, sagði ég og skyndilega fannst mér sem ég væri að springa. Stundum fyll- ist ég ' af svo takmarkalausri blíðu að mig langar til að faðma að mér fólkið á götunni, sem ef- laust myndi halda að ég væri annað hvort brjáluð eða drukk- in, kalla í lögregluna eða eitt- hvað því líkt. Verst er ég stödd á járnbrautarstöðvum. Fólkið þar er svo þreytulegt. Er það ekki ömurlegt að við mennirnir skulum eiga svona erfitt með að sýna hver öðrum svolitla blíðu og vinarhót. Stundum finnst mér ég sjá blíðuhungur í augum ungra manna, en þá er það lík- lega vegna þess að þeir þrá sína Sophiu Loren. — Blíða, það er undursamlegt orð, sagði Will. — En af henni hef ég fengið sorglega lítið um ævina. Næsta dag gekk ég um í ein- hverri ljúfri þrá, og ég skildi fólk sem missir takið á veruleikanum og svífur á draumskýjum. Mér fannst ég verða eins og jörðin, sem beið þess að vorið kæmi á hverri stundu. Lækurinn flæddi ýfir bakka sína í hlákunni og á nótt- unni gat ég heyrt niðinn í hon- um. Hvað ég gerði þessa daga? Eg veit það ekki. Eg var aðeins hamingjusöm. Ég sá hvernig kiðlingarnir mínir stækkuðu og urðu borubrattari með hverjum degi. Dagarnir liðu. Þegar Roger þurfti að sækja nýjar bækur til borgarinnar, sá ég, mér til undr- unar, að ég hafði ekki einu sinni tekið utan af síðasta bókapakk- anum, sem hann ætlaði mér. Ég, sem er vön að lesa allt, jafnvel auglýsingar og vörumerki, ég hafði ekki opnað eina einustu af þessum bókum. Og svo kom bréf frá Ellen (Ó, Ellen, elsku litla Ellen mín!) þar sem hún var undrandi yfir því að fá aldrei bréf frá mér. Ég varð skelfingu lostin yfir sjálfri mér og ók rakleiðis til þorpsverzlunarinnar, þar sem ég gat komizt i síma. En ég gat ekki fengið mig til að fara með Roger til borgarinnar. Mér fannst ég þurfa að taka hressilega í sjálfa mig, svo ég leitaði uppi öll bréf sem höfðu komið til mín að undanförnu og kom mér fyrir við eldhúsborðið í þeim tilgangi að svara þeim. En ég átti erfitt með að halda huganum við það. Þegar ég leit út um gluggann, sá ég að hóll- inn og hæðirnar í fjarska voru að fá á sig græna slikju og þrá- in náði taki á mér. En í því sá ég Will koma yfir hlaðið, svo ég stóð upp til að opna fyrir hon- um. Hann kom inn, settist á stól- inn andspænis mér við eldhús- borðið og andvarpaði. — Ja, nú er konan farin, sagði hann. — Hún fór til systur sinn- ar í Kentucky og segir að hún ætli aldrei að koma heim aftur. Ég vona að hún segi satt í þetta sinn, vegna þess að ég er að gef- ast upp. Ef ég gæti skilið hvers vegna hún lætur alltaf svona. Nú hefur hún tekið allt úr stóra stofuskápnum, sem stendur á svipuðum stað og skrifborðið hans Rogers hérna. Hún hafði postulín, myndir af drengnum og forláta tepott, sem mamma mín átti og ýmislegt annað þar. Nú hefur hún tekið þetta allt úr skápnum og ekkert skilið eftir nema myndina af litla drengn- um sem dó. Hvers vegna gerir hún þetta? — Ó, hve þetta er andstyggi- legt, sagði ég. — Ég vissi ekki að þið höfðuð misst barn. Er langt síðan? — Já, það er langt síðan, sagði hann. — Tólf ár. Hann varð aðeins eins árs. í fyrstu virtist hann alveg eðlilegur, en svo datt konunni í