Vikan


Vikan - 23.12.1970, Síða 33

Vikan - 23.12.1970, Síða 33
Heimir og Jónas Þegar plata HEIMIS OG JÓNASAR, sem kom út fyrir jólin í fyrra, gekk svo vel sem raun var á, sáu forráöamenn FÁLKANS að margt væri vitlausara en að gefa út aðra plötu með þeim félögum, og í sumar var önnur plata hljóð- rituð, með aðstoð VILBORGAR BJARNADÓTTUR og PÁLS EINARSSONAR, hassaleikara. Sú plata er nú komin út, og þó hún beri með sér að hún er unnin í flýti, er hún góð, og ef ég má vitna í sjálfan mig á baksíðu umslags, þá er hún „tvímælalaust með því bezta sem komið hefur út í þessum dúr hér á landi“. Á A-hlið eru eingöngu íslenzk þjóðlög og er sú hlið betri og er greinilegt að þau fjögur hafa góðan skilning á sínu viðfangsefni. Fyrsta lagið á plötunni er „FÚSAVÍSUR“ eða „FRÍSAVÍSUR“ eins og stendur á plötumiðanum, og hef ég á tilfinningunni að það sé nær sannleikanum. Þetta er dæmigerð íslenzk „ballaða“ ef svoleiðis nokkuð er til, mjög vel gert, örlítið brugðið á leik og gefur það góða stemmningu. Vilborg er ákaflega skemmtileg söngkona, með litla og „sæta“ rödd, og njóta þau sín oft prýðilea í samsöng. Þó eru þeir Heimir og Jónas ekki nægilega sterkir á köflum, og því vill verða svo að hún er full-áberandi. Raddsetningar eru góðar, en ég hefði persónulega kosið að fá sterkari bassarödd 1 sumum laganna, sérstaka „Bí bí og blaka“. Tveir gítarar eru notaðir í flestum laganna, og eru það þeir H & J sjálfir sem á þá leika og einnig má heyra mikið í flautu, listavel meðhöndlaðri af Jónasi Tómassyni. Það er satt að segja synd að hann skuli ekki hafa fallegri rödd, eins mikill tónlistarmaður og hann er. Jónas hefur samið eitt lag á plötunni, sem hefur að geyma 13 lög, og þykir mér fyrir því að telja það ekki nema í meðallagi. Lög Heimis eru aftur á móti gullfalleg og gerð við falleg jólaljóð Þorsteins Valdimarssonar. í heild eru ljóðin og textarnir fyrsta flokks, en „f leit að sjálfum mér“ eftir Hinrik Bjamason er lítill texti sem átti að vera ljóð. Og mig langar til að geta þess að „El Condor Pasa“, en svo heitir lagið upprunalega, er EKKI FRÁ PERSÍU, HELDUR PERÚ, og ætti það að vera auðheyrt. íslenzku tvísöngslögin eru stórskemmtileg og ágæt í flutningi og hefur þeim Heimi og Jónasi tekizt vel upp við þessar erfiðu raddsetningar. Þá var það þarft verk og þakkarvert að vekja upp „hitt lagið“ við „Á Sprengisandi“. Þó finnst mér það byrja í eilítið undarlegu „tempói“ miðað við framhaldið. Síðasta lagið á plötunni heitir „Með beztri kveðju“, og er eftir bandarísku söngkonuna Joni Mitchell, sem kallaði það „Both Sides Now“. Þar finnst mér jafnvægið á milli hljóðfæranna ekki nógu gott, og vil ég frekar kenna upp- töku um en pressun — sem oft gerir skrítna hluti við upptökur. Hljóðritun annaðist Jón Þór Hannesson, og hefur enn á ný sannað að hann getur gert góða hluti þegar hann hefur áhuga á; hönnun umslags annaðist Argus af mikilli prýði (annars finnst mér stafagerðin framaná ægilega ljót); skínandi skemmtilegar myndir tók Kristján Magnússon og prentun annaðist Grafík af venjulegri vandvirkni. Fálkinn á heiður skilið fyrir að gefa út svona góða og eigulega