Vikan


Vikan - 23.12.1970, Qupperneq 32

Vikan - 23.12.1970, Qupperneq 32
HEYRA MA Cþó lægra tátíj OMAR VALDIMARSSON Ari Jónsson ARI JÓNSSON er einn þeirra söngvara sem þarf að velja lög fyrir af mikilli kostgæfni, og á þeim plötum sem komið hafa út með Roof Tops hefur það tekizt bærilega. Það sama verður alls ekki sagt um nýútkomna tveggja laga plötu frá HSH (sem enn á ný hefur hafið útgáfu), og fyrir bragðið verður lítið gaman að plötunni. Hefði rétt verið farið að hefði þetta sjálfsagt getað orðið söluplata ársins, því Ari er ákaflega vinsæll og góður söngvari — á sínu sviði. Eins og fyrr segir, þá eru á plötu Ara tvö lög, bæði við brezkan undirleik og stendur á hljómplötuumslaginu að þetta sé stereo-plata. Jæja. Hvað er þá alvörustereo? Og að halda því fram að Pétur Steingrímsson hafi séð um upp- töku er ekki rétt — að öllu leyti. Hann sá aðeins um að hljóðrita söng Ara inn á undirleikinn, sem var keyptur utanlands frá. Þá held ég að mér þýði ekki að draga að nefna það öllu lengur, en mér finnst Pétri Steingrímssyni vera að fara aftur í upptökum sínum. Bágt á ég með að trúa að brezka upptakan hafi ekki verið betri en þetta — og ekki hefur verið farið alveg svona illa með upptökuna í pressun, eða hvað? Ef við snúum okkur þá að lögunum, þá eru þau bæði erlend og bæði heims- þekkt fyrir. Á A-hlið er hið stórkostlega lag Paul Simons, „Bridge Over Trou- bled Waters“, sem við íslenzkan og venjulegan texta Guðmundar Hauks hefur hlotið nafnið „FYRIRHEIT“. Það er óhjákvæmilegt að bera túlkun Art Garfunkels við aðrar útgáfur og vitaskuld stenzt ekkert samanburð. Því hefði verið betra að setja þetta lag á B-hlið. Þar er aftur á móti lag eftir Tommy Roe; það sama og hann sendi frá sér á eftir „Dizzy“. Við texta Guðmundar Hauks heitir það „ÉG KEM“. Ari byrjar heldur illa og á köflum efast ég meira að segja um að hann sé „hreinn“ en það á sérstaklega við í tvísöngsköflum. HSÞ, í guðanna bænum, gerið betur næst, þó ekki væri nema bót á umslagi! ★ Fiðrildi Söngtríóið FIÐRILDI keraur aldrci fram meir, cn ég er illa svikinn cf piata þeirra, nýútkominn hjá FÁLKANUM, á ckki eftir að verða spiiuð mikið í öllum óskalagaþáttum og partýum — og iögin af henni sungin f rútum. Á þessari plötu eru fimm lög, og á hlið A eru þau kölluð „ABA-DABA BRÚÐKAUPSFERÐ" og „BREKI GALDRADREKI“. Fyrra lagið er einstaklega skcmmtilegt og auðlært og mjög tæplega er hægt að halda því fram að Hinrik Bjarnason fari venjulegar ieiðir f textagerð sinni, cn hann gerði háða textana á þeirrl hlið. Góðir eru þcir ekki, en ævintýraiegir, hrcinasta fantasía, og þvi skyldi maður ætia að börnin verði hrifin, en þess plata er hugsuð sem barna- plata. Öll lögin eru vel flutt, og er banjóleikur HANNESAR J. HANNESSONAR ábcrandi í fyrsta laginu, enda leikur hann á það af snilld. Þá má lika heyra í píanói og er Karl Sighvatsson þar að verki. Söngur þeirra þriggja er góður, en einhvcrn veginn finnst mér að meira hefði mátt nota HELGU STEINSEN, þó svo hún njóti sín mjög vel í bak- grunninn. Samraddað hljóma þau mjög vel saman og held ég að mér sé óhætt að fullyrða að hvergi séu hnökrar á söngnum. Þ6 kann ég ekki vel við titr- inginn f rödd Hannesar og það er óþægilcgt að hlusta á hann syngja svo í gegnum nefið. Hinum megin eru lögin „SAGAN AF PALLA LITLA“, sem er eftir Hannes, bæði ljóð og Iag, „í DÝRAGARÐ ÉG FER“, eftir Tom Paxton við undarlegan texta Ómars Ragnarssonar og „MARBENDILL" cftir Paul Stookcy við tcxta E. Ólafssonar. Lag Hannesar er mjög gott barnalag, og minnir á Ómar Ragnarsson upp á sitt bezta. Þar lcikur Karl aftur með á pínó og auk þess leikur Hannes á gítar og SNÆBJÖRN KRISTJÁNSSON á kontrabassa. Textinn, ja — sjáifsagt nær hann tilgangi sfnum. Hannes syngur „í dýragarðl" með skjálfandi röddu cn þar finnst mér Snæ- björn beztur í söng. Hann hcfur hreina og góða rödd og á mjög auðvelt með að halda sér á ótrúlegustu nótum. Þar er gitarleikur góður og bassaleikur sömuleiðis, enda eru ekki margir hérlendir sem hafa náð jafn mikilli leikni á kontrabassa og Snæbjörn — ef við tölum um yngri menn. Síðasta lagið er svo „Marbendill", og myndi ég telja það skásta textann. Helga syngur af prýði og þeir félagarnir ná mjög vel saman í fallegum hrynj- anda. í heild er þetta vænleg plata og líkleg til sölu. Upptöku annaðlst Pétur Steingrimsson og hefur hann leyst það verk sitt af hendi mcð prýði. Prcssun er góð — en umslag ekki tilbúið. ★ Ævintýri Hafi hljómsveit einhvern tíma tekið stökkbreytingu frá fyrstu plötu til þeirrar næstu, þá er það ÆVINTÝRI. Platan, sem kom út með hljómsveitinni í byrjun þessa árs, var fyrst og fremst hugsuð sem söluplata og lögin í þeim dúr, þó svo að tilraun hafi verið gerð til að flytja á henni alvarlegt tónverk, þ. e. Pílagrímakór Wagners. Nú hefur TÓNAÚTGÁFAN sent frá sér tveggja laga stereo-plötu með Ævin- týri, og eru bæði lögin eftir þá félaga í sameiningu, en báða textana hefur gert Sigurjón Sighvatsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Þegar maður lítur á nöfn laganna, getur maður með engu móti búizt við gleðilegu efni, því þau heita „ILLSKA“ og „LÍFSLEIÐI“. En lögin sjálf eru full af fjöri og lífsgleði og má sjálfsagt reikna þetta ósamræmi þeim í Ævintýri eitthvað til frádráttar. „Illska“ byrjar á heldur ógreinilegum munnhörpuleik Björgvins Halldórs- sonar, með hinum hljóðfærunum. Ég hefði kosiff að heyra meira í munnhörp- unni, en hún kemur hvergi til sögunnar eftir að söngurinn byrjar. Þetta er langt lag, reyndar bæði yfir sjö mínútur, og því er mikið að ske, en óhjá- kvæmilega er nokkuð um endurtekningar, sem þeir félagar reyna þó að gæða lífi og fjölbreytileik. Gítarleikur er góður; æpandi á köflum en aldrei yfirþyrmandi. Bassi og bassatromma eru í mjög góðri „harmóníu“, en tónninn í sneriltrommunni er slæmur, minnir einna helzt á blikkdós, og er það sennilega tæknigalli. Söngur er góður, og held ég að mér sé óhætt að fullyrða að Björgvin hefur ekki gert betur á plötu áður, þó margt hafi dágott frá honum komið. „Lífsleiði“ einkennist af snilldarlegum orgelleik, og mun það vera brezkur hljóðfæraleikari sem á heiðurinn af því. Lagið byrjar á marg-endurteknum „frösum“ (sem raunar einkenna dálítið plötuna), og þegar Björgvin hefur söng sinn, leggur maffur við hlustirnar, því hann hljómar ekki ákaflega líkt sjálfum sér til að byrja með. Lagið er að mestum hluta tvískipt, það er að segja: Það skiptist í hæga og hraða kafla. Hröðu kaflarnir eru betri fyrir minn smekk, og er ekki laust við að þeir hægu minni mig á „Summerwine“ með Nancy Sinatra, það er að segja síðasta línan: „í þágu okkar allra . . .“ Síðan kemur inn í dæmigerður rússneskur marstaktur og aftur er farið út í poppið. Hljóðfæraleikur er góður enn sem fyrr, en sami leiðindatónninn í tromm- unum. Bæði þessi lög finnst mér skemmtileg, og má segja að þau geti flokk- ast undir „þungt popp“; einfaldar melódíur gerðar margbrotnari og flóknari í flutningi. Þeir félagar eiga hrós skilið fyrir góða vinnu á efni sínu, og sömu- leiðis tæknimenn brezkir fyrir góða upptöku og samsetningu rása (mixingu). Eitthvað hefur þó mistekizt í pressun, því bágt á ég með að trúa að trommur Sigurðar Karlssonar hljómi svona í raun og veru. Textar Sigurjóns eru báðir fullir af góðum meiningum, en mikið til endur- tekning á því sem áður hefur verið sagt. Eitt er það sem einkennir þá báða, og leyfi ég mér að vitna í annan: „Drepið, drepið, drepið, segja ÞEIR . . .“ Síðan heldur hann áfram og talar um að við (þjóðfélagsþegnarnir) eigum að rísa upp gegn allri þessari kúgun og misrétti, en hvers vegna segir hann þá ekki: „Drepið, drepið, drepið, segjum VIÐ . . .“? Við höfum talað nóg, og nú verður að fara að láta athafnir tala. En hvað um það, þessi plata Ævintýris er ánægjuleg og setur þá enn í fremstu röð íslenzkra popphljómsveita. Umslag er unnið af Baldvin Halldórs- syni og ekki einasta frumlegt, heldur og einfalt og skemmtilegt, en hræddur er ég um að platan mín fari fljótlega út úr, það er að segja að það rifni í brotinu. 32 VIKAN 52- tw-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.