hug að hann væri liklega blindur. Læknirinn hérna sendi okkur með hann til Chicago og þar var okkur sagt að hann væri með heilaskemmd, hluti af heila hans var himnu- laus. - Þá hefur það líklega verið bezt að hann fékk að deyja, kyrr með lokuð augu og beið og þarna í þögninni hafði ég það á tilfinningunni að hann myndi hrökkva í sundur í þúsund mola, ef ég ýtti við honum. Ég lagði hönd mína á öxl hans og hneigði höfuðið niður að hon- um. Ég hafði heyrt hróp hans, bæn um hjálp, sem hvíslað var út í þögnina. Will Workman leyndi ekki neyð sinni, eins og við hin hefðum gert, til að glata ekki virðingunni, og hann var viðkvæmur eins og barn. — Þú mátt ekki vorkenna mér, hvíslaði hann, — þú mátt bara ekki vorkenna mér! Og þá skeði það. Það var á þessu augnabliki, sem ég varð honum vonlaust bundin. Fram að þessu hafði ég alltaf getað forðazt töfra hans, sem áttu eft- ir að fylgja mér. Sjáðu, Will, hóllinn þarna er farinn að grænka, sagði ég. Þá reis hann upp og hló. — Já, sagði hann. — Komdu, ég skal sýna þér blómstrandi forsytiu. Forsytiutréð stóð reyndar í fullum blóma og tveim dög- um síðar sprungu tvö önnur tré út, og þetta var alveg furðu- leg mótsetning við hin trén, sem ennþá voru nakin og grá. Villiblágresið var líka farið að blómstra og hólar og hæðir urðu grænni með hverjum degi. Ég gat næstum heyrt sinuna hörfa ískrandi undan þessum þrótt- mikla gróðri. Alls staðar mátti heyra brumhnappa bresta. Nú Á göngu í vorregmnu sagði ég. — Heldurðu það ekki? (Ó, Ellen, Ellen, hvernig get ég verið dómbær á slíkt?). — Það er líklega rétt, sagði hann. — Hann hafði það fínasta og mýksta hörund, sem ég hef snert; hann var svo fölur og glær. Ég hélt honum oftast í faðmi mínum. . . . Hann stóð þögull upp af stóln- um, gekk til mín og settist á hækjur við hlið mér. Eg ýtti mér aðeins til hliðar, mér fannst ég finna of mikið til nær- veru hans. Hann lokaði augun- um og hneigði höfuðið, en hann snerti ekki við mér. — Heyrðu, sagði hann, — ég vil ekki gera Roger neitt illt, vegna þess að mér þykir vænt um hann. En heldurðu ekki að þú gætir hugsað þér að snerta mig með höndinni, ég á við svona eins og þegar þú lætur vel að kiðlingunum og öðrum dýr- um. Snertu mig og ýttu mér ekki frá þér. Og hann sat graf- ólgaði þessi gróður um allt og að lokum voru trén orðin græn upp í krónur. Fjólubláir skugg- ar bjarkanna hörfuðu undan ljósgrænum greinum og blóm- hnappar plómutrjánna urðu eins og hvít ský. Og á nóttunni heyrðist gnegg- ið í hrossagauknum. Nú var doðinn horfinn mér að öllu. Ég var orðin að augum, sem biðu eftir að sjá Will Workman og eyrum, sem sífellt hlustaði eftir blístri hans. Ég ráfaði óróleg milli glugga og dyra — og beið, beið eftir að hann kæmi inn. Þá varð ég allt- af róleg. Þá hné ég niður á stól og hlustaði á það sem hann hafði að segja, hlustaði reyndar ekki nema að hálfu leyti. Mér var sama um hvað hann talaði, ég hafði enga þörf til að svara hon- um eða tala sjálf. Ég naut að- eins hins rólega öryggis, sem nærvera hans hafði í för með sér, naut þess svo að augu mín Framhald á bls. 36 52. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.