plötu. ★ Pétur Kristjánsson Enn ein hljómplötuútgáfan hefur hafið starfsemi sína hér á Fróni og nefnist hún LAUF-útgáfan — eftir forstjóra fyrirtækisins, Ólafi Laufdal. Er ekki laust við að töluverður hamagangur hafi verið út af þessari fyrstu plötu (og kæri ég mig ekki um að rekja það nánar), en það hefði verið tjón hefði hún ekki komið út. Þetta er tveggja laga plata, þar sem PÉTUR KRISTJÁNSSON syngur tvö lög eftir EINAR VILBERG, og er hún í stereo (annars fer okkur að vanta gott orð yfir stereo, málsnillingar!). Þessi frumraun LAUF-útgáfunnar liefur yfir- leitt allt sem góð og eiguleg plata þarf að hafa: Gott og frumlegt (orginal) efni, góðan flutning, góða upptöku og skemmtilegt umslag. Það er enginn efi á því að einar Vilberg er góður tónlistarmaður, með góðar hugmyndir. Lögin „BARDAGI UM SÁL“ og „WONDERLAND OF EDEN“ eru stórskemmtileg, og bera með sér að þau eru gerð í einlægni — og textinn um leið og lagið. Hljóðfæraleik annast Einar sjálfur á gítar, Pétur á bassa og Gunnar Jökull á trommur, en upptaka fór fram í London. Einar er liðtækur og skemmtileg- ur gítarleikari, þó ekki sé hann eins „teknískur“ og margir aðrir, en hann er lagrænn, þó svo að „Bardagi um sál“ sé það ekki í sjálfu sér, nema ca. til hálfs. Það er orðið langt síðan Pétur Kristjánsson lék á bassa, en hann er fimur, góður hljóðfæraleikari, þó mér finnist bassatónninn eilítið mattur. Hljómagangurinn er þó skemmtilegur og meira en venjulegt búmm-búmm. Þá er óþarfi að fjölyrða um hæfileika Gunnars Jökuls, og nýtur hann sín vel, með sterkum og ákveðnum (eins og hans er von og vísa) trommuleik. Pétur hefur fyrir löngu verið viðurkenndur góður söngvari en þó held ég að mér sé óhætt að fullyrða að hann hefur aldrei verið betri. Hvergi eru nokkrir hnökrar á söngnum, hann er fullkomlega „hreinn“ og hvert orð kemst til skila. Upptakan er góð, ákaflega blátt áfram, þar sem eingöngu eru þrjú hljóðfæri, en gítarinn er tekinn tvisvar í báðum lögunum. f „Wonderland of Eden“ er reyndar ekkert annað hljóðfæri. í stuttu máli sagt: Ég er hress yfir þessari fyrstu plötu Péturs og LAUF- útgáfunnar, og óska öllum til hamingju. Ekki sízt þó Baldvin Halldórssyni fyrir áberandi og gott umslag. P.S. Síðustu fréttir herma þó að platan hafi verið stöðvuð við komuna til landsins, en blaðið fór í prentun áður en upplagið kom á markaðinn, svo ekki get ég staðfest það nú. Ef það reynist rétt, er það mikið tjón og leiðindi að svo góð vara skuli þurfa að gjalda fyrir persónulegt þref. ★ Janis Carol En áðurnefnd plata er ekki allt og sumt sem Einar Vilberg kemur nálægt á jólaplötumarkaði þessa árs. Frá hljómskífugerðinni SARAH kemur tvcggja laga plata i sterco, þar sem söngkonan JANIS CAROL syngur lög eftir Einar. Þetta er fyrsta plata Janis, en áður hefur hún vakið athygli fyrir söng sinn með Töturum og fleirum. Nú ættu allir, sem ekki hafa heyrt f hennl áður, að fallast á þá skoðun — bæði mina og annarra — að Janis Carol sé söngkona í háum gæðaflokki, og þó ekki væri fyrir annað er platan þess virði að kaupa hana. En það er bara ekki allt, en með góðri samvizku get ég þó ekki sagt að mér