Vikan


Vikan - 23.12.1970, Síða 29

Vikan - 23.12.1970, Síða 29
Hvað endalok Fásts snertir er Goethe bjart- sýnni en þjóðtrúin — eða ekki eins raunsær, eins og sumir vildu kannski orða .það. Hugmyndina að formála leikritsins sækir hann í Jobsbók, en það Biblíurit hefur valdið guðfræðingum ærnum heilabrotum gegnum aldirnar. Samkvæmt kirkju- legum rétttrúnaði voru himnafaðirinn og myrkra- höfðinginn ósættanlegir féndur, Kkt og fyrirrenn- arar þeirra Ahúramasda og Aríman í Persatrú. Var haft fyrir satt að sá vondi hefði upprunalega verið í innsta hring á himnum en komist í eilífa ónáð og verið steypt úr paradís eftir að hann tældi Evu. En í Jobsbók, sem auðvitað gat ekki verið siður innblásin af Guði en önnur rit Biblí- unnar, skaut hér nokkuð skökku við: þar virðist Satan jafnvel vera í f jölskyldutengslum við himnaföðurinn og i ekki meiri ónáð en svo, að hann lítur þar inn öðru hvoru. Þeir Drottinn gera það þá að gamni sínu að prófa guðhræðslu Jobs gamla með því að iáta yfir hann ganga hinar hroðalegustu hrellingar. Satan hefur trú á að þetta leiði til að Job formæli Drottni en Drottinn fullyrð- ir að hollusta hans við skapara sinn verði alltaf söm og jöfn. Hliðstæðan samning gera þeir Drott- inn og Mefistófeles í formálanum að Fást. Drottinn — sem samkvæmt fræðunum hefur öll tök á skrattanum og hans hyski ef hann bara vill — gefur Mefistófelesi frjálsar hendur um að villa um fyrir Fást, og megi hann eiga doktorinn ef það takist. Mefistófeles kemur á fund Fásts, sem lofar að gefast skratta á vald gegn slíkri sælu- stund, að hann biðji þá stund að standa við. Til þess að koma þessu í kring reynir kölski einkum fjórar leiðir: nautnir, hreina ást, unað fegurðar og loks að búa i haginn fyrir komandi kynslóð. Nautnirnar hafa ekki teljandi aðdráttarafl fyrir Fást, en ást Grétu hefur slík áhrif á hann að þótt svo að hann bregðist henni svívirðilega, þá eru sigurvonir djöfulsins þaðan af hverfandi. Um síð- ir tekst honum að vísu að veita Fást slika stund, að hann óskar þess að sú standi kyrr. Það gerist þannig að Fást og Mefistófeles ráðast í miklar landbúnaðarframkvæmdir komandi kynslóðum til góða. Kann Fást athafnalífinu svo vel að hann Framhald á bls. 50 Valborgarmessan er færð upp scm nútíma popp- danslcikur, og sér hljómsveitin Trúbrot þar um tónlistina. Leikstjórinn, Karl Vibach, ásamt Guðlaugi Rósin- kranz, þjóðleikhússtjóra og Yngva Jóhannessyni, sem þýddi leikritið. Gustaf Griindgens, hinn kunni þýzki leikhúsmað- ur, sem átti mikinn þátt í að færa Fást „fram í tímann til áhorfandans". 52. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.