Vikan


Vikan - 23.12.1970, Side 28

Vikan - 23.12.1970, Side 28
„í návist minni notalegt fannst henni ei, og nærri fór hún að snillingsandi var, að minnsta kosti, bak við mitt grímugrey . . .“ Þeir Róbert og Gunnar æfa annað atriði í garði Mörtu. ist hafa verið orðin þjóðsagnapersóna þegar í lif- anda lífi. í hugum fólks varð hann öðrum þræði lykilmynd þýska húmanismans, tákn ástríðufullr- ar fíknar í það veraldlega og svo ákafrar þrár eftir þekkingu og skilningi, að fyrir hana er öllu offrað, jafnvel sjálfri sáluhjálpinni. Á hinn bóginn varð Fást aðalpersónan í umfangsmiklum littera- túr landa sinna af mótmælendatrú, sem allur gekk út á það að sanna hve illan endi þesskonar ágirnd fengi, þegar hún ekki hefði Biblíuna í einu og öllu að leiðarljósi. En mótmælendur lögðu ein- mitt megináherzlu á — gagnstætt því sem kaþó- likkar höfðu gert — að engin sannur skilningur gæfist nema fyrir tilstilli Biblíunnar. Fást er talinn hafa látist 1539, eða tveimur PORNESKJIJDOKTORIINT Hér á myndinni eru flest þeirra, sem eiga hlut að uppfærslu Fásts í Þjóðleikhúsinu. Til vinstri eru aðstoðarleikstjóri, Þjóðleikhússtjóri og þau þrjú sem með aðaihlutverkin fara. Um jólin hefur Þjóðleikhúsið sýningar á leikritinu Fást (fyrri hluta) eftir Johann Wolfgang Goethe, í þýðingu Yngva Jóhannessonar. - Fást er af flestum talið merkasta leikverk, sem samið hefur verið á þýskri tungu, og aldrei hefur efni þess frekar átt erindi til manna en á þeim vafasömu tímum umbrota og byltinga, er nú ganga yfir heiminn. Slíka tíma lifðu þeir líka báðir, Goethe og Fást sjálfur. Elzta mynd, sem til er af hinum raunverulega Fást. Hún á aö vera eftirliking málverks, sem sjálfur Rembrandt kvað hafa gert. érum eftir að Lúther lagði fram játningar sínar er kenndar eru við Schmalkalden. Svo sem nærri má geta var almennt álitið að burtgáng galdradoktors- ins hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Því var trúað að Fást hefði fyrir löngu selt fjandan- um sál sína fyrir ýmis hlunnindi hérna megin. Var haft fyrir satt að djöfullinn eða allavega einn af hans útsendurum fylgdi Fást í hundslíki og veitti honum fulltingi til allrahanda gerninga. Meðal afreksverka sem Fást voru eignuð má nefna að hann átti að hafa yngt sjálfan sig upp, vakið upp Helenu fögru af Spörtu og gengið að eiga hana, seitt til sín mat af borði Englandskon- ungs og borað göt ! borðplötu og látið streyma upp úr þeim vín. Þegar hann var staddur í Auer- bach-kjallara í Leipzig eitt sinn, settist hann klof- vega á eina víntunnuna og reið henni upp úr kjallaranum. Með göldrum þessa hann drýgði dáð en djöflinum varð hann svo að bráð. Eða svo hermdi þýsk þjóðtrú. Ein sögnin hermir að Fást hefði fundist dauður með andlitið niður, og þótti það ekki vita á gott. Onnur sögn segir að Fást hafi ætlað að snuða fjandann með því að loka sig inni í rammgerðu herbergi, en kölski lét sig ekki muna um að sjúga hann til sín út um skráargatið. Sást ekkert af Fást eftir það, segir sú sögn, nema þrír blóðdropar á herbergis- gólfinu. Og stórveldið sat um hann sólgið og natið og saug hann loks út — gegnum skráargatið. Svo lætur Guðmundur Ingi skáld á Kirkjubóli um mælt í kvæði, þar sem bralli Fásts við djöful- inn er líkt við örlög smáþjóða í skiptum við stórveldi, og gerist víst varla nokkur svo djarfur að fullyrða að sú samlíking sé út í hött. Doktor Fást þjóðsögunnar varð sem sagt ekki eins heppinn og lúnkinn í viðskiptum við pokur- inn og garpar íslenzkrar þjóðtrúar, Sæmundur fróði og Kolbeinn jöklaraskáld, svo einhverjir séu nefndir. En djöfullinn eins og íbúar meginlands- ins þekktu hann var líka ólíkt útsmognari og demónískari en kölski okkar, þessi óhandlati og næstum brjóstumkennanlega einfaldi sveitamað- ur. En (slenskir almúgamenn hafa sjálfsagt aldrei tekið helvíti og kvalirnar jafn grafalvarlega og þýskir stéttarbræður þeirra. 28 VIKAN 52. tbi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.