finnist þessi plata eins góð og sú með Pétri. Lögin eru til að mynda ekki eins góð, en þau hafa við sig „karakter" og í þessu tilfelli bæði Einars og söng- konunnar. Á A-hlið er „DRAUMURINN", og ber þar töluvert á gamal- og góðkunnum orgelleik Karls Sighvatssonar. Þó dettur mér í hug að spyrja hvort orgelið sé í raun og veru að detta í sundur eins og manni heyrist? Gítarleikur Einars er ágætur, en það er eitthvað sem gerir það að verkum að ég hef á tilfinning- unni að það sé ekki tiltakanlega gott hljóðfæri scm hann er með. í einfaldleik sinum er lagið sérstakt að uppbyggingu og það sama má segja um lagið hinum megin, „ÍHUGUN“. Það er áreiðanlega stytzta lag sem hefur komið á hérlendri plötu en fyrir minn smekk hefði það verið betra á A-hlið. Það scm einkennir það er lélegur tónn í trommum Ólafs Sigurðssonar og heldur daufur gitarleikur. Ef Einar Vilberg heldur sér við efnið má efalaust búast við góðum hlutum af honum f framtiðinnl og benda þessar tvær fyrstu plötur hans vissulega til þess. Hann er sjálfstæður tónlistarmaður sem túlkar hugrenningar sfnar á einfaldan hátt í textum sfnum, og er mjög nothæfur gitarleikari. Þá finnst mér hann gott tónskáld. Það sem mér finnst aftur á móti helzti gallinn við þessa plötu er upptakan, enda var ekki notað „stúdíó“ til þeirra hluta. Pétur Steingrímsson tók upp, en umslag, sem er gott öðrum megin, hannaði Gylfi Gíslason. ★ Óðmenn Þrjár plötur til viðbótar áðurnefndum komu og út fyrir og um helgina, eða það var aila vega meiningin þegar þessar línur fóru í prentun. Sama kvöldið gafst mér kostur á að hlusta á segulbandsspóiu mcð „double-albumi“ ÓÐ- MANNA, en að sjálfsögðu var það alls ekki nóg til að geta skrifað um plöt- una svo nokkuð gagn sé. Strax vil ég þó lýsa því yfir, að ég cr yfir mig hrif- inn, og þeir sem kaupa þessar tvær LP-plötur fá fyrir sinn snúð nokkuð sem vcrður spilað aftur og aftur, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Óðmenn voru lengi gagnrýndir fyrir að vera mcð músík eingöngu fyrir djúpt þenkjandi spekúlanta, og þeir eiga vissulega eftir að liggja yfir þessum plöt- um. En þeir sem ekki vilja hlusta á músik nema með öðru eyranu og til að syngja með, eru ekki skiidir útundan og eiga eftir að skemmta sér konung- lega yfir nákvæmlega sömu tónlistinni. ★ Plötuna með Ríó-tríóinu hef ég ekki heyrt enn, en áður en segulbandsspól- an fór til útianda í pressun heyrði ég upptökuna og líkaði mjög vel, og vil ég strax fullyrða að þar er hin hárrétta „konsertstemmning" og svíkur sú plata engan. LP-plötu Trúbrots hef ég ckki heyrt en henni, svo og plötunum með Ríó og Óðmönnum, verða gcrð skil við fyrsta tækifæri eftir áramót, og held ég að það verði í 2. tölublaði, sem út kemur 14. janúar. Þá er hcldur ekki úr vegi að geta þcss, að allar likur eru á því að ekki verði minnzt á S.G.-hljómplötur framar í þessu blaði, þar sem Svavar Gests hefur afþakkað öll skrif um vöru sína. Gildir þetta fyrir alla þá sem skrifa að staðaidri um hljómplötur, þ. e. mig, Benedikt Viggósson á Vísi og Hauk Ingibergsson hjá Morgunblaðinu. ★ 52. tw